Færslur: Texas

Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde látinn fara
Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde-skólaumdæmi í Texas, sem bar ábyrgð á löggæslu og viðbrögðum lögreglu við mannskæðri árás á grunnskóla í bænum í maí, hefur verið leystur frá störfum. Yfirstjórn lögreglunnar greindi frá þessu í gær, miðvikudag, daginn eftir að yfirmaður almannavarna í Texas sagði viðbrögð lögreglu hafa verið kolröng og sakaði yfirmann lögregluliðsins, Pete Arrendo, um að hafa metið líf lögreglumannanna meira en barnanna sem þeir áttu að vernda.
Lögregla í Uvalde brást algjörlega
Lögreglan í Uvalde brást algjörlega, þegar nítján skólabörn og tveir kennarar voru myrt þar fyrir tæpum mánuði. Þetta sagði yfirmaður almannavarna í Texas í dag, frammi fyrir þingnefnd sem rannsakar voðaverkið og viðbrögð lögreglu.
21.06.2022 - 22:36
Sjónvarpsfrétt
„Hann skaut vinkonu mína“
Ellefu ára stúlka sem lifði af skotárásina í Uvalde í Texas lýsti því fyrir þingnefnd í dag hvernig hún makaði á sig blóði látins bekkjarfélaga til að villa um fyrir árásarmanninum. Bandaríkjaþing ræðir nú frumvarp um að herða skotvopnalöggjöfina í landinu.
Aðstandendur fórnarlamba í Texas sagðir undirbúa kæru
Aðstandendur fórnarlamba sem létu lífið í mannskæðri skotárás í Uvalde í Texas á dögunum eru sagðir undirbúa málsókn gegn skotvopnaframleiðandanum Daniel Defense.
04.06.2022 - 02:34
Segja árásarmanninn hafa gengið inn um ólæstar dyr
Árásarmaður sem skaut tuttugu og einn til bana í barnaskóla í Texas í síðustu viku er sagður hafa komist inn í kennslustofur barnanna um ólæstar dyr. Dyrnar hefðu átt að vera læstar samkvæmt öryggisreglum skólans.
01.06.2022 - 03:57
Byssuofbeldið tekur sinn toll í Bandaríkjunum
Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögregu við skotárásinni í Uvalde í Texas. Rúmlega 1500 manns hafa verið skotnir til bana í skotárásum frá árinu 2009. Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Jill eiginkona heimsóttu Uvalde í dag
„Hið illa“ skýrir fjölda skotárása, ekki byssurnar
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að hið illa og illska mannanna séu helsta orsök þess hve margar banvænar skotárásir eru framdar í Bandaríkjunum, en ekki skotvopnin eða lögin sem um þau gilda. Þetta kom fram í ræðu Trumps á ársfundi NRA, hagsmunasamtaka byssueigenda, í Texas í gær.
29.05.2022 - 04:21
Mörgu ósvarað eftir fjöldamorðið í Texas
Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas gagnrýnir lögreglu í bænum Uvalde fyrir seinagang við að stöðva skotárás ungs fjöldamorðingja á börn og kennara í grunnskóla í bænum á þriðjudag.
27.05.2022 - 17:46
Sjónvarpsfrétt
„Á meðan Texas er rautt mun þetta ekki breytast“
Sigurður Ragnar Sigurliðason, Íslendingur sem býr nærri Uvalde í Texas, segir mikla sorg í bænum. Hann segist vera orðinn dofinn fyrir skotárásum því þær séu svo algengar. 
26.05.2022 - 10:32
Læsti sig inni í skólastofu með fórnarlömbunum
Ódæðismaðurinn sem myrti minnst nítján börn og tvo kennara í skóla í Texas í gær, var innilokaður í skólanum í um klukkustund, áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Morðinginn sagði vini sínum frá þessum áformum nokkrum mínútum áður en hann skaut fyrsta fórnarlambið. 
25.05.2022 - 22:35
Skotárás í Texas
Áttunda fjöldamorðið í Bandaríkjunum það sem af er ári
Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara þegar hann réðst til atlögu í grunnskóla fyrir yngri bekki í smábænum Uvalde í Texas í gær, vopnaður skammbyssu og riffli. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Þetta er áttunda fjöldamorðið sem framið er í Bandaríkjunum á þessu ári.
Fréttavaktin
Myrti nítján börn í skólaskotárás
Átján ára árásarmaður myrti nítján börn og tvo kennara í skotárás á skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas í Bandaríkjunum. Morðinginn var felldur á vettvangi.
24.05.2022 - 20:26
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Skotárás í Kaliforníu og byssubardagi í Texas
Tveir létust og þrír særðust í skotbardaga á útimarkaði í Texas á sunnudag og einn lést þegar skotárás var gerð við kirkju í Kaliforníu. Alríkislögreglan yfirheyrir vitni vegna mannskæðrar skotárásar í New York ríki á laugardag.
16.05.2022 - 00:56
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Aftöku fjórtán barna móður frestað í Texas
Áfrýjunarglæpadómstóll í Texas í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að fresta skuli aftöku Melissu Lucio. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana árið 2007 en aftakan var fyrirhuguð 27. apríl.
Tæplega áttræður dauðadeildarfangi líflátinn í Texas
Tæplega áttræður fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum var tekinn af lífi í gær. Carl Buntion var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglumann við hefðbundið vegaeftirlit í Houston-borg fyrir rúmum 30 árum.
22.04.2022 - 03:10
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Slóð eyðileggingar sunnanvert í Bandaríkjunum
Öflugur hvirfilbylur sem gengur yfir Louisiana í Bandaríkjunum lagði fjölda húsa í rúst og hefur þegar kostað eitt mannslíf. Bandaríska veðurfræðistofnunin tilkynnti í nótt að hvirfilbylurinn nálgaðist New Orleans og hvatti íbúa borgarinnar til að leita umsvifalaust skjóls.
23.03.2022 - 05:25
Texas
13 ára drengur undir stýri þegar níu fórust í árekstri
Níu manns létu lífið þegar þrettán ára drengur ók pallbíl framan á smárútu í vestanverðu Texasríki í Bandaríkjunum á þriðjudagskvöld. Pilturinn lést í slysinu, rétt eins og faðir hans sem sat við hlið hans. Í smárútunni var átta manna golflið háskóla í Nýju Mexíkó ásamt þjálfara sínum. Þjálfarinn og sex ungmennanna létust í slysinu en tveir úr liðinu slösuðust lífshættulega og eru á gjörgæslu.
18.03.2022 - 03:37
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.
Hríðarbylur hrellir Bandaríkjamenn
Stórhríð gerir íbúum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna lífið leitt með fannfergi, ísingu og öðrum fylgifiskum vetrarveðursins. Um 220.000 heimili, verslanir og fyrirtæki eru án rafmagns og skólum og fleiri stofnunum hefur verið lokað í fjölda borga og bæja í Texas, Michigan, Indiana, Ohio og víðar, samkvæmt frétt Reuters.
04.02.2022 - 01:35
Breskir unglingar í haldi vegna gíslatökumáls
Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar í Manchester handtók tvo unglinga í dag í tengslum við rannsókn á gíslatökumáli í Texas. Viðamikil rannsókn stendur nú yfir á málinu sem teygir anga sína víða um heim.
17.01.2022 - 02:34
Gíslatökumaður féll þegar gíslar hans voru frelsaðir
Alllir eru lausir heilir á húfi úr haldi gíslatökumanns í bænahúsi gyðinga í borginni Colleyville, skammt norðaustur af Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. Sá grunaði er fallinn í valinn.
16.01.2022 - 04:46
Einn gíslanna í Texas laus úr prísundinni
Einum hefur verið sleppt úr haldi gíslatökumanns í bænahúsi gyðinga í borginni Colleyville, skammt norðaustur af Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum.
16.01.2022 - 01:14