Færslur: Texas

Hjartsláttarlögin standa en málflutningi flýtt
Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfir hjartsláttarlögunum svokölluðu, umdeildum þungunarrofslögum í Texas að standa óbreyttum en hefur flýtt málaferlum vegna þeirra. Málið verður tekið fyrir þegar í næsta mánuði.
Þungunarrofslögum Texas formlega vísað til hæstaréttar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sendi hæstarétti landsins erindi í gær, þar sem farið er formlega fram á að dómstóllinn ógildi stranga þungunarlöggjöf sem innleidd var í Texasríki í haust og kveður á um nær algjört bann við þungunarrofi.
19.10.2021 - 04:54
Reyna að fá þungunarlögum Texas hnekkt fyrir hæstarétti
Bandaríkjastjórn hyggst freista þess að fá strangri löggjöf Texasríkis um þungunarrof hnekkt fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Lögin í Texas kveða á um nánast ófrávíkjanlegt bann við þungunarrofi. Þegar þau voru samþykkt á ríkisþingi Texas hét Joe Biden Bandaríkjaforseti því, gera allt sem í hans valdi stæði til að fá þau ógilt.
Ríkisstjóri Texas bannar skyldubólusetningar
Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að óheimilt sé að skylda nokkurn til bólusetningar gegn COVID-19. Það er í andstöðu við tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta frá í september.
Umdeild lög um þungunarrof í Texas aftur í gildi
Ströng lög Texasríkis tóku aftur gildi í gærkvöld eftir að áfrýjunardómstóll samþykkti beiðni ríkisins um að lögin verði í gildi á meðan áfrýjunin er tekin til greina. Örfáir dagar eru síðan alríkisdómari í Texas sagði lögin andstæð stjórnarskránni, eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið fór í mál við Texasríki.
Þungunarrofslög í Texas stöðvuð tímabundið
Dómari við alríkisdómstól í Austin í Texasríki Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöld tímabundið ný og hörð lög um þungunarrof í Texas. Fréttastofa Reuters greinir fyrst frá þessu. Dómarinn Robert Pitman féllst á málflutning Bandaríkjastjórnar, sem sótti málið eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði lögin.
Yfir 700 þúsund látin af völdum COVID í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum fór yfir 700 þúsund í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins sjúkrahússins. Það jafngildir íbúafjölda höfuðborgarinnar Washington.
Hjartsláttarlögin til umfjöllunar hjá alríkisdómara
Bandaríkjastjórn kallar eftir því að alríkisdómari ógildi hjartsláttarlögin svokölluðu, umdeild lög um þungunarrof sem tóku gildi í Texas-ríki 1. september síðastliðinn. Málið er nú til meðferðar hjá Robert Pitman umdæmisdómara í Texas.
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Heilbrigðiskerfi Texas að sligast
Heilbrigðiskerfi Texas-ríkis í Bandaríkjunum er að sligast undan fjölda sjúklinga sem veikst hafa af Delta-afbrigði kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Dæmi eru um að fólk með aðra sjúkdóma fái ekki lífsnauðsynilega meðferð.
Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.
Ábendingasíðu samtaka gegn þungunarrofi lokað
Bandaríska vefhýsingarfyrirtækið GoDaddy lokaði vefsíðu samtaka sem kölluðu eftir ábendingum almennings svo framfylgja mætti ákvæðum umdeildra laga um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september.
„Ákvörðun að ógilda ekki lögin árás á réttindi kvenna“
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þá ákvörðun Hæstaréttar að ógilda ekki lög sem banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu fordæmalausa árás á réttindi kvenna.
Stjörnur mótmæla þungunarrofslögunum í Texas
Leikarar, tónlistarmenn og annað frægðarfólk mótmælir harðlega nýjum lögum í Texas sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Það er gert á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu BansOffOurBodies.
Hæstiréttur hafnar kröfu um ógildingu „öfgalaganna“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði formlega í dag kröfum mannréttindasamtaka og þeirra sem framkvæma þungunarrof um að hindra gildistöku afar umdeildra laga sem Texas-ríki setti um bann við þungarrofi.
Texas: Þungunarrof óheimilt eftir sex vikna meðgöngu
Umdeild lög um þungunarrof taka gildi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt nýju lögunum verður þungunarrof óheimilt eftir sex vikur meðgöngu.
Ríkisstjóri Texas með COVID-19
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindist með COVID-19 í gær. Hann er 11. bandaríski ríkisstjórinn sem greinist með COVID-19. Abbott er sjálfur fullbólusettur en hann hefur beitt sér af hörku gegn hverjum þeim sem freista þess að innleiða bólusetningar- og/eða grímuskyldu í fyrirtækjum og stofnunum í Texas og verið duglegur að koma fram á fjöldasamkomum þar sem fæstir viðstaddra skarta grímum.
100.000 ný COVID-19 smit á dag í Bandaríkjunum
Um 100.000 manns greinast á degi hverjum með COVID-19 í Bandaríkjunum um þessar mundir. Slíkar tölur hafa ekki sést þar í landi síðan í byrjun árs. Er þetta fyrst og fremst rakið til útbreiðslu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis annars vegar, og hins vegar til þess, að mjög hefur hægt á bólusetningu vestra að undanförnu.
Þriðjungur smita í Bandaríkjunum í Texas og Flórída
Helmingur allra nýrra COVID-19 smita í Bandaríkjunum greinist í sjö ríkjum þar sem bólusetningarhlutfall er afar lágt. Þetta eru Flórída, Texas, Missouri, Arkansas, Louisiana, Alabama og Mississippi. Um helmingur allra sjúkrahúsinnlagna vestra vegna faraldursins er í þessum sömu ríkjum. Jeff Zients, sem heldur utan um aðgerðir Bandaríkjastjórnar vegna COVID-19 greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Ellefu fórust í bílslysi í Texas
Minnst ellefu létu lífið þegar yfirfull smárúta valt á fáförnum sveitavegi í sunnanverðu Texas í gær. Ekki færri en tíu til viðbótar slösuðust en talið er að um 25 manns hafi verið í bílnum, sem ekki er ætlaður fyrir fleiri en fimmtán farþega. Haft er eftir lögreglu að bíllinn hafi oltið þegar bílstjórinn fór of hratt í beygju og missti stjórn á ökutækinu.
05.08.2021 - 03:24
Myndskeið
Dusty Hill bassaleikari ZZ Top er látinn
Dusty Hill sem var bassaleikari hljómsveitarinnar ZZ Top er látinn 72 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá Frank Beard og Billy Gibbons félögum Hills í hljómsveitinni kemur fram að hann hafi andast í svefni á heimilinu sínu í Texas.
29.07.2021 - 02:28
Demókratar yfirgefa Texas til að tefja ný kosningalög
Þingmenn Demókrata á ríkisþingi Texas freista þess að hindra samþykkt umdeildrar kosningalöggjafar með því að yfirgefa ríkið áður en greidd verða atkvæði um hana. Repúblikanar eru með meirihluta á ríkisþingi Texas og hafa lagt fram breytingar á kosningalöggjöfinni, sem þeir segja til þess ætlaða að auka öryggi kosninga og draga úr hættu á kosningasvikum. Demókratar segja löggjöfina hins vegar til þess eins gerða að torvelda fólki að kjósa og grafa þannig undan kosningaréttinum og lýðræðinu.
13.07.2021 - 02:16
Texasbúar mega bera byssur á almannafæri án byssuleyfis
Greg Abbott ríkisstjóri í Texas hefur staðfest lög sem heimila íbúum að bera skotvopn án sérstaks byssuleyfis. Andstæðingar löggjafarinnar segja hættu á ofbeldi aukast með slíkum reglum.
17.06.2021 - 04:49
Minnst þrettán særðir eftir skotárás í Texas
Minnst þrettán eru særðir eftir skotárás í Austin, höfuðborg Texas-fylkis í Bandaríkjunum. Skotárásin átti sér stað um klukkan eitt í nótt að staðartíma. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en tveir eru sagðir vera í alvarlegu ástandi. Svo segir í tilkynningu frá lögreglunni í Austin.
12.06.2021 - 11:54
Ríkisstjóri Texas boðar byggingu landamæramúrs
Ríkisstjóri Texas, Repúblikaninn Greg Abbott, fullyrti á fimmtudag að Texasríki muni láta reisa múr á landamærum Texas og Mexíkós. Abbott fór ekki út í nánari útlistanir en sagði frekari upplýsingar væntanlegar innan skamms. Frá þessu er greint á vef bandaríska blaðsins The Texas Tribune. Þar segir að tilkynning ríkisstjórans sé nýjasta útspilið í viðvarandi reipdrætti Abbots og ríkisstjórnar Demókratans Joes Bidens.
12.06.2021 - 04:53