Færslur: Texas

Eldflaug sprakk eftir lendingu
Starship-eldfaug frá fyrirtækinu SpaceX sprakk eftir að því er virtist óaðfinnalega lendingu í gær.
04.03.2021 - 08:18
Nærri sextíu látin í Texas og Biden hækkar neyðarstig
Joe Biden forseti Bandaríkjanna ætlar að lýsa yfir allsherjar neyðarástandi í Texas þar sem miklar og óvenjulegar vetrarhörkur hafa herjar á íbúa síðustu daga. Nærri 60 eru látin og fjöldi fólks er enn án rafmagns og drykkjarvatns.
20.02.2021 - 12:35
Þúsundir heimila enn án rafmagns
Tekist hefur að koma rafmagni á víðast hvar í Texas, en yfir 300.000 heimili eru þó enn rafmagnslaus.
19.02.2021 - 09:32
Cruz í kröppum dansi eftir sólarferð á fimbulvetri
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Texasríki, fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri heim úr stuttu fríi sem styttist enn eftir að af því fréttist. Mestu vetrarhörkur í manna minnum hafa dunið yfir Texasbúa síðustu daga með hríðarbyl og frosthörkum sem hafa kostað allt að 37 mannslíf. Í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hvatti Cruz kjósendur sína til að halda sig heima. Sjálfur brá hann sér hins vegar í sólarferð til mexíkósku strandborgarinnar Cancún með konu sinni og dætrum,
19.02.2021 - 04:27
Milljónir enn án rafmagns í Texas
Milljónir manna voru enn án hita og rafmagns í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöld eða 2,7 milljónir manna. Ekki er búist við að ástandið skáni mikið fyrr en eftir helgi því spáð er áfram miklum kulda í ríkinu næstu daga.
18.02.2021 - 08:33
Síðdegisútvarpið
Milljónir án rafmagns og ástandið í Texas „skelfilegt“
Milljónir eru án rafmagns í suðurríkjum Bandaríkjanna og tuttugu og einn hefur látist í miklum frosthörkum. Guðbrandur Gísli Brandsson býr í Austin í Texas þar sem fjörutíu prósent heimila voru án rafmagns þegar verst lét. Hamfaraástandi hefur verið lýst yfir.
17.02.2021 - 17:05
Texas höfðar mál til að fá úrslitum hnekkt
Ríkissaksóknari Texas hefur höfðað mál fyrir hæstarétti Bandaríkjanna á hendur fjórum ríkjum til að freista þess að framlengja frest til að staðfesta úrslit forsetakosninganna 3. nóvember. Hann segir ríkin hafa farið á svig við reglur við framkvæmd kosninga þar.
Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27
Myndskeið
Dregur úr styrk Láru en áfram búist við hamförum
Nokkuð hefur dregið úr styrk fellibylsins Láru eftir að miðja hans fór inn yfir land í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í morgun. Þó er enn óttast að eyðileggingin verði mikil í Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 13:08
Fellibylurinn Lára kominn að landi
Fellibylurinn Lára er kominn að landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, skammt frá olíubænum Port Arthur. Mikil úrkoma fylgir fellibylnum og er búist við sjávarflóðum við strendur Louisiana og Texas.
27.08.2020 - 08:17
Gíslatöku á heimili í Texas lokið
Maður sem hélt nákomnum ættingjum sínum föngnum í Cedar Parks, útborg Austin í Texas, hefur látið alla gísla sinna lausa.
17.08.2020 - 14:32
Myndband
Óttast að spítalar í Texas verði yfirfullir
COVID-19 breiðist hratt út í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Þó eru margir sem skeyta engu um skyldu til að bera andlitsgrímur og um samskiptafjarlægð. Læknar hafa lýst yfir áhyggjum af því að spítalar í Texas verði yfirfullir ef fram heldur sem horfir. Leggja þurfti 8.000 manns inn á spítala í gær vegna farsóttarinnar.
06.07.2020 - 19:59
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13
Covid-19 herjar enn þungt á Bandaríkin
Nú hafa yfirvöld í Texas hægt á þeim skrefum sem taka átti við að koma efnahag ríkisins aftur af stað. Ástæðan er gríðarleg fjölgun kórónuveirutilfella þar og víða í Bandaríkjunum undanfarið.
26.06.2020 - 03:40
Metfjölgun smitaðra í fjölmennustu ríkjunum
Nærri 35 þúsund ný tilfelli kórónuveirunnar komu upp í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Fjöldi smitaðra jókst í 26 ríkjum, einkum í suður- og vesturríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum.
25.06.2020 - 02:24
Skaut tvo kirkjugesti til bana í beinni útsendingu
Maður nokkur skaut tvo menn til bana við morgunmessu í kirkju í úthverfi Fort Worth í Texas í gær, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af kirkjugesti. Allt gerðist þetta í beinni útsendingu á netinu, því guðsþjónustunni var streymt á samfélagsmiðlum.
30.12.2019 - 05:57
Yfir 60.000 flýja eldsvoða í efnaverksmiðju í Texas
Um 60.000 íbúar fjögurra bæja neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar tveggja öflugra sprenginga og mikils eldsvoða í efnaverksmiðju í austurhluta Texas. Verksmiðjan er í bænum Port Neches. Þar varð feiknarleg sprenging um klukkan eitt aðfaranótt miðvikudags að staðartíma og mikill eldur gaus upp í framhaldinu. Þrír starfsmenn verksmiðjunnar særðust í sprengingunni en enginn þeirra lífshættulega.
28.11.2019 - 01:38
Erlent · Norður Ameríka · - · Texas
Myndskeið
Sprenging í efnaverksmiðju í Texas
Að minnsta kosti tveir slösuðust þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í Port Neches í austurhluta Texas í morgun, en þá var klukkan eitt að nóttu að staðartíma.
27.11.2019 - 10:46
Glottandi Trump vekur reiði
Mynd sem Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna birti á Twitter af sér og Donald Trump forseta, þar sem þau brosa sínu breiðasta með barn sem varð munaðarlaust eftir skotárásina í El Paso, hefur vakið hörð viðbrögð.
09.08.2019 - 17:31
Trump fer til El Paso á morgun
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer á morgun til El Paso í Texas þar sem 22 voru myrtir og 27 særðir í skotárás á laugardag. Frá þessu greindi Dee Margo borgarstjóri El Paso.
06.08.2019 - 04:30
Mexíkó hótar lögsókn vegna skotárásar í Texas
Utanríkisráðherra Mexíkó segir forseta landsins hafa falið sér að tryggja hröð og ákveðin viðbrögð yfirvalda við skotárásinni í El Paso í Texas í gær. Í það minnsta þrír þeirra sem féllu og níu sem særðust voru mexíkóskir ríkisborgarar.
05.08.2019 - 03:55
Rannsaka skotárás sem hugsanlegan hatursglæp
Yfirvöld í Texas rannsaka skotárás í Walmart og verslunarmiðstöð í El Paso í Texas í gær sem hugsanlegan hatursglæp. Tuttugu féllu í árásinni, 26 særðust og einn er í haldi grunaður um verknaðinn.
04.08.2019 - 02:06
Árásarmaðurinn í haldi eftir skotárás í Texas
Að minnsta kosti 19 eru látnir og 40 særðir eftir skotárás í verslun Walmart og verslunarmiðstöð í El Paso í Texas í kvöld, að því er fram kemur á vef NBC. Einn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn.
03.08.2019 - 22:12
Sex fórust í flugslysi í Texas
Sex manns fórsut þegar lítil flugvél hrapaði í upphafi aðflugs að flugvellinum í Kerrville í Texas í gærmorgun. Einn flugmaður og fimm farþegar voru um borð. Kerrville flugvöllurinn er um 110 kílómetra norðvestur af San Antonio. Vélin lagði upp frá Houston fyrr um morguninn.
23.04.2019 - 06:21
Ástin, Texas – Guðrún Eva Mínervudóttir
„Það er eins og gluggi opnist og þú ferð inn í líf fólks, inn í huga þess, færð að vita margt um það og að fylgja því í gegnum ögurstundir lífs þess. Þú færð einhverja mynd af fólki sem ég vil að þú upplifir að sé af holdi og blóði, eins og þú hafir verið hluti af lífi þess, eða fengið að fylgjast með úr mjög góðu stúkusæti,“ segir Guðrún Eva Mínuervudóttir um smásagnasafnið Ástin, Texas, sem hlaut í dag Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, og sem er bók vikunnar á Rás1.
16.01.2019 - 16:15