Færslur: Tesla

Sögufræg sportbílsgerð væntanleg rafdrifin
Bílaframleiðendur leggja mikið kapp á þróun og framleiðslu rafdrifinna bíla en þrátt fyrir það er hlutfall nýskráðra slíkra farartækja enn lítið á heimsvísu. Innan skamms er væntanleg rafmagnsútgáfa af sögufrægri sportbílstegund.
Ekkert verður úr að Musk setjist í stjórn Twitter
Ekkert verður af því að milljarðamæringurinn Elon Musk setjist í stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter. Aðalforstjóri fyrirtækisins greindi frá þessu seint í gærkvöld aðeins viku eftir að tilkynnt var um að Musk hygðist koma að stjórn fyrirtækisins.
Bilun í smáforriti gerði rafbíla óvirka um stund
Allmargir eigendur rafmagnsbíla bandaríska framleiðandans Tesla víða um heim lentu í því að koma bílnum sínum ekki í gang. Forstjóri fyrirtækisins hafði persónulega samband við marga og hét því að vandinn endurtæki sig ekki.
20.11.2021 - 04:47
Tilraunaferðir tunglfars SpaceX hefjast á næsta ári
Auðkýfingurinn Elon Musk stofnandi Tesla bílaframleiðandans og eigandi SpaceX segir að fyrsta tilraunaferð Starship geimfars fyrirtækisins sem ætlað að flytja geimfara til tunglsins verði snemma á næsta ári.
18.11.2021 - 04:17
Seldi hlutabréf í Tesla fyrir 140 milljarða króna
Elon Musk, aðaleigandi og forstjóri Tesla-verksmiðjanna og einn ríkasti maður heims, seldi í gær hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 140 milljarða króna. Með þessu hyggst hann borga brot af þeirri fjárhæð sem hann skuldar skattinum. Standi hann við stóru orðin er þetta þó bara smáræði í samanburði við það sem koma skal.
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
Tesla hefur opnað hraðhleðslustöð á Akureyri
Við Norðurtorg á Akureyri hefur verið tekin í notkun Tesla-hraðhleðslustöð þar sem hægt er að hlaða allt að átta bíla í einu. Stöðvarnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir langferðir og breyti því miklu fyrir rafbílaeigendur á ferð um þjóðveginn.
16.10.2021 - 18:12
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05
Vilja innkalla Tesla-bíla í Bandaríkjunum
Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum vilja að Tesla innkalli um 158 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna öryggisgalla. Gallinn er í skjám í mælaborði bílanna. Hann veldur sambandsleysi við bakmyndavél og fleiri vandamálum. Gallann er að finna í Model S bílum Tesla sem framleiddir voru frá árinu 2012 til 2018 og Model X bílum framleiddum frá 2016 til 2018.
14.01.2021 - 04:55
Segir rafbílavæðingu tvöfalda raforkunotkun heimsins
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla segir að ef rafbílavæða eigi bílaflota heimsins tvöfaldist raforkunotkun á heimsvísu. Nauðsyn sé að auka raforkuframleiðslu með grænum aðferðum til að anna aukinni eftirspurn.
01.12.2020 - 23:55
„Gaman að sjá að Tesla hefur mikla trú á markaðnum hér“
Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Stöðin er tæp­lega 70% afl­meiri en aðrar hlöður sem settar hafa verið upp hér á landi. Um 900 Teslur eru nú á Íslandi.
28.10.2020 - 13:55
Tesla aftur í gang í trássi við yfirvöld
Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, tilkynnti á Twitter í gær að hann ætli að fara gegn skipunum heilbrigðisyfirvalda í norðanverðri Kaliforníu og hefja starfsemi að nýju í verksmiðjum fyrirtækisins. Hann kveðst sjálfur ætla að vera á framleiðslulínunni ásamt öðrum starfsmönnum. Ef yfirvöld ákveði að grípa inn í þá vilji hann að enginn annar en hann sjálfur verði handtekinn.
12.05.2020 - 05:49
Tré standa í vegi fyrir Tesla-verksmiðju í Þýskalandi
Dómstóll í Þýskalandi stöðvaði umfangsmikið skógarhögg skammt suðaustur af Berlín. Fella á mörg þúsund tré til þess að koma fyrir risastórri bílaverksmiðju fyrir Tesla.
17.02.2020 - 06:19
Viðtal
Rafmagnsbíll sem jarmar eins og geit
Eðlisfræðingurinn Elon Musk forstjóri Teslu sagði frá því á dögunum að ný hugbúnaðaruppfærsla væri væntanleg í bílana sem gerir fólki kleift að fá þá til að öskra eins og geitur og gefa frá sér hestahljóðið úr Monty Python þegar þeir bruna áfram.
09.10.2019 - 16:48
Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi níunda september. Elon Musk, stofnandi Tesla, staðfesti þetta á Twitter í kvöld.
31.08.2019 - 00:37
Tesla hækkar verð á lúxusbílum
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að hækka verðið á lúxusbílum sínum um um það bil þrjú prósent að jafnaði. Það er gert svo hægt sé að halda fleiri sölustöðum opnum fyrir rafbílana en upphaflega var áætlað.
11.03.2019 - 13:45
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Tesla stefnir Grimes og Azealiu Banks
Héraðsdómstíll í Norður-Kaliforníu hefur samþykkt stefnu á hendur tónlistarkonunum Grimes (Claire Boucher) og Azealiu Banks í tengslum við yfirstandandi lögsókn á hendur Elon Musk af hálfu hluthafa fyrirtækisins. Tónlistarkonunum hefur verið gert að varðveita gögn sem tengjast tístum frá Musk sem hluthafar Tesla telja hafa skaðað fyrirtækið.
18.01.2019 - 18:12
Musk ákærður fyrir villandi upplýsingar
Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ákærður af bandarískum yfirvöldum fyrir að afvegaleiða fjárfesta þegar hann opinberaði áætlanir um að gera Tesla að einkahlutafélagi. Musk neitar alfarið sök og segist alltaf hafa sannleikann, gegnsæi og fjárfesta að leiðarljósi í ákvarðanatökum sínum. Staðreyndir málsins eigi eftir að sýna að hann hafi aldrei gengið á bak þeirra orða.
28.09.2018 - 04:51
Sádar fjármagni stakkaskipti Tesla
Elon Musk, forstjóri bandaríska tæknirisans Tesla, greindi í dag frá áætlun sinni að taka Tesla af markaði. Fjárfestingarsjóður í eigu sádí-arabíska ríkisins kemur þar við sögu en Musk segist hafa átt í viðræðum við sjóðinn að undanförnu. Forstjórinn ýjaði fyrst að því á Twitter í síðustu viku að hann hyggðist taka fyrirtækið af markaði.
13.08.2018 - 23:47
Nýr Tesla lítur dagsins ljós á Twitter
Fyrstu ljósmyndir af nýjasta rafbíl fyrirtækisins Tesla litu dagsins ljós á Twitter síðu Elons Musks, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í dag. Verða bílarnir komnir í almennan akstur við lok mánaðar. Bíllinn, sem ber heitið Model 3, er mun ódýrari en fyrri Tesla-bílar og er grunnkostnaður bílsins um 35 þúsund Bandaríkjadalir eða 3,6 milljónir íslenskra króna. Er bíllinn sagður tilraun fyrirtækisins til að ná til stærri markaðar en áður.
09.07.2017 - 19:15