Færslur: Tesla

Tesla aftur í gang í trássi við yfirvöld
Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, tilkynnti á Twitter í gær að hann ætli að fara gegn skipunum heilbrigðisyfirvalda í norðanverðri Kaliforníu og hefja starfsemi að nýju í verksmiðjum fyrirtækisins. Hann kveðst sjálfur ætla að vera á framleiðslulínunni ásamt öðrum starfsmönnum. Ef yfirvöld ákveði að grípa inn í þá vilji hann að enginn annar en hann sjálfur verði handtekinn.
12.05.2020 - 05:49
Tré standa í vegi fyrir Tesla-verksmiðju í Þýskalandi
Dómstóll í Þýskalandi stöðvaði umfangsmikið skógarhögg skammt suðaustur af Berlín. Fella á mörg þúsund tré til þess að koma fyrir risastórri bílaverksmiðju fyrir Tesla.
17.02.2020 - 06:19
Viðtal
Rafmagnsbíll sem jarmar eins og geit
Eðlisfræðingurinn Elon Musk forstjóri Teslu sagði frá því á dögunum að ný hugbúnaðaruppfærsla væri væntanleg í bílana sem gerir fólki kleift að fá þá til að öskra eins og geitur og gefa frá sér hestahljóðið úr Monty Python þegar þeir bruna áfram.
09.10.2019 - 16:48
Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi níunda september. Elon Musk, stofnandi Tesla, staðfesti þetta á Twitter í kvöld.
31.08.2019 - 00:37
Tesla hækkar verð á lúxusbílum
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að hækka verðið á lúxusbílum sínum um um það bil þrjú prósent að jafnaði. Það er gert svo hægt sé að halda fleiri sölustöðum opnum fyrir rafbílana en upphaflega var áætlað.
11.03.2019 - 13:45
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Tesla stefnir Grimes og Azealiu Banks
Héraðsdómstíll í Norður-Kaliforníu hefur samþykkt stefnu á hendur tónlistarkonunum Grimes (Claire Boucher) og Azealiu Banks í tengslum við yfirstandandi lögsókn á hendur Elon Musk af hálfu hluthafa fyrirtækisins. Tónlistarkonunum hefur verið gert að varðveita gögn sem tengjast tístum frá Musk sem hluthafar Tesla telja hafa skaðað fyrirtækið.
18.01.2019 - 18:12
Musk ákærður fyrir villandi upplýsingar
Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ákærður af bandarískum yfirvöldum fyrir að afvegaleiða fjárfesta þegar hann opinberaði áætlanir um að gera Tesla að einkahlutafélagi. Musk neitar alfarið sök og segist alltaf hafa sannleikann, gegnsæi og fjárfesta að leiðarljósi í ákvarðanatökum sínum. Staðreyndir málsins eigi eftir að sýna að hann hafi aldrei gengið á bak þeirra orða.
28.09.2018 - 04:51
Sádar fjármagni stakkaskipti Tesla
Elon Musk, forstjóri bandaríska tæknirisans Tesla, greindi í dag frá áætlun sinni að taka Tesla af markaði. Fjárfestingarsjóður í eigu sádí-arabíska ríkisins kemur þar við sögu en Musk segist hafa átt í viðræðum við sjóðinn að undanförnu. Forstjórinn ýjaði fyrst að því á Twitter í síðustu viku að hann hyggðist taka fyrirtækið af markaði.
13.08.2018 - 23:47
Nýr Tesla lítur dagsins ljós á Twitter
Fyrstu ljósmyndir af nýjasta rafbíl fyrirtækisins Tesla litu dagsins ljós á Twitter síðu Elons Musks, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í dag. Verða bílarnir komnir í almennan akstur við lok mánaðar. Bíllinn, sem ber heitið Model 3, er mun ódýrari en fyrri Tesla-bílar og er grunnkostnaður bílsins um 35 þúsund Bandaríkjadalir eða 3,6 milljónir íslenskra króna. Er bíllinn sagður tilraun fyrirtækisins til að ná til stærri markaðar en áður.
09.07.2017 - 19:15