Færslur: Tennis

Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er í haldi ástralska yfirvalda þar til dómstólar taka mál hans um leyfi til áframhaldandi dvalar í landinu fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í dag.
Peng þvertekur nú fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi
Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai þvertekur nú fyrir að hafa sakað nokkurn mann um að hafa brotið kynferðislega á sér. Þetta kemur fram í dagblaðinu Lianhe Zaobao sem gefið er út á kínversku í Singapore.
20.12.2021 - 03:07
„Viljum öll vita hvort Peng sé heil á húfi“
Rússneski tennismeistarinn Daniil Medvedev segir að engum úr tennishreyfingunni líði vel með að keppa í Kína, á meðan vafi leikur á öryggi tenniskonunnar Peng Shuai. Hann sagði ákall þeirra vera að fá fullvissu um að Peng sé heil á húfi.
02.12.2021 - 22:24
Peng sást óvænt á tennismóti í Peking í morgun
Kinverska tennisstjarnan Peng Shuai birtist óvænt á tennismóti í Peking í morgun en ekkert hafði frést af henni síðan hún birti ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur fyrrverandi varaforseta Kína á samfélagsmiðlinum Webo.
21.11.2021 - 06:09
Krefjast svara um hvar Peng Shuai er niðurkomin
Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðirnar krefja Kínastjórn um sönnur fyrir því að tenniskonan Peng Shuai sé heil á húfi. Eins vilja þau fá staðfestingu á því hvar hún sé niðurkomin.
Sjónvarpsfrétt
Osaka óskar eftir upplýsingum um horfna tenniskonu
Enn hefur ekkert spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Yfirlýsing var send út í nafni tenniskonunnar í gær, en margir draga sannleiksgildi hennar í efa. Kollegar hennar á borð við Naomi Osaka, Serenu Williams og Novak Djokovic hafa óskað eftir upplýsingum um hvarfið.
18.11.2021 - 20:22
Nadal vann opna bandaríska í þriðja sinn
Spánverjinn Rafael Nadal vann skjótan og öruggan sigur á andstæðingi sínum í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í Tennis, sem lauk í New York í kvöld. Hann sigraði andstæðing sinn, hinn suður-afríska Kevin Anderson, í þremur settum; 6-3, 6-3 og 6-4. Var þetta þriðji sigur Nadals á opna bandaríska og sextándi sigur hans á risamóti, svokölluðu grand-slam-móti, á ferlinum.
11.09.2017 - 00:46