Færslur: Tengiltvinnbílar
Hraðahindrun eða ígjöf á leið til orkuskipta?
Tengiltvinnbílar hækkuðu um hálfa milljón um áramót þegar ívilnanir lækkuðu um helming. Að óbreyttu fellur ívilnunin alveg niður síðar á árinu. Skiptar skoðanir eru á því hvort þetta muni seinka orkuskiptum bílaflotans eða sé betri nýting á fé til að flýta fyrir rafvæðingunni.
28.01.2022 - 15:04
Um 35% fleiri nýskráðir bílar 2021 en 2020
Ríflega tólf þúsund nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í landinu frá áramótum og til jóla. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem fyrir lágu á jóladag fjölgaði nýskráningum milli áranna 2020 og 2021 um 35,5%.
02.01.2022 - 07:30
Tengiltvinnbílar hækka um tæpa milljón
Tengiltvinnbílar hækka í verði um áramót þegar virðisaukaskatts-ívilnanir falla niður. Fyrst hækka bílarnir um tæpa hálfa milljón en um tæpa eina milljón þegar skattaafsláttur verður alveg úr sögunni. Fyrrverandi formaður Bílgreinasambandsins telur það skref afturábak í orkuskiptum
01.01.2022 - 19:35
Stakkaskipti möguleg á breytingum skattaívilnunar
Útlit er fyrir að breyting sem gera átti á ívilnunum til kaupa á tengiltvinnbíl verði með öðru móti um komandi áramót en áður var fyrirhugað. Ívilnunin er í formi lækkaðs virðisaukaskatts og nemur í dag að hámarki 960 þúsund krónum.
09.12.2021 - 18:10
Nýskráðir bílar 1511 það sem af er árinu
Það sem af er árinu 2021 hafa nýskráningar bíla dregist saman um tæplega 21 prósent frá því á sama tíma og í fyrra. Hlutdeild nýorkubíla af einhverju tagi nálgast 70 af hundraði.
17.03.2021 - 13:44
Ísland framarlega í rafbílavæðingunni
Fjórði hver nýr fólksbíll skráður á Íslandi árið 2020 er hreinn rafbíll. Hlutdeild þeirra árið áður var 8%. Noregur er eina landið í heiminum þar sem hlutfallslega fleiri rafbílar eru skráðir en á Íslandi, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB.
08.03.2021 - 14:22
Hreinir rafbílar 23,2% nýskráðra það sem af er ári
Nýskráningar bifreiða á Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 en á sama fyrir ári voru skráðir 1.403 nýir bílar. Í janúar voru skráðir 579 nýir bílar og 554 í febrúar. Samdráttur í nýskráningum milli ára er því um 19,2%.
05.03.2021 - 12:40