Færslur: Tékkland

Kosningabandalag mið-hægri flokka vann í Tékklandi
Saman, kosningabandalag mið og hægri flokka í Tékklandi virðist vera sigurvegari þingkosninga í Tékklandi. Nær öll atkvæði hafa verið talin, eða 99,9 prósent. Saman-bandalagið er með 27,78 prósenta fylgi en ANO-hreyfing Andrej Babis með 27,14 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja kúvendingu sem hafi orðið á lokametrunum skýrast af því að atkvæði í stærri borga landsins voru talin síðust.
09.10.2021 - 15:30
Smit í ólympíuhópi Tékka
Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni tékkneska ólympíuliðisins við komuna til Tókíó í dag. Þetta staðfestir tékkneska ólympíunefndin við fréttastofu Reuters. Allir keppendur frá Tékklandi eru komnir á sinn stað í Ólympíuþorpinu og ekkert amar að þeim.
18.07.2021 - 02:48
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Mannskaðaveður í Tékklandi
Nokkur dóu og tugir slösuðust þegar mannskaðaveður gekk yfir suðaustanvert Tékkland í gær, fimmtudag, samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi. Skýstrókur skildi þar eftir sig slóð eyðileggingar og eirði engu sem fyrir varð. „Því miður getum við staðfest að fólk hefur látið lífið, en ég get ekki upplýst um nákvæman fjölda að svo stöddu,“ sagði Hedvika Kropackova, talskona neyðarþjónustu í héraðinu í samtali við tíðindamann AFP-fréttastofunnar.
25.06.2021 - 01:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Tékkland
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Tékkar kætast vegna opnunar bjórgarða og veitingahúsa
Tékkar tóku margir gleði sína í gær þegar slakað var á ýmsum takmörkunum í Tékklandi. Eftir að þar hafði nánast allt verið lokað sem loka mátti um fimm mánaða skeið vegna COVID-19 gat þessi þessi mikla ölþjóð loksins sest aftur að öli sínu innan um annað fólk, en þó aðeins utandyra.
18.05.2021 - 02:33
Rússland
Skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem fjandsamleg ríki
Rússnesk stjórnvöld skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem „fjandsamleg ríki,“ samkvæmt stjórnartilskipun, undirritaðri af forsætisráðherranum Mikhail Misjustin. Löndin tvö hafa verið færð á lista yfir ríki sem hafa orðið uppvís að „fjandsamlegum aðgerðum“ gegn Rússlandi, rússneskum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða félagasamtökum. Dimitri Peskov, upplýsingafulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, leggur áherslu á að Bandaríkin og Tékkland séu einu ríkin á listanum um þessar mundir.
15.05.2021 - 04:08
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Myndskeið
Látinna af völdum COVID-19 minnst í Tékklandi
Kirkjuklukkum var hringt í dag um allt Tékkland til að minnast þeirra sem hafa látist í COVID-19 plágunni. Í dag er einmitt eitt ár frá fyrsta andlátinu í Tékklandi af hennar völdum. Einnig var fólk beðið um að minnast hinna látnu með einnar mínútu þögn.
22.03.2021 - 14:18
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Nær 10 prósent Tékka hafa greinst með COVID-19
Nær einn af hverjum tíu íbúum Tékklands hefur greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19. Staðfest tilfelli eru nú orðin rétt ríflega ein milljón í landinu, þar sem tíu og hálf milljón manna búa.
04.02.2021 - 06:16
Póstkort frá Evrópu
Knúsfélagar í Belgíu og útgöngubann í Prag
Faraldurinn er enn í vexti í Evrópu og hafa mörg ríki gripið til hertra takmarkanna. Í Belgíu er mælt með svokölluðum knúsfélögunum og í Prag er útgöngubann eftir níu á kvöldin. Fréttastofa heyrði í nokkrum af þeim fjölda Íslendinga sem eru búsettir víða í álfunni
14.11.2020 - 19:50
Erlent · Evrópa · Innlent · COVID-19 · Danmörk · Belgía · England · Skotland · Svíþjóð · Tékkland
Tékkar herða aðgerðir gegn veirunni enn frekar
Stjórnvöld í Tékklandi hyggjast herða enn frekar ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ástandið er hvergi verra meðal ríkja Evrópusambandsins. Leiðtogafundur hefur verið boðaður til að ræða ástandið í álfunni.
21.10.2020 - 16:10
Myndskeið
Sjúkrahús í Tékklandi að nálgast þolmörk
Kórónuveirufaraldurinn er enn skæður í Evrópu og staðan er hvað verst í Tékklandi þar sem spítalar eru að verða yfirfullir. Mörg Evrópuríki heyja harða baráttu við aðra eða þriðju bylgju faraldursins. Smitin í álfunni eru komin yfir fimm milljónir og dauðsföllin eru rúmlega 202.000.
20.10.2020 - 22:06
Heilbrigðisráðherra Tékklands segir af sér
Adam Vojtech sagði í morgun af sér sem heilbrigðisráðherra Tékklands, í kjölfar gagnrýni sem hann og heilbrigðisyfirvöld hafa sætt vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi smita hefur farið ört vaxandi í landinu að undanförnu.
21.09.2020 - 15:13
Liechtenstein vill tífalda stærð sína og leitar til MDE
Stjórnvöld í Liechtenstein hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu með það fyrir augum að endurheimta landsvæði sem nú telst til Tékklands. Deilurnar hafa staðið yfir í áratugi.
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Ellefu fórust í eldsvoða af mannavöldum
Minnst ellefu létu lífið í eldsvoða sem rakinn er til íkveikju í fjölbýlishúsi í tékknesku borginni Bohumin í dag. Eldurinn logaði á efstu hæðum 13 hæða blokkar og fimm hinna látnu dóu þegar þau freistuðu þess að bjarga lífi sínu með því að stökkva út um glugga. Þrjú börn voru á meðal hinna látnu, að sögn lögreglu og slökkviliðs.
08.08.2020 - 23:56
Lestarslys í Tékklandi
Einn fórst og tugir slösuðust í árekstri tveggja járnbrautarlesta í Tékklandi í gærkvöld. Farþegalest og flutningalest skullu saman nærri bænum Cesky Brod rúmlega þrjátíu kílómetra austur af höfuðborginni Prag.
15.07.2020 - 08:04
Tveir létust í lestarslysi í Tékklandi
Tveir létust og um tuttugu slösuðust þegar járnbrautarlestir rákust á í grennd við Karlovy Vary í vesturhluta Tékklands í dag. Á myndum sem birtust á Twitter má sjá að eimreiðir beggja lesta eru illa farnar. Hvorug fór út af sporinu við áreksturinn. Nokkrir farþegar eru alvarlega slasaðir að sögn tékkneskra fjölmiðla. Tékkneskir og þýskir björgunarmenn hafa unnið að því í sameiningu að flytja hina slösuðu á sjúkrahús.
07.07.2020 - 16:14
Gengu á legsteinum gyðinga í miðborg Prag
Tugir útskorinna brota af legsteinum gyðinga fundust við endurbætur á helstu ferðamannaslóðum í Prag í Tékklandi í gær. Fundurinn staðfestir sögusagnir um að tékkneska kommúnistastjórnin hafi á sínum tíma sótt byggingaefni í bænahús gyðinga og grafreiti. 
06.05.2020 - 07:01
Skotárás á sjúkrahúsi í Tékklandi
Sex eru látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í borginni Ostrava í Tékklandi í morgun. Tveir særðust alvarlega.
10.12.2019 - 08:14
Myndskeið
Mótmæla þrjátíu árum eftir flauelsbyltinguna
Hið minnsta tvö hundruð þúsund tóku þátt í mótmælum í Prag í Tékklandi í dag. Mótmælin beinast gegn forsætisráðherra landsins en eru haldin þrjátíu árum eftir að flauelsbyltingin hófst.
16.11.2019 - 17:48