Færslur: Tékkland

Tékkar taka sæti Rússa í Mannréttindaráði SÞ
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í gær Tékkland til að taka sæti Rússlands í Mannréttindaráði samtakanna, en Rússar voru reknir úr ráðinu í apríl vegna innrásar þeirra í Úkraínu og grimmdarverka sem sannað þykir að rússneski herinn hafi gert sig sekan um þar í landi.
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Vill að NATO sendi friðargæslusveitir til Úkraínu
Pólsk yfirvöld kalla eftir því að NATO sendi friðargæslu- og hjálparleiðangur til Úkraínu, „varinn af vopnuðu liði“ á vegum bandalagsins. „Þetta getur ekki verið óvopnaður leiðangur,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Jaroslav Kaczynski, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, eftir heimsókn hans til Kænugarðs á þriðjudag. „Honum er ætlað að veita mannúðaraðstoð og stuðla að friði.“
Fjölmenn mótmæli víðsvegar um veröldina
Hundruð þúsunda þyrptust út á götur borga heimsins í dag til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Fólk vafði sig úkraínska fánanum og bar spjöld með áletrunum á borð við „Rússar farið heim“ og „Enga þriðju heimsstyrjöld“.
Eystrasaltsríkin og Tékkland senda vopn til Úkraínu
Eystrasaltslöndin þrjú hyggjast senda sprengjur og eldflaugar til Úkraínu og Tékkar áforma að gera það líka. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Í frétt Reuters kemur fram að bandaríska innanríkisráðuneytið hafi gefið grænt ljós á að yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sendi bandarískar eldflaugar, sprengikúlur og fleiri vopn til Úkraínu, til að styrkja varnir landsins.
22.01.2022 - 04:22
Sendiherra kallaður heim í deilu Pólverja og Tékka
Pólska ríkisstjórnin hefur kallað nýskipaðan sendiherra sinn í Tékklandi heim frá Prag vegna gagnrýninna ummæla hans um framgöngu pólskra stjórnvalda í deilu þeirra við Tékka um mikla kolanámu við landamæri ríkjanna.
Tékkar herða reglur um skimun
Stjórnvöld í Tékklandi ætla að skikka allt fólk á vinnumarkaði til að fara tvisvar í viku í COVID-19 próf meðan omíkron-afbrigði kórónuveirunnar geisar í landinu. Tíminn sem fólk þarf að vera í einangrun eða sóttkví vegna smita verður styttur í fimm daga.
05.01.2022 - 17:27
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Setti nýjan forsætisráðherra í embætti úr glerbúri
Petr Fiala var settur í embætti forsætisráðherra Tékklands í dag af forseta landsins, Milos Zeman. Athöfnin var nokkuð óhefðbundin, því Zeman er með COVID-19 og þurfti því að grípa til ráðstafana til þess að aðrir á forsetaskrifstofunni ættu ekki á hættu að smitast af honum.
28.11.2021 - 11:53
Forseti Tékklands með COVID-19
Milos Zeman forseti Tékklands var lagður inn á sjúkrahús að nýju örfáum klukkustundum eftir að hann var útskrifaður þaðan í dag. Kórónuveirufaraldurinn er í örum vexti í landinu.
26.11.2021 - 00:53
Stjórnarskipti í Tékklandi
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur sagt af sér embætti í kjölfar kosningaósigurs í síðasta mánuði. Hann afhenti forseta landsins afsagnarbréf sitt í morgun.
11.11.2021 - 11:57
Kosningabandalag mið-hægri flokka vann í Tékklandi
Saman, kosningabandalag mið og hægri flokka í Tékklandi virðist vera sigurvegari þingkosninga í Tékklandi. Nær öll atkvæði hafa verið talin, eða 99,9 prósent. Saman-bandalagið er með 27,78 prósenta fylgi en ANO-hreyfing Andrej Babis með 27,14 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja kúvendingu sem hafi orðið á lokametrunum skýrast af því að atkvæði í stærri borga landsins voru talin síðust.
09.10.2021 - 15:30
Smit í ólympíuhópi Tékka
Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni tékkneska ólympíuliðisins við komuna til Tókíó í dag. Þetta staðfestir tékkneska ólympíunefndin við fréttastofu Reuters. Allir keppendur frá Tékklandi eru komnir á sinn stað í Ólympíuþorpinu og ekkert amar að þeim.
18.07.2021 - 02:48
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Mannskaðaveður í Tékklandi
Nokkur dóu og tugir slösuðust þegar mannskaðaveður gekk yfir suðaustanvert Tékkland í gær, fimmtudag, samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi. Skýstrókur skildi þar eftir sig slóð eyðileggingar og eirði engu sem fyrir varð. „Því miður getum við staðfest að fólk hefur látið lífið, en ég get ekki upplýst um nákvæman fjölda að svo stöddu,“ sagði Hedvika Kropackova, talskona neyðarþjónustu í héraðinu í samtali við tíðindamann AFP-fréttastofunnar.
25.06.2021 - 01:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Tékkland
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Tékkar kætast vegna opnunar bjórgarða og veitingahúsa
Tékkar tóku margir gleði sína í gær þegar slakað var á ýmsum takmörkunum í Tékklandi. Eftir að þar hafði nánast allt verið lokað sem loka mátti um fimm mánaða skeið vegna COVID-19 gat þessi þessi mikla ölþjóð loksins sest aftur að öli sínu innan um annað fólk, en þó aðeins utandyra.
18.05.2021 - 02:33
Rússland
Skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem fjandsamleg ríki
Rússnesk stjórnvöld skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem „fjandsamleg ríki,“ samkvæmt stjórnartilskipun, undirritaðri af forsætisráðherranum Mikhail Misjustin. Löndin tvö hafa verið færð á lista yfir ríki sem hafa orðið uppvís að „fjandsamlegum aðgerðum“ gegn Rússlandi, rússneskum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða félagasamtökum. Dimitri Peskov, upplýsingafulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, leggur áherslu á að Bandaríkin og Tékkland séu einu ríkin á listanum um þessar mundir.
15.05.2021 - 04:08
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Myndskeið
Látinna af völdum COVID-19 minnst í Tékklandi
Kirkjuklukkum var hringt í dag um allt Tékkland til að minnast þeirra sem hafa látist í COVID-19 plágunni. Í dag er einmitt eitt ár frá fyrsta andlátinu í Tékklandi af hennar völdum. Einnig var fólk beðið um að minnast hinna látnu með einnar mínútu þögn.
22.03.2021 - 14:18
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland