Færslur: Tekjur

Aukinn kaupmáttur og lægri tekjuskattbyrði
Heildartekjur allra tekjuhópa hefur hækkað síðustu árin og kaupmáttur aukist, samkvæmt greiningu fjármálaráðuneytisins. Allir tekjuhópar greiða nú minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þau allra tekjuhæstu.
23.06.2022 - 12:18
Hlutfallsleg fátækt í ríkjum OECD minnst á Íslandi
Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD en hér á landi, samkvæmt tölum sem stofnunin birti í gær í tilefni alþjóðlegs dags sem tileinkaður er baráttunni gegn fátækt í heiminum.
19.10.2021 - 06:19
Efnahagsmál · Erlent · Innlent · Stjórnmál · Tekjur · Fátækt · OECD
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
Örskýring
Hvaðan koma eiginlega þessi tekjublöð?
Umfjöllun um tekjur Íslendinga hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar fer fremst í flokki hið rótgróna tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem tekjur 4.000 Íslendinga árið 2020 eru birtar. Í blaðinu er fólk flokkað eftir starfstitlum og þar má meðal annars finna forstjóra, hjúkrunarfræðinga og áhrifavalda.
20.08.2021 - 13:42
Ódýrara fyrir samfélagið að draga úr ójöfnuði
Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum embættis Landlæknis. Menntun og fjárhagsleg afkoma hefur þar mikil áhrif en stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda.
BHM: Virði háskólamenntunar einna minnst á Íslandi
Fjárhagsvirði háskólamenntunar er einna minnst á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta er mat aðalfundar Bandalags háskólamanna sem brýnir stjórnvöld til að huga að áhrifum skattkerfisbreytinga á mun ráðstöfunartekna eftir menntastigi.
Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur dregist saman
Á síðustu tuttugu árum hafa atvinnutekjur þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun hækkað mest, og þeirra sem hafa háskólamenntun hækkað minnst. Þannig hefur dregið töluvert úr tekjumun eftir menntunarstigi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
07.04.2021 - 15:09
Háskólamenntaðar konur jafntekjuháar ómenntuðum körlum
Konur í sambúð með meistaragráðu (MSc) hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun (BSc). Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla, og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýuppfærðri tekjusögu stjórnvalda, en gögnin eiga við skattárið 2018.
18.02.2021 - 09:32