Færslur: Tekjufallsstyrkir

Alls 734 milljónir greiddar í viðspyrnustyrki
Hátt í 600 umsóknir um viðspyrnustyrki bárust á fyrstu tveimur vikunum eftir að Skatturinn opnaði fyrir þær. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að undanfarna mánuði hafi tugir milljarða króna verið greiddir í stuðning gegnum úrræði ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Um 360 milljónir í tekjufallsstyrki til listamanna
Listamenn og menningarfyrirtæki hafa þegar fengið tæpar 360 milljónir króna í tekjufallsstyrki frá því útgreiðsla þeirra hófst í janúar. Nýjustu tölu sýna að 126 hafi nýtt sér úrræðið, flest eru sjálfstætt starfandi listamenn eða fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn.
Um 1.400 hafa fengið 8 milljarða í tekjufallsstyrki
Um 1.400 fyrirtæki hafa nú fengið hátt í átta milljarða greidda í tekjufallsstyrki vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli, geta sótt um slíka styrki.
Bjarni: Vonbrigði að það hafi tafist að afgreiða styrki
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það séu vonbrigði að tafir hafi orðið á afgreiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja en fullyrðir að allur kraftur sem hægt sé að setja í þau mál hafi verið settur í verkefnið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði ráðherra á Alþingi í dag út í seinaganginn, sem hann sagði farinn að stórskaða rekstur og fyrirtæki.
02.02.2021 - 17:58
Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.
14.01.2021 - 18:14
„Það er nóg óvissa og óþarfi að búa til kvíða“
Einyrkjar á hársnyrtistofum eru orðnir langeygir eftir tekjufallsstyrkjum. Skatturinn ætlaði að opna fyrir umsóknir um styrkina í síðustu viku en ýmsar flækjur komu í veg fyrir það. Formaður Félags hársnyrtisveina gagnrýnir skattinn fyrir seinagang. Skattstjóri telur ólíklegt að styrkirnir verði greiddir út fyrir jól, kerfi sem útdeilir hundruðum milljóna þurfi að vera vandað.