Færslur: Teiknimyndasögur

Kápumynd Veldisprota Ottókars gæti selst dýrt
Búist er við að kápumynd bókarinnar Veldissproti Ottókars konungs geti selst fyrir allt að 350 þúsund evrur eða jafnvirði 55 milljóna króna á uppboði í París á laugardag.
24.06.2020 - 07:16
Ekkert er manga óviðkomandi
Teiknimyndasögur eru stór hluti af japanskri menningu og spanna fjörutíu prósent útgefinna bóka í Japan segir lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands. Hátíð helguð manga verður haldin dagana 16.-17. ágúst í Reykjavík.
15.08.2018 - 17:20
Steve Ditko, annar skapara Spider-Man, látinn
Listamaðurinn og myndasöguhöfundurinn Steve Ditko sem skapaði frægar persónur á borð við Köngulóarmanninn og Doktor Strange er látinn 90 ára að aldri.
07.07.2018 - 01:10
Súperman áttræður
Hin sívinsæla ofurhetja Súperman fagnar áttræðisafmæli um þessar mundir. Fyrsta sagan um Kal-El, sem var í barnæsku sendur burt frá heimaplánetu sinni Krypton, birtist í fyrsta tölublaði teiknimyndablaðsins Action Comics í júní 1938.
01.06.2018 - 10:51
Árituð Ástríksteikning seld á tugi milljóna
Teikning af Gaulverjanum Ástríki Gallvaska, árituð af höfundum sagnanna, var seld fyrir yfir 1,4 milljónir evra á uppboði í vikunni, jafnvirði rúmlega 170 milljóna króna. Verðið er sjöfalt hærra en uppboðshaldarar bjuggust við að fá fyrir teikninguna.
14.10.2017 - 01:14
Svarti pardusinn á hvíta tjaldið
Svarti pardusinn, sem á ensku kallast Black panther, er fyrsta svarta ofurhetjan sem nýtur almennrar hylli. Stórmynd um pardusinn er væntanleg á hvíta tjaldinu í febrúar á næsta ári.
11.04.2017 - 16:30