Færslur: Teigsskógur

Íslensk stjórnvöld brutu gegn alþjóðasáttmála
Íslensk stjórnvöld fóru gegn alþjóðasamningi um verndun tegunda og búsvæða með vegaframkvæmdum um Teigsskóg og þverun fjarða. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna Fuglaverndar, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.
26.12.2021 - 12:25
Áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2024
Gangi allt að óskum verður hægt að aka til og frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi árið 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endann á verkefninu. 
24.07.2021 - 12:35
Athuga hvort fornleifar leynist í Teigsskógi
Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um að þar leynist fornleifar.
Vonar að verkið gangi hratt fyrir sig héðan af
Reykhólahreppur og Vegagerðin fagna niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að vísa frá og hafna tveimur kærum á framkvæmdaleyfi fyrir nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit. Landvernd skoðar nú næstu skref.
02.10.2020 - 12:31
Framkvæmdaleyfi Teigsskógar stendur - „brýn nauðsyn“
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun sveitastjórnar Reykhólahrepps um að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Vestfjarðarvegi um Teigsskóg sem er milli Bjarkarlundar og Skálaness. Úrskurðarnefndin segir sveitastjórnina hafa fært ásættanleg rök fyrir því að þeir samfélagslegu hagsmunir sem hafi í för með sér aukið umferðaröryggi vegfarenda feli í sér brýna nauðsyn. Þetta séu almannahagsmunir og fjölmargir aðrir kostir verið skoðaðir áður en ákvörðun var tekin.
01.10.2020 - 17:54
Fyrsti hluti nýs Vestfjarðavegar boðinn út
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Vestfjarðavegar í Gufufirði. Það eru 6,6 kílómetra vegarkafli frá Gufudalsá að Skálanesi. Einungis um 1,2 kílómetrar verða þó hluti af Vestfjarðavegi í framtíðinni.
14.07.2020 - 16:35
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Kærur vegna vegar um Teigsskóg komu ekki á óvart
G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar, segir kærur vegna framkvæmdaleyfa Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg ekki hafa komið á óvart. Ásakanir í þeim varðandi Vegagerðina séu ósannar.
07.05.2020 - 14:05
Myndskeið
Tvær kærur vegna framkvæmdaleyfis fyrir Þ-H leið
Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur á borði sínu tvær kærur til Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg. Báðar kærurnar snúast um að Vegagerðin hafi þvingað valið á leiðinni upp á sveitarstjórnina.
05.05.2020 - 09:14
Ingimar hættir sem oddviti út af vali á Þ-H leið
„Það er fyrst og fremst þetta vegamál sem hefur verið allsráðandi í pólítíkinni hérna, og ég svo sem er ekki sammála meirihluta sveitarstjórnar, þannig að ég get ekki hugsað mér að leiða sveitarstjórn sem ég er ekki sammála,“ segir Ingimar Ingimarsson sem óskaði eftir því á fundi Reykhólahrepps á þriðjudag að hætta. Árný Huld Haraldsdóttir var kosin oddviti á sama fundi.
27.02.2020 - 10:21
Fá framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið en búast við kæru
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið um Teigsskóg í Gufudalssveit. Samningar hafa ekki nást við alla landeigendur og líklegt er að framkvæmdaleyfið verði kært.
26.02.2020 - 12:02
Hafna Þ-H leið um Teigskóg
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, og Karl Kristjánsson, sem situr í sveitarstjórn, mynduðu meirihluta í skipulagsnefnd hreppsins og höfnuðu Þ-H leið Vestfjarðavegar sem felur í sér lagningu vegs um Teigsskógs. Þeir leggja R leiðina til, þar sem vegur er lagður um Reykhóla og þverar Þorskafjörð. Greidd verða atkvæði um skipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir Þ-H leið á sveitarstjórnarfundi á þriðjudag.
Skipulagstillaga með vegi um Teigsskóg auglýst
Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsti fyrir helgi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins eru forsenda þess að sveitarfélagið getur veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir umdeildri vegagerð um Teigsskóg.
25.06.2019 - 12:23
Töf á aðalskipulagsbreytingum í Reykhólahreppi
Stefnt er að því að sveitarstjórn Reykhólahrepps afgreiði tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Vestfjarðavegar til auglýsingar fyrir miðjan mánuðinn. Málið hefur tafist meira en áætlað var en fjórir mánuðir eru síðan sveitarstjórn samþykkti að hafa leið Þ-H um Teigsskóg í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
03.06.2019 - 15:12
Skýra þurfi áhrif vegar um Teigsskóg
Skipulagsstofnun telur að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi ekki gert skýra grein fyrir brýnni nauðsyn þess að leggja Vestfjarðaveg um svæði sem njóta sérstakrar verndar þegar ákvörðun um leiðarval í Gufudalssveit var tekin. Skipulagsstofnun kallar eftir því að gerð sé grein fyrir áhrifum vegarins á þessi svæði en sveitarstjórn tekur nú tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar áður en skipulagsbreytingin verður auglýst.
18.03.2019 - 10:30
Viðtal
Allir möguleikarnir umdeildir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, er sáttur við niðurstöðu sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Hann segir að leiðin hefði alltaf verið umdeild, sama hver hefði verið valin.
22.01.2019 - 23:55
Myndband
Töldu sig ekki eiga annan kost en Þ-H leið
„Á fundum sem ég hef sótt með Vegagerð ríkisins og samgönguráðherra mátti skilja að búið sé að ákveða skipulagið fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps. [...] ein leið sé í boði og verði hún ekki farin verði engin leið farin og fjármagnið verði flutt í önnur verkefni,“ segir Árný Huld Haraldsdóttir í bókun sinni á sveitarstjórnarfundi Reykhólahrepps í dag. Hún lagði til á fundinum að Þ-H leiðin verði valin fyrir Vestfjarðaveg og var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
22.01.2019 - 17:54
Samþykkt að fara Þ-H leið um Teigsskóg
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í dag með þremur atkvæðum gegn tveimur að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir leið Þ-H um Teigsskóg.
22.01.2019 - 14:43
Ákvörðun um Vestfjarðaveg frestað
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í dag að fresta ákvörðun um leið Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í aðalskipulagi sveitarfélagsins til þriðjudagsins 22. janúar.
16.01.2019 - 16:51
Kosningu um Teigsskóg líklegast frestað
Oddviti Reykhólahrepps telur líklegt að kosningu í sveitarstjórn Reykhólahrepps um leiðarval á Vestfjarðarvegi verði frestað en sveitarstjórnin átti að ákveða leið í dag. Funda þurfi fyrst með ráðherra áður en ákvörðun er tekin.
16.01.2019 - 09:48
Fjöldi íbúa mótmælir leið R um Gufudalssveit
Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti með 95 nöfnum þar sem því er mótmælt að svokölluð leið R fyrir Vestfjarðaveg um Gufudalssveit verði valin fyrir aðalskipulag sveitarfélagsins.
14.01.2019 - 11:31
R-leið samþykkt í skipulagsnefnd
Meirihluti í skipulagsnefnd Reykhólahrepps samþykkti í vikunni tillögu til sveitarstjórnar um að R-leið á Vestfjarðavegi verði sett sett inn sem aðalskipulagstillaga og tillaga Eiríks Kristjánssonar felld um að Reykhólahreppur fari Þ-H leiðina. Þetta kemur fram í Bæjarins besta.
13.01.2019 - 09:16
Óheimilt að fara gegn tillögu Vegagerðarinnar
Sveitarstjórn Reykhólahrepps er óheimilt að fara gegn tillögu Vegagerðarinnar að leiðarvali Vestfjarðavegs um Gufudalssveit, leiði það til minna umferðaröryggis. Samkvæmt óháðu mati á umferðaröryggi er tillaga að leið um Reykhóla með brú yfir Þorskafjörð óöruggari en um Teigsskóg.
10.01.2019 - 20:10
Húsfyllir á fundi um Vestfjarðaveg
Húsfyllir var á fundi Vegagerðarinnar á Reykhólum síðdegis í dag um vegagerð um Gufudalssveit. Vegagerðin telur að svokölluð Þ-H leið um Teigsskóg sé vænlegasti kosturinn. Niðurstaða valkostagreiningar fyrir Reykhólahrepp var aftur á móti sú að svokölluð R-leið um Reykhóla og brú yfir Þorskafjörð væri besti kosturinn.
09.01.2019 - 19:50
Hópast á íbúafund Vegagerðar um Vestfjarðaveg
Þetta stendur okkur nærri, þetta plagar okkur og heftir, segir sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Hún segir að skipulagsvaldi Reykhólahrepps fyrir leiðarval vegarins fylgi ábyrgð og vill að sveitarstjórninn horfi til sjónarmiða annarra sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum og hefur hvatt fólk til hópferðar á íbúafund Vegagerðarinnar á Reykhólum í dag.
09.01.2019 - 13:03

Mest lesið