Færslur: Talsímakerfi

Stafræn tækni leysir af hólmi gamla talsímakerfið
Á morgun hrindir Síminn af stað fyrsta áfanga í því að loka rásaskiptu talsímakerfi hér á landi. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, segir í samtali við fréttastofu að talsímakerfið hafi nú þegar að nánast öllu leyti vikið fyrir nýrri tækni sem byggist á háhraða stafrænum línum. Síminn stefnir að því að leggja niður gamla talsímakerfið að fullu fyrir lok næsta árs.