Færslur: Tálknafjörður

Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Krefjast stjórnsýsluúttektar á eftirliti MAST
Landssamband veiðifélaga hefur óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gerð verði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Sambandið sendi ráðherranum bréf þess efnis í dag og vísaði sérstaklega til hlutverks Matvælastofnunar.
20.02.2018 - 16:18
„Mamma, ætlum við að búa hér?“
„Alltaf þegar ég vaknaði á morgnana og dró gardínurnar frá herbergisglugganum þá sá ég bara fjöllin þannig að ég dró aftur fyrir og fór að gráta. Ég sagði mömmu að ég vildi fara aftur heim, að ég vildi ekki búa hérna.“ Svona lýsir Carla Sofia fyrstu dögum sínum á Tálknafirði. Hún var 19 ára, ein með ungt barn og foreldrar hennar komnir til Íslands þannig að mamma hennar sótti hana til Portúgal.
16.10.2017 - 11:25
„Þessi þorp eru ekkert að fara að drepast“
„Það vantar þrjá árganga í leikskólann og ekki vitað til þess að nein sé ólétt. Hvernig fer þá með skólann? Það er það sem maður hefur áhyggjur af, það vantar aðeins unga fólkið.“ Þetta segir Jón Ingi, sem dvelur á Tálknafirði á sumrin, tekur þátt í strandveiðunum. Það er mikil uppbygging í tengslum við fiskeldi en húsnæðisskortur hamlar fólksfjölgun. Það hafa verið sviptingar í atvinnulífinu í gegnum tiðina en Jón Ingi bindur vonir við fiskeldið, samgönguúrbætur og ferðaþjónustu.
10.10.2017 - 11:06
„Fjörðurinn heldur bara einhvern veginn“
„Það er mjög þægilegt stundum að fara til Reykjavíkur og þurfa ekki að segja góðan daginn við hvern einasta sem maður hittir. En ég hef reynt að búa mörgum sinnum í bænum og ég verð bara að sætta mig við það að ég er dreifbýlistútta, því ég þarf bara oft að spjalla við fólk, um góða veðrið og svona, þú gerir það ekkert í Reykjavík.“
29.09.2017 - 19:55