Færslur: Taívan

Kólumbía og Taívan aðstoða við rannsókn forsetamorðs
Kólumbísk yfirvöld aðstoða við rannsókn á morði Haítí-forseta og ellefu úr 28 manna hópi grunaðra tilræðismannavoru handteknir á lóð sendiráðs Taívans í Port-au-Prince. Þetta kemur fram í fréttum frá Haítí í nótt. 26 Kólumbíumenn voru í 28 manna hópi sem talið er víst að hafi staðið að morðinu á Jovenel Mais, forseta Haítí, aðfaranótt miðvikudags.
Vörubílstjóri ákærður vegna lestarslyss
Lee Yi-hsiang, 49 ára vörubílstjóri frá Taívan, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mannskæðasta lestarslyss þar í landi í áratugi.
16.04.2021 - 15:15
Erlent · Asía · Taívan · lestarslys
Ákæra byggingaverkstjóra vegna mannskæðs lestarslyss
Saksóknari í Hualien-héraði á Taívan hefur farið fram á handtöku verkstjóra á byggingarsvæði við lestargöng, þar sem yfir fimmtíu manns fórust þegar vörubíll rann í veg fyrir lestina í gær, rétt í þann mund sem lestin ók inn í göngin.
03.04.2021 - 01:53
Erlent · Asía · Taívan
Tugir létu lífið í lestarslysi á Taívan
Tugir fórust og enn fleiri slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu á Taívan í morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum viðbragðsaðlia á vettvangi hefur 41 farþegi verið úrskurðaður látinn og minnst 72 enn innilokaðir í lestinni. 66 farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús en ekkert hefur verið gefið upp um líðan þeirra.
02.04.2021 - 05:14
Erlent · Asía · Taívan
Kínverski flugherinn sýnir klærnar yfir Taívan
Varnarmálaráðuneytið í Taívan segir tuttugu kínverskar herþotur hafa flogið inn í lofthelgi Taívans í gær. Taívan sendi eigin herþotur á loft til þess að bægja þeim kínversku frá. Þetta er mesti ágangur kínverska hersins síðan taívanska varnarmálaráðuneytið byrjaði að gefa daglega skýrslu um veru kínverska flughersins í lofthelgi þeirra.
27.03.2021 - 04:51
Erlent · Asía · Kína · Taívan
Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.
Fjölmargar kínverskar herþotur í taívanskri lofthelgi
Varnarmálaráðuneyti Taívans segir kínverska flugherinn hafa sent stórar sveitir herþotna langt inn í taívanska lofthelgi tvo daga í röð. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er fullyrt að átta kínverskar sprengjuþotur sem hannaðar eru til að bera kjarnavopn, fjórar orrustuþotur og ein kafbátaleitarvél hafi flogið inn í lofthelgina á laugardag. Á sunnudag voru það svo tólf kínverskar orrustuþotur, tvær kafbátaleitarvélar og ein njósnavél sem rufu lofthelgina.
25.01.2021 - 03:49
Andófsfólk frá Hong Kong dæmt til fangavistar og sektar
Kínverskur dómstóll í Shenzen-héraði dæmdi í morgun tíu manns til allt að þriggja ára fangelsisvistar og fjársektar fyrir tilraun til að flýja Hong Kong síðastliðið sumar.
30.12.2020 - 04:44
Innyfli svína flugu um þingsal á Taívan
Innyfli svína flugu um þingsal á Taívan í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang mótmæltu ákvörðun stjórnarinnar í Taipei að slaka á takmörkunum um innflutning á svínakjöti frá Bandaríkjunum. 
27.11.2020 - 10:21
Kínverjar refsa bandarískum fyrirtækjum
Kínverjar ætla að beita nokkur bandarísk fyrirtæki refsiaðgerðum fyrir að hafa selt hergögn fyrir 1,8 milljarða dollara til Taívans. Þeirra á meðal er Lockheed Martin, sem er hluti af Boeing samsteypunni. Ráðamenn í alþýðulýðveldinu líta á eyjuna sem hluta Kína.
26.10.2020 - 10:29
Myndskeið
Flugdreki hreif þriggja ára stúlku á loft
Þriggja ára stúlka slapp án líkamlegra meiðsla eftir að flugdreki hreif hana á loft á flugdrekahátíð í sjávarþorpinu Nanliao í Taívan í gær. Langur hali flugdrekans flæktist í stúlkunni, og sveiflaði henni svo um loftið án þess að nokkur gæti komið henni til bjargar. Hópur fólks náði loks til hennar og losaði hana úr flækjunni. Stúlkan er sögð hafa orðið verulega skelkuð, en ómeidd. Rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu hér að ofan.
31.08.2020 - 00:34
Erlent · Asía · Taívan
Tsai Ing-ven endurkjörin forseti Taívans
Forseti Taívans, Tsai Ing-ven, var endurkjörin með 57,1 prósenti atkvæða fyrr í dag. Helsti keppinautur Tsai var Han Kuo-yu, en hann hlaut 38,6 prósent atkvæða í kosningunum. Þriðji frambjóðandinn, James Soong, fékk 4,3 prósent. Um 19 milljónir eru á kjörskrá í Taívan.
11.01.2020 - 17:49
Erlent · Asía · Taívan · Kína · Stjórnmál
Kosið á Taívan í dag
Kjósendur á Taívan streyma nú á kjörstað hver af öðrum til að kjósa sér forseta og þingmenn. Tsai Ing-ven, Taívansforseti, sækist eftir endurkjöri. Hún vill halda í horfinu og litlu breyta, einkum varðandi samskiptin við Kínverska alþýðulýðveldið, sem er það sem helst hefur verið tekist á um í kosningabaráttunni. Skæðasti keppinautur hennar er Han Kuo-yu, sem leggur áherslu á að bæta samskiptin við Kína.
11.01.2020 - 06:21
Erlent · Asía · Stjórnmál · Taívan · Kína
Herforingjar fórust í þyrluslysi
Átta herforingjar fórust í þyrluslysi á Taívan í morgun, þeirra á meðal Shen Yi-ming, formaður herráðsins á Taívan. Fimm komust lífs af.
02.01.2020 - 09:59
Erlent · Asía · Taívan
Nokkurra saknað eftir að brú hrundi í Taívan
Minnst fjórtán eru slasaðir eftir að brú hrundi ofan á fiskiskip í norðausturhluta Taívans í morgun. Olíuflutningabíll á leið yfir brúnna féll ofan í vatnið.
01.10.2019 - 06:12
Erlent · Asía · Taívan
Kínverjar reiðir yfir stuttermabolum
Lúxusvöruframleiðendurnir Versace, Coach og Givenchy hafa beðist afsökunar á stuttermabolum með áletrun sem gaf til kynna að borgirnar Hong Kong og Makaó væru sjálfstæð ríki. Kínverjar eru afar ósáttir við bolina og margir þeirra segjast aldrei ætla að versla við fyrirtækin.
12.08.2019 - 10:28
Erlent · Asía · Hátíska · Kína · Hong Kong · Taívan · RÚV núll
Yfir milljón manns flýr fellibylinn Lekima
Ríflega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín á austurströnd Kína vegna fellibylsins Lekima, sem tók þar land um það bil sem elda tók af af degi. Rafmagn fór af tugþúsundum heimila, þúsundir trjáa rifnuðu upp með rótum og samgöngur eru allar úr skorðum. Meðalvindhraðinn var um 52 metrar á sekúndu þegar bylurinn kom að landi við borgina Wenling.
10.08.2019 - 05:44
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Taívan · fellibylur
Fellibylur herjar á Taívan og stefnir á Kína
Kínverjar búa sig undir komu fellibylsins Lekima, sem hamast nú á norðanverðu Taívan og hefur þegar valdið þar nokkru tjóni, enda meðalvindhraðinn um 53 metrar á sekúndu og úrhellið gríðarlegt. Lekima mjakast í átt til Kína eftir slóð sem liggur norðan Taívans en þótt eyríkið hafi af þeim sökum sloppið við allra versta fárviðrið veldur bylurinn engu að síður miklum usla.
09.08.2019 - 05:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Taívan · fellibylur
Manntjón í jarðskjálfta á Taívan
Kona lést og rafmagn fór af yfir tíu þúsund heimilum þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,9 varð á Taívan í dag. Skjálftinn fannst um alla eyju. Háhýsi í höfuðborginni Tapei svignuðu og íbúarnir hrukku upp af svefni. Vissast þótti að stöðva lestarferðir á nokkrum áætlunarleiðum, þannig að nokkur þúsund farþegar urðu fyrir töfum.
08.08.2019 - 07:34
Ferðir til Taívans takmarkaðar
Fólk á meginlandi Kína fær ekki lengur að ferðast á eigin vegum til Taívans vegna versnandi samskipta ráðamamanna í Peking og Taipei. Ferðamálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í morgun.
31.07.2019 - 08:47
Erlent · Asía · Kína · Taívan
Útiloka ekki hervald við endurheimt Taívans
Kína mun ekki afsala sér réttinum til að beita hervaldi til að tryggja endursameiningu Kína og Taívans ef nauðsyn krefur, segir varnarmálaráðherra landsins, sem segir það „afar hættulegt" að vanmeta viljastyrk Kínastjórnar. Þá muni stríð milli Kína og Bandaríkjanna hafa skelfilegar afleiðingar, segir ráðherrann.
02.06.2019 - 07:23
Taívan leyfir hjónaband samkynhneigðra
Þingið á Taívan varð í morgun fyrst þinga í Asíu til að samþykkja lög sem leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Taívan hefur lengi verið í forystu hvað varðar réttindi hinsegin fólks í Asíu.
17.05.2019 - 10:23
Erlent · Asía · Taívan
Fékk háa sekt fyrir að póstsenda kött
Maður nokkur í Taívan var á dögunum sektaður um nær 400.000 þúsund krónur fyrir að senda kött sinn með hraðpósti. BBC greinir frá þessu og vísar til taívönsku fréttasíðunnar United Daily News. Samkvæmt henni mun maðurinn, hinn 33 ára gamli Yang, hafa fengið leiða á ketti sínum og brugðið á það ráð að setja hann í pappakassa, loka kassanum vel og vandlega og fela hraðsendingaþjónustu að koma honum til dýraathvarfs í borginni.
12.01.2019 - 07:35
Erlent · Asía · Taívan
Myndskeið
Hvetur Taívana til að sætta sig við sameiningu
Xi Jinping, forseti Kína, hvetur Taívana til að sætta sig við að Taívan verði aftur undir stjórn Kína. Hann útilokar ekki að beita hervaldi. Forseti Taívans segir að Kínverjar verði að hlusta á þjóðina.
02.01.2019 - 22:14
Erlent · Asía · Kína · Taívan · Xi Jinping
Útiloka ekki hernaðarátök við Taívan
Kínverjar ætla að halda því opnu að beita hervaldi til þess að koma Taívan aftur undir stjórn Kína. Xi Jinping, forseti Kína greindi frá þessu í ræðu í nótt. Hann telur þó öruggt að eyríkið eigi eftir að sameinast meginlandinu fyrr eða síðar. Reyni aðskilnaðarsinnar hins vegar að beita afli gegn friðsömu sameiningarferli verði Kínverjar að vera viðbúnir að beita öllum ráðum, sagði Xi. 
02.01.2019 - 05:41
Erlent · Asía · Kína · Taívan