Færslur: Taívan

Biden til varnar Taívan
Bandaríkin kæmu Taívan til varnar og væru tilbúin til að beita herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þessu yfir í Tokyo í morgun á fréttamannafundi með Fumio Kishida forsætisráðherra Japans, á öðrum degi heimsóknar sinnar til Japans.
23.05.2022 - 08:00
Kínverjar argir vegna siglingar um Taívansund
Kínverski herinn sakar Bandaríkjamenn um ögranir og hótanir eftir að bandaríska herskipinu Port Royal var siglt norður Taívansund, á milli meginlands Kína og eyjunnar Taívan, í morgun.
11.05.2022 - 11:32
Bætt við eldflaugavarnir á Taívan
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hefði lagt blessun sína yfir sölu á búnaði til uppfærslu á Patriot-eldflaugavarnarkerfi Taívan. Söluverðið nemur 95 milljónum bandaríkjadala og felur einnig í sér þjónustu við kerfið.
Kínverjar andæfa samanburði Taívan við Úkraínu
Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi segir rangt að draga megi upp líkindi með málefnum Úkraínu og Taívan. Slík samlíking sýni fram á vanþekkingu og grunnhyggið viðhorf til heimssögulegra staðreynda.
Einn slasaðist í gríðarsterkum jarðskjálfta á Taívan
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 reið yfir Taívan í gær. Vitað er að einn slasaðist og brú í austanverðu eyríkinu hrundi. Fjöldi fólks vaknaði við skjálftann en stórir jarðskjálftar eru algengir á Taívan sem stendur á mörkum tveggja jarðskorpufleka.
23.03.2022 - 04:15
Risaflutningaskip strand nærri Baltimore
Risastórt gámaflutningaskip er strandað nærri Baltimore-höfn í Bandaríkjunum. Skipið heitir Ever Forward og er í eigu sama skipafélags og Ever Given sem festist og þveraði Súez-skurðinn fyrir tæpu ári.
15.03.2022 - 04:18
Segir innrás í Taívan verða öllum dýrkeypta
Varnarmálaráðherra Taívan segir að það verða báðum ríkjum dýrkeypt ætli Kínverjar sér að ráðast til atlögu gegn eyríkinu líkt og Rússar hafa gert í Úkraínu.
10.03.2022 - 06:58
Taívanar fylgjast áhyggjufullir með Úkraínu
Stjórnvöld í Taívan segjast nú vera á varðbergi og fylgjast grannt með stöðunni á Taívanssundi, sem aðskilur eyjuna frá meginlandi Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með völdin, í ljósi eldfims ástands á landamærum Rússlands og Úkraínu.
12.02.2022 - 14:07
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.
10.12.2021 - 00:05
Sendiherra kallaður á fund vegna ummæla Abe um Taívan
Utanríkisráðuneyti Kína kallaði Hideo Tarumi sendiherra Japans í landinu á sinn fund í gærkvöldi vegna ummæla sem Senso Abe fyrrverandi forsætisráðherra lét falla varðandi stöðu Taívans.
02.12.2021 - 05:14
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
Miklar óeirðir skekja Salómónseyjar
Miklar óeirðir hafa skekið Salómónseyjar í Suður-Kyrrahafi undanfarna þrjá daga. Þúsundir vopnaðra óeirðaseggja hafa farið um götur í höfuðborginni Honiara og kveikt í húsum og vöruskemmum.
Engar málamiðlanir um Taívan í boði
Bandaríkjastjórn þarf að átta sig á því að það er ekki hægt að gera málamiðlanir í málefnum Taívans. Þetta sagði upplýsingafulltrúi kínverska varnarmálaráðuneytisins í morgun.
25.11.2021 - 11:06
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Telja að Xi leggi áherslu á Taívan á fundi með Biden
Xi Jinping, forseti Kína, mun leggja höfuðáherslu á Taívan á fundi sínum með Joe Biden Bandaríkjaforseta í fyrramálið. Þetta kemur fram í leiðurum ýmissa kínverskra ríkisfjölmiðla í dag.
15.11.2021 - 11:04
Bandaríkjastjórn
Vara Kínverja við að beita Taívan hótunum og þrýstingi
Bandaríkjastjórn varar stjórnvöld í Peking við því að beita Taívan frekari þrýstingi og hótunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta fund forseta stórveldanna tveggja, sem beðið er með talsverðri eftirvæntingu.
14.11.2021 - 04:27
Kínverjar fordæma bandaríska heimsókn til Taívans
Varnarmálaráðherra Kína fordæmir heimsókn bandarískra þingmanna til Taívans og kínverski herinn kveðst hafa farið í eftirlitsferð á Taívanssundi í gær.
10.11.2021 - 13:25
Evrópsk sendinefnd heitir Taívönum fullum stuðningi
Raphael Glucksmann sem fer fyrir sendinefnd Evrópuþingmanna til Taívan heitir ríkinu samstöðu en kínversk yfirvöld beita það nú miklum þrýstingi.
04.11.2021 - 05:53
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Sterkur jarðskjálfti í Taívan
Sterkur jarðskjálfti skók norðaustanvert Taívan í morgun. Samkvæmt veðurstofu Taívans mældist skjálftinn 6,5 að stærð og varði hann að sögn fréttamanns AFP á vettvangi í um tíu sekúndur. Íbúar Taipei fundu vel fyrir skjálftanum, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki enn sem komið er.
24.10.2021 - 06:23
Biden heitir Taívönum fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði afdráttarlaust já við að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar ef Kínverjar réðust þangað inn. Taívanir líta á sig sem sjálfstætt ríki en Kínverjar telja eyjuna til héraðs í Kína. Biden sagði á fundi í sjónvarpssal sem sýndur var beint á CNN að Bandaríkin væru skuldbundin til þess að verja eyjuna.
22.10.2021 - 04:55
Minnst 46 fórust í eldsvoða á Taívan
46 fórust í eldsvoða á sunnanverðu Taívan í fyrrinótt. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnvalda á eyjunni. Tugir til viðbótar þurftu aðhlynningar við á sjúkrahúsi vegna reykeitrunar og meiðsla sem þau hlutu í eldinum.
15.10.2021 - 00:56
Erlent · Asía · Taívan
Hefði aldrei trúað að á Íslandi yrði hún skráð kínversk
Kona frá Taívan sem hefur búið og starfað á Íslandi síðustu ár telur íslenska ríkið brjóta á mannréttindum sínum og annarra Taívana með því að skrá þau kínversk í kerfi sínu.