Færslur: Taíland

Neyðarástandi aflétt í Taílandi
Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra Taílands afturkallaði í nótt vikugamla tilskipun um neyðarástand í landinu.
22.10.2020 - 06:38
Tugþúsundir mótmæltu í Taílandi þrátt fyrir neyðarlög
Tugþúsundir mótmæltu í Bangkok og fleiri borgum Taílands í dag, fjórða daginn í röð. Óeirðalögregla beitti öflugum vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í gærkvöld, en þar eru neyðarlög enn í gildi sem banna öll mótmæli.
17.10.2020 - 16:17
Erlent · Asía · Taíland
Tugir þúsunda mótmæltu í Bangkok í trássi við bann
Tugir þúsunda stjórnarandstæðinga tóku þátt í mótmælum í Bangkok í gærkvöld, í trássi við strangt samkomubann og neyðarlög sem gengu í gildi í Taílandi í fyrrinótt. Mótmælendur krefjast lýðræðisumbóta, afsagnar forsætisráðherrans og ríkisstjórnar hans, sem starfa í skjóli hersins, og þess, að völd konungs verði minnkuð frá því sem nú er og öll raunveruleg völd færð í hendur lýðræðislega kjörinna fulltrúa.
16.10.2020 - 02:17
Neyðarlög sett í Taílandi vegna mótmæla
Stjórnvöld í Taílandi lýstu í kvöld yfir neyðarástandi og tilkynntu að einungis fimm eða færri megi koma saman á einum stað þar til annað verður ákveðið. Ólíkt því sem gerist víða annars staðar þessa dagana, þá er ekki gripið til þessara róttæku aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19, heldur til að freista þess að stöðva „ólögleg mótmæli" í höfuðborginni Bangkok og draga tennurnar úr lýðræðisöflum í landinu.
15.10.2020 - 01:38
17 látnir og tugir slasaðir í umferðarslysi á Taílandi
Minnst sautján eru látnir og tugir slasaðir eftir að rúta og lest rákust á í Taílandi í morgun. Slysið varð um 50 kílómetrum austur af höfuðborginni Bangkok. Rútan var á leiðinni að hofi í Chachoengsao héraði, þar sem farþegarnir ætluðu að taka þátt í viðburði í tilefni loka föstu búddatrúaðra. 
11.10.2020 - 06:06
Erlent · Asía · Taíland
Skjöldur mótmælenda í Bangkok fjarlægður
Skjöldur sem mótmælendur lögðu í gangstétt nærri konungshöllinni í Bangkok í Taílandi hefur verið fjarlægður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í borginni.
21.09.2020 - 03:22
Erlent · Taíland · Bangkok · mótmæli · Stjórnmál · Asía
Gullinn skjöldur lagður gegn ofurvaldi konungs Taílands
Þungi í ákalli taílenskra ungmenna eftir lýðræðisumbótum hefur aukist undanfarna mánuði. Tugir þúsunda söfnuðust saman í höfuðborginni Bangkok um helgina þrátt fyrir varnaðarorð forsætisráðherra landsins um að illa gæti farið fyrir mótmælendum ef þeir gengju of langt.
20.09.2020 - 06:56
Erlent · Taíland · Asía · mótmæli · Kongungsvald · einveldi · Bangkok
Spegillinn
Ferðast yfir hálfan hnöttinn til að tína ber
Á ári hverju ferðast þúsundir Taílendinga til yfir hálfan hnöttinn til að tína ber í skógunum í Norður-Svíþjóð. Vinnan er erfið og slítandi, launin lág og aðstæðurnar minna oft á mansal. Líkt og margar aðrar greinar hagkerfisins, hefur berjaframleiðsla verið í uppnámi vegna heimsfaraldurs COVID-19.
21.08.2020 - 17:00
Ellefu taílenskir mótmælendur ákærðir fyrir undirróður
Nokkrir taílenskir andófsmenn voru handteknir í dag. Alls hafa því ellefu verið handekin úr lýðræðishreyfingu ungs fólks sem hefur kallað eftir breytingum á ríkisstjórn landsins og nýrri stjórnarskrá ásamt lögum um konungsfjölskyldu landsins.
20.08.2020 - 14:40
Þúsundir mótmæltu taílenskum stjórnvöldum
Yfir tíu þúsund komu saman í Bangkok, höfuðborg Taílands í dag til þess að mótmæla ríkisstjórn Prayuth Chan-och. Mótmæli gegn stjórn hans hafa staðið yfir í nærri mánuð. Þess er krafist að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni, hætt verði að níðast á þeim sem gagnrýna stjórnvöld og þá vilja mótmælendur að úrbætur verði gerðar á konungsveldinu.
17.08.2020 - 00:24
Erlent · Asía · Taíland
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Neyðarlög í gildi í Taílandi
Neyðarlög hafa tekið gildi í Taílandi og samkomubann, en markmiðið með þeim er að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Engir fá að koma til landsins, nema ríkisborgarar og erlendir stjórnarerindrekar.
26.03.2020 - 09:15
26 manns féllu í árásum fjöldamorðingja í Taílandi
26 manns féllu í skotárásum taílenska hermannsins sem skaut fjölda fólks í borginni Nakhon Ratchasima í Taílandi í gær. 57 manns særðust í árásunum, þar af níu alvarlega. Sérsveit lögreglu skaut morðingjann til bana árla morguns að staðartíma, um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
09.02.2020 - 09:24
Fjöldamorðinginn í Taílandi var felldur í nótt
Taílenski hermaðurinn sem myrti minnst 20 manns og særði tugi til viðbótar í bænum Nakhon Ratchasima, eða Korat, var felldur í nótt. Morðinginn leitaði skjóls í verslunarmiðstöð í bænum og faldi sig þar, vopnaður hríðskotarifflum sem hann hafði stolið úr herstöðinni sem hann starfaði í. Óttast var að hann væri með fólk í gíslingu. Liðsmenn sérsveitar lögreglunnar sem setið höfðu um verslunarmiðstöðina létu til skarar skríða þegar birta tók af degi eystra.
09.02.2020 - 03:37
Myndskeið
Leita árásarmannsins í verslunarmiðstöð
Vopnaðir öryggisverðir leita nú í verslunarmiðstöð að Jakrapanth Thomma, hermannsins sem er talinn hafa myrt 20 í skotárás í taílensku borginni Nakhon Ratchasima. Jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar hefur verið rýmd en fólk var beðið um að lyfta höndum og segja til nafns þar sem óttast var að Jakrapanth myndi sjálfur reyna að dyljast í mannþrönginni. Lögregla, hermenn og leyniskyttur hafa nú umkringt verslunarmiðstöðina.
08.02.2020 - 19:29
Taílenski hermaðurinn sagður hafa myrt 20
Jakraphanth Thomma, taílenski hermaðurinn sem hóf að skjóta á fólk í borginni Nakhon Ratchasima, er sagður hafa myrt 20 og sært 14. Óttast er að hann sé með 16 gísla í bílakjallara verslunarmiðstöðvar í borginni. Hermaðurinn sýndi beint frá árásinni á Facebook-síðu sinni en hann skaut meðal annars á fólk í búddahofi. Hann hefur enn ekki verið handsamaður.
08.02.2020 - 15:05
Ný smit í Taílandi, Singapúr og Malasíu
Þrjú Asíuríki staðfestu í dag ný tilfelli kórónaveirusýkingarinnar sem kennd er við Wuhan í Kína, en veiran hefur nú greinst í meira en tuttugu löndum.
04.02.2020 - 13:27
Erlent · Asía · Kórónaveiran · Kína · Taíland · Singapúr · Malasía
Bjargvættur taílensku hellisdrengjanna dó úr blóðeitrun
Tælenskur kafari sem tók þátt í að bjarga hópi drengja úr vatnsfylltum helli í Tælandi fyrir hálfu öðru ári lést í gær úr blóðeitrun sem hann varð fyrir við björgunarstörfin. Greint er frá þessu á Facebook-síðu taílenska flotans, en kafarinn, Beirut Pakbara, var einn af mörgum köfurum úr sérsveitum flotans, sem þátt tóku í björgunaraðgerðunum.
28.12.2019 - 05:25
Erlent · Asía · Taíland
Siðprúður raðmorðingi handtekinn á ný
Taílenskur raðmorðingi var handtekinn í dag vegna gruns um morð. Honum hafði verið sleppt snemma úr fangelsi á grundvelli góðrar hegðunar.
18.12.2019 - 06:57
Jarðskjálfti við landamæri Laos og Taílands
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 varð í norðvesturhluta Laos, nærri landamærunum að Taílandi rétt fyrir klukkan sjö í morgun að staðartíma, þegar klukkan var að nálgast miðnætti hér á landi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans, en hans varð vart í Bangkok, höfuðborg Taílands, sem er um 700 kílómetrum frá skjálftamiðjunni.
21.11.2019 - 06:20
Erlent · Asía · Laos · Taíland · jarðskjálfti
Páfi kominn til Taílands
Frans páfi kom til Taílands í morgun, sem er fyrri áfangastaðurinn í Asíuferð hans, en hann ætlar einnig að heimsækja Japan. Þetta er fyrsta heimsókn páfa til Taílands, síðan Jóhannes Páll annar kom þangað árið 1994. 
20.11.2019 - 08:12
Erlent · Asía · Taíland
Ráðherrar sakaðir um brot á stjórnarskrá
Forsætisráðherra Taílands og ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar landsins brutu stjórnarskrá landsins þegar þeir lýstu ekki yfir hollustu við stjórnarskrána þegar þeir sóru embættiseið í síðasta mánuði. Þetta sagði í tilkynningu í morgun frá umboðsmanni sem fjallar um mál tengd stjórn og stjórnkerfi landsins. 
27.08.2019 - 09:45
Erlent · Asía · Taíland
Myndskeið
Aukin ásókn ferðamanna að hellinum í Taílandi
Ár er liðið frá því að tólf tælenskir fótboltadrengir festust í helli ásamt þjálfara sínum. Þess var minnst í Taílandi í dag, stjórnvöld segja þörf á að bæta aðgengi við hellana en ásókn ferðmanna hefur stóraukist.
23.06.2019 - 19:35
Erlent · Asía · Taíland
Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands dæmdur
Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í gær vegna fjársvika. Dómurinn var kveðinn upp að honum fjarstöddum, þar sem hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í yfir áratug. 
07.06.2019 - 05:14