Færslur: Taíland

Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Neyðarlög í gildi í Taílandi
Neyðarlög hafa tekið gildi í Taílandi og samkomubann, en markmiðið með þeim er að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Engir fá að koma til landsins, nema ríkisborgarar og erlendir stjórnarerindrekar.
26.03.2020 - 09:15
26 manns féllu í árásum fjöldamorðingja í Taílandi
26 manns féllu í skotárásum taílenska hermannsins sem skaut fjölda fólks í borginni Nakhon Ratchasima í Taílandi í gær. 57 manns særðust í árásunum, þar af níu alvarlega. Sérsveit lögreglu skaut morðingjann til bana árla morguns að staðartíma, um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
09.02.2020 - 09:24
Fjöldamorðinginn í Taílandi var felldur í nótt
Taílenski hermaðurinn sem myrti minnst 20 manns og særði tugi til viðbótar í bænum Nakhon Ratchasima, eða Korat, var felldur í nótt. Morðinginn leitaði skjóls í verslunarmiðstöð í bænum og faldi sig þar, vopnaður hríðskotarifflum sem hann hafði stolið úr herstöðinni sem hann starfaði í. Óttast var að hann væri með fólk í gíslingu. Liðsmenn sérsveitar lögreglunnar sem setið höfðu um verslunarmiðstöðina létu til skarar skríða þegar birta tók af degi eystra.
09.02.2020 - 03:37
Myndskeið
Leita árásarmannsins í verslunarmiðstöð
Vopnaðir öryggisverðir leita nú í verslunarmiðstöð að Jakrapanth Thomma, hermannsins sem er talinn hafa myrt 20 í skotárás í taílensku borginni Nakhon Ratchasima. Jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar hefur verið rýmd en fólk var beðið um að lyfta höndum og segja til nafns þar sem óttast var að Jakrapanth myndi sjálfur reyna að dyljast í mannþrönginni. Lögregla, hermenn og leyniskyttur hafa nú umkringt verslunarmiðstöðina.
08.02.2020 - 19:29
Taílenski hermaðurinn sagður hafa myrt 20
Jakraphanth Thomma, taílenski hermaðurinn sem hóf að skjóta á fólk í borginni Nakhon Ratchasima, er sagður hafa myrt 20 og sært 14. Óttast er að hann sé með 16 gísla í bílakjallara verslunarmiðstöðvar í borginni. Hermaðurinn sýndi beint frá árásinni á Facebook-síðu sinni en hann skaut meðal annars á fólk í búddahofi. Hann hefur enn ekki verið handsamaður.
08.02.2020 - 15:05
Ný smit í Taílandi, Singapúr og Malasíu
Þrjú Asíuríki staðfestu í dag ný tilfelli kórónaveirusýkingarinnar sem kennd er við Wuhan í Kína, en veiran hefur nú greinst í meira en tuttugu löndum.
04.02.2020 - 13:27
Erlent · Asía · Kórónaveiran · Kína · Taíland · Singapúr · Malasía
Bjargvættur taílensku hellisdrengjanna dó úr blóðeitrun
Tælenskur kafari sem tók þátt í að bjarga hópi drengja úr vatnsfylltum helli í Tælandi fyrir hálfu öðru ári lést í gær úr blóðeitrun sem hann varð fyrir við björgunarstörfin. Greint er frá þessu á Facebook-síðu taílenska flotans, en kafarinn, Beirut Pakbara, var einn af mörgum köfurum úr sérsveitum flotans, sem þátt tóku í björgunaraðgerðunum.
28.12.2019 - 05:25
Erlent · Asía · Taíland
Siðprúður raðmorðingi handtekinn á ný
Taílenskur raðmorðingi var handtekinn í dag vegna gruns um morð. Honum hafði verið sleppt snemma úr fangelsi á grundvelli góðrar hegðunar.
18.12.2019 - 06:57
Jarðskjálfti við landamæri Laos og Taílands
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 varð í norðvesturhluta Laos, nærri landamærunum að Taílandi rétt fyrir klukkan sjö í morgun að staðartíma, þegar klukkan var að nálgast miðnætti hér á landi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans, en hans varð vart í Bangkok, höfuðborg Taílands, sem er um 700 kílómetrum frá skjálftamiðjunni.
21.11.2019 - 06:20
Erlent · Asía · Laos · Taíland · jarðskjálfti
Páfi kominn til Taílands
Frans páfi kom til Taílands í morgun, sem er fyrri áfangastaðurinn í Asíuferð hans, en hann ætlar einnig að heimsækja Japan. Þetta er fyrsta heimsókn páfa til Taílands, síðan Jóhannes Páll annar kom þangað árið 1994. 
20.11.2019 - 08:12
Erlent · Asía · Taíland
Ráðherrar sakaðir um brot á stjórnarskrá
Forsætisráðherra Taílands og ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar landsins brutu stjórnarskrá landsins þegar þeir lýstu ekki yfir hollustu við stjórnarskrána þegar þeir sóru embættiseið í síðasta mánuði. Þetta sagði í tilkynningu í morgun frá umboðsmanni sem fjallar um mál tengd stjórn og stjórnkerfi landsins. 
27.08.2019 - 09:45
Erlent · Asía · Taíland
Myndskeið
Aukin ásókn ferðamanna að hellinum í Taílandi
Ár er liðið frá því að tólf tælenskir fótboltadrengir festust í helli ásamt þjálfara sínum. Þess var minnst í Taílandi í dag, stjórnvöld segja þörf á að bæta aðgengi við hellana en ásókn ferðmanna hefur stóraukist.
23.06.2019 - 19:35
Erlent · Asía · Taíland
Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands dæmdur
Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í gær vegna fjársvika. Dómurinn var kveðinn upp að honum fjarstöddum, þar sem hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í yfir áratug. 
07.06.2019 - 05:14
Óvissa um stjórnarmyndun í Taílandi
Forystumenn Pheu Thai, helsta stjórnarandstöðuflokksins í Taílandi, hvöttu í morgun aðra flokka til að hafna stjórnarsamstarfi við flokkinn Palang Pracharat, þar sem leiðtogi herforingjastjórnarinnar í landinu er í forystu. Stjórnarmyndunarviðræður í Taílandi hafa enn ekki borið árangur tveimur mánuðum eftir kosningar.
29.05.2019 - 09:46
Erlent · Asía · Taíland
Suthida orðin drottning í Taílandi
Suthida Vajiralongkorn Na Ayudhya hershöfðingi er orðin drottning Taílands, en hún giftist Maha Vajiralongkorn, konungi Taílands, í gær. Vajiralongkorn tók við konungdæminu að föður sínum látnum árið 2016, en verður formlega krýndur konungur á laugardag.
02.05.2019 - 08:57
Erlent · Asía · Taíland
Telja brögðum hafa verið beitt
Forsvarsmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka í Taílandi telja að brögðum hafi verið beitt í kosningunum þar í gær. 
25.03.2019 - 10:23
Erlent · Asía · Taíland
Prayut í sterkri stöðu
Flokkur hliðhollur herforingjastjórninni í Taílandi hefur fengið flest atkvæði þegar búið er að telja meira en 90 prósent atkvæða úr þingkosningunum í landinu í gær. Útlit er fyrir að Prayut Chan-O-Cha, forsætisráðherra herforingjastjórnarinnar, verði áfram við völd. 
25.03.2019 - 08:52
Erlent · Asía · Taíland
Kosið í Taílandi í fyrsta sinn frá valdaráni
Taílendingar ganga að kjörborðinu í dag, í fyrsta skipti síðan herinn steypti kjörnum stjórnvöldum af stóli árið 2014. Búist er við mikilli kjörsókn þrátt fyrir að herforingjastjórnin hafi búið svo um hnútana að nær ógjörningur er fyrir stjórnarandstæðinga að ná völdum.
24.03.2019 - 04:18
Thai Raksa Chart-flokkurinn bannaður
Stjórnlagadómstóll Taílaands bannaði í morgun stjórnmálaflokkinn Thai Raksa Chart og verður forystumönnum flokksins meinað að taka þátt í stjórnmálum næstu tíu ár.
07.03.2019 - 09:08
Erlent · Asía · Taíland
Vilja að flokkurinn verði leystur upp
Yfirkjörstjórn í Taílandi hefur farið þess á leit við stjórnlagadómstól landsins að stjórnmálaflokkurinn Thai Raksa Chart verði leystur upp. Kjörstjórn segir að flokkurinn hafi brotið lög með því að útnefna Ubolratana prinsessu sem forsætisráðherraefni.
13.02.2019 - 08:53
Erlent · Asía · Taíland
Framboð prinsessunnar dregið til baka
Ubolratana Mahidol prinsessa, eldri systir Maha Vajiralongkorns Taílandskonungs, verður ekki í framboði til embættis forsætisráðherra Taílands í kosningunum 24. mars eins og hún ætlaði sér. Flokkur hennar, Thai Raksa Chart-flokkurinn, tilkynnti þetta í morgun og sagðist með þessu bregðast við fordæmingu konungsins á framboði prinsessunnar.
09.02.2019 - 07:35
Kóngur fordæmir framboð prinsessu
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, fordæmir framboð systur sinnar, prinsessunnar Ubolratana Mahidol, til embættis forsætisráðherra í komandi kosningum. Í yfirlýsingu segir kóngur framboð prinsessunnar „óvirðingu við menningu þjóðarinnar,“ og „afar óviðeigandi.“ Hefðin mælir fyrir um að meðlimir taílensku konungsfjölskyldunnar haldi sig fjarri öllu stjórnmálavafstri. Yfirlýsing konungs þykir draga mjög úr möguleikum hennar til sigurs og jafnvel líkleg til að koma í veg fyrir framboð hennar.
09.02.2019 - 01:58
Prinsessa í framboð í Taílandi
Greint var frá því morgun að Ubolratana Mahidol, prinsessa í Taílandi, ætlaði að bjóða sig fram sem forsætisráðherraefni flokksins Phak Thai Raksa Chat í þingkosningum sem fram fara 24. mars. Hún er fyrsti meðlimur taílensku konungsfjölskyldunnar til að taka beinan þátt í stjórnmálum og sækjast eftir opinberu embætti.
08.02.2019 - 09:07
Erlent · Asía · Taíland