Færslur: Tækniskólinn

Alvarleg netárás gerð á Tækniskólann
Alvarleg og vel ígrunduð netárás var gerð á Tækniskólann í síðustu viku. Árásin hafði víðtæk áhrif á tölvukerfi og þjónustu skólans
Vilja breytt fyrirkomulag vegna gríðarlegrar aðsóknar
Varaformaður Samiðnar segir stöðu iðnnáms afar slæma og kallar eftir breyttu fyrirkomulagi svo fleiri komist að. Vísa þurfi frá allt að sjö hundruð umsækjendum árlega. 
21.07.2022 - 12:00
Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnnám
Tækniskólinn þarf að hafna nokkur hundruð nemendum um skólavist næsta vetur. Sömu sögu er að segja af öðrum skólum sem bjóða uppá iðnám, þar fá ekki allir skólavist sem vilja.
14.06.2022 - 22:29
Maður á að „hlusta á tölurnar og sjá söguna í þeim“
Ólöf María Steinarsdóttir, 17 ára nemandi við Tækniskólann í Reykjavík, hreppti annað sætið í Evrópsku tölfræðikeppninni á dögunum þar sem um 17 þúsund ungmenni frá nítján Evrópulöndum öttu kappi.
Í öðru sæti í evrópskri tölfræðikeppni ungmenna
Evrópska tölfræðikeppnin fór fram hérlendis í vetur í fyrsta sinn og voru þá Íslendingar jafnframt þátttakendur í fyrsta sinn. Íslendingur náði góðum árangri á mótinu og hlaut önnur verðlaun fyrir tölfræðigreiningu á losun gróðurhúsalofttegunda.
Viðtal
Bæta þarf fjármunum í menntakerfið
Eitthvað þarf að gera betur, segir menntamálaráðherra um mikla aðsókn í iðnnám. Tækniskólinn synjaði 700 um skólavist í haust. Einhver hluti þess hóps hefur væntanlega komist í iðnnám í öðrum skólum. Ráðherra segir að fjármunum hafi verið bætt í menntakerfið á síðustu árum. Hún hefði viljað að fleiri hefðu komist að í iðnnám í haust. 
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.
Viðtal
Fengu sér ís saman eftir sögulega keppni
Tækniskólinn komst í undanúrslit í Gettu betur á föstudag í fyrsta skipti í sögu skólans. Skólinn er á mikilli siglingu en í fyrra komst hann í fyrsta sinn í átta liða úrslit. Auður Aþena Einarsdóttir úr liði Tækniskólans segir liðið bara nokkuð ferskt og tilbúið í slaginn.
Myndband
Tvö reynslumestu liðin mætast í kvöld
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram í kvöld en nú er komið að Fjölbrautarskólanum við Ármúla að kljást við Tækniskólann. Þetta eru einu lið sjónvarpskeppninnar í ár sem eru óbreytt frá síðasta ári. Lið FÁ komst í undanúrslit í fyrra en lið Tækniskólans datt út eftir átta liða úrslitin.
Bjóða upp á nýtt nám í jarðvirkjun til að auka nýliðun
Tækniskólinn býður upp á nýtt nám í jarðvirkjun í haust. Skortur hefur verið á nýliðun starfsfólks í faginu hérlendis og með auknum kröfum um öryggi og gæði, styttri framkvæmdatíma, minna rask, þéttingu byggðar og tækniþróun eykst þörfin sífellt fyrir vel menntað starfsfólk í jarðvirkjun.
Tugir þurfa að hætta námi
Framhaldsskólar sem bjóða upp á iðn- og verknám ráða ekki við aukna aðsókn að óbreyttu. Skólameistari segir starfsnámsskóla lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þessu, en 45 nemar í bíliðnum gætu þurft að hætta námi.
19.11.2020 - 12:20
Óvissa um námslok getur fælt fólk frá iðnnámi
Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. 
12.11.2020 - 17:50
Myndskeið
Brottfall úr námi ekki ólíklegt segir háskólarektor
Búast má við einhverju brottfalli nemenda í Háskóla Íslands vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Atli Benediktsson háskólarektor. Hann segir ljóst að síðustu vikur hafi verið gríðarlega erfiðar fyrir marga nemendur. 
Gettu betur
Verður rekinn úr áfanga ef hann sigrar ekki í kvöld
Tækniskólinn er kominn í 8-liða úrslit Gettu betur í fyrsta skipti í sögu skólans en þrátt fyrir það hefur pressunni ekki verið aflétt. Emil Uni, einn liðsmanna skólans, segir að kennari í ákveðnum áfanga hafi raunar hótað að reka hann úr honum ef hann sigrar ekki í kvöld.
31.01.2020 - 20:01
Svona er lífið í Tækniskólanum
8-liða úrslit Gettu betur hefjast í sjónvarpinu föstudaginn 30. janúar þegar lið Tækniskólans og Borgarholtsskóla mætast. Í aðdraganda keppninnar fáum við að kynnast lífinu í skólunum betur.
30.01.2020 - 10:09
Myndskeið
Sjóveiki í siglingahermi
Netaviðgerðir og siglingar voru stundaðar af miklum móð í Sjómannaskólanum í dag þar sem fjöldi áhugamanna um sjómennsku sótti skólann heim. Sumir þurftu að flýja úr námsaðstöðu fyrir skipstjórnarnám vegna sjóveiki.
09.03.2019 - 19:34
Sjúkraliðafélagið ósátt við sameiningaráform
Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir áformum mennta-og menningamálaráðherra um að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskólann. Slík sameining yrði hvorki nemendum né starfsfólki til framdráttar, segir í ályktun félagsins.

Mest lesið