Færslur: Tækniminjasafn Austurlands

Fjársöfnun gengur þokkalega en betur má ef duga skal
Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir ráðgjafi hjá Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði segir að tryggingar bæti húsakost safnins eftir skriðuföllin í desember en innbú á söfnum sé erfitt að bæta. Því hafi verið ákveðið að leita annarra leiða.
13.03.2021 - 17:09
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Húsamyndir Dieters fundnar – safnið óskar hjálparhandar
Tækniminjasafn Austurlands hefur blásið til hópfjármögnunar í gegnum Karólína-fund til að byggja upp safnið eftir skriðuföllin í desember. Gamla Vélsmiðjan er verr farin en talið var, ótraust og þarf að tæma húsið. Enn finnast mikilvægir gripir í skriðunni og safnið stendur frammi fyrir miklu verki við að hreinsa muni.
Þúsundir ljósmynda frá Seyðisfirði týndust í skriðunum
Fjögur af þeim sex húsum, sem hýsa starfsemi Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði skemmdust í aurskriðunum sem féllu í bænum og meirihluti safnmuna er líklega gjörónýtur. Zuhaitz Akizu Gardoki forstöðumaður safnsins segir að þarna hafi óbætanlegar menningarminjar horfið, en vonast til að öryggisskápur sem geymir mörg þúsund ljósmyndir frá Seyðisfirði, sumar meira en hundrað ára gamlar, komi í leitirnar.