Færslur: Tækni- og vísindi

Ryksugu róbotar á pari við sópa frekar en ryksugur
Einkunnir ryksugu róbota í gæðakönnunum neytendasamtaka sýna, að þó þeir geti létt heimilisstörfin, komi þeir ekki í stað hefðbundinna ryksuga. Sænska neytendablaðið Råd och Rön segir ryksugu róbotar vinni í raun ekki það verk sem þeim sé ætlað og séu frekar á pari við sóp eða handryksugu. Krafturinn sé minni og þeir hreinsi aðallega upp mylsnu eða ryk af sléttu yfirborði, en nái ekki ryki sem liggi í sprungum í parketi, teppum eða í hornum.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Enn næst ekki samkomulag um TikTok
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli núverandi eigenda smáforritsins TikTok og ríkisstjórnar Donalds Trump um sölu þess.
Kínverskt tunglfar snýr aftur til jarðar
Kínverska tunglfarinu Chang'e-5 fór af stað frá Stormahafinu á tunglinu um miðjan dag í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínversku geimferðastofnuninni.
04.12.2020 - 03:32
Ómannað kínverskt far lent á tunglinu
Kínverska tunglfarið Chang'e-5 lenti á tunglinu í gær að sögn sérfræðinga Geimferðastofnunar Kína. Tilgangur ferðarinnar er að safna um tveimur kílógrömmum af yfirborðsefnum og tunglgrjóti svo vísindamenn geti fræðst enn frekar um uppruna tunglsins.
02.12.2020 - 04:37
Giftusamleg heimkoma þriggja geimfara í nótt
Tveir rússneskir geimfarar og einn bandarískur lentu geimfari sínu á gresju í Kasakstan, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Næstum sjö af hverjum tíu nýjum bílum eru nýorkuknúnir
Flestir nýir bílar sem skráðir hafa verið á þessu ári eru svokallaðir nýorkubílar. Þar er átt við rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla, hybrid- og metanbíla.
05.10.2020 - 19:12
Ákærður fyrir að fá sér kríu undir stýri
Tvítugur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur en hann er talinn hafa fengið sér kríu undir stýri á Teslunni sinni. Á meðan þaut sjálfakandi bifreiðin áfram á 150 kílómetra hraða.
Tilraun vísindamanna til að ákvarða útlit Jesú Krists
Útliti Jesú Krists er hvergi lýst í Nýja Testamentinu né hafa fundist samtímateikningar af honum. Um aldir hafa listamenn af ýmsu tagi, um víða veröld varpað fram hugmyndum sínum um útlit Krists.
12.09.2020 - 18:38
Talið að loftkæling geti verið ofurdreifari COVID-19
Ofurdreifarar kórónuveirunnar eru ekki manneskjur heldur loftkæli- og loftræstibúnaður í lokuðum rýmum.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Saltvatn finnst á dvergnum Ceresi
Löngum töldu stjarnvísindamenn að dvergreikistjarnan Ceres væri aðeins köld og hrjóstrug klettaveröld. Nú hefur heldur betur annað komið á daginn. Undir kaldranalegu yfirborðinu fannst hafsjór af saltvatni.
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Hjartavernd skoðar tengsl COVID og sykursýki 2
Aukið magn ákveðins próteins í líkama þeirra sem eru sykursjúkir eða með offitu kann að valda því að þeir fara verr út úr kórónuveirusýkingunni. Þetta segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Háskóla Íslands.
Bóluefni gæti komið í veg fyrir útbreiðslu
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna við Covid-19 myndar sterk ónæmisviðbrögð og stöðvar fjölgun kórónuveiru í nefgöngum og lungum apa í tilraunastofum. New England Journal of Medicine greinir frá þessu.
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Fréttaskýring
Hjarðónæmi eða toppur seinna? Ekki svo einfalt!
Í Bretlandi hafa ummæli fulltrúa stjórnvalda um mikilvægi svokallaðs hjarðónæmis ruglað almenning í rýminu. Það sama á við hér, sóttvarnalæknir leiðrétti í gær þann misskilning að það væri markmið stjórnvalda að meginþorri þjóðarinnar sýktist af COVID-19. En er æskilegt að ungt og hraust fólk fái veiruna? Því er erfitt að svara. Stjórnvöld í Bretlandi kynntu í morgun hertar aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum - aðgerðir sem í raun eiga að koma í veg fyrir sýkingar og þar með hjarðónæmi.
17.03.2020 - 16:15
Myndband
Safna íslenskum röddum
Í dag hófst söfnun íslenskra raddsýna á vefnum Samrómur, en söfnunin er liður í því að gera kleift að tala íslensku við tölvur og tæki. Forseti Íslands sagði í erindi sínu að nú, með íslenskum talgervlum, sé í raun verið að bjarga íslenskri tungu í annað sinn. Fyrst hafi henni verið bjargað á miðöldum þegar ákveðið var að þýða Biblíuna yfir á íslensku.
16.10.2019 - 23:20
Tólf söfn sem eru aðgengileg ókeypis á netinu
Samkvæmt alþjóðlegu safnaskránni eru um 55 þúsund söfn í heiminum, starfrækt í um 137 löndum. Það er yfirþyrmandi tilhugsun fyrir unnendur lista og menningar og ein manneskja getur aðeins heimsótt brot af þeim fjölda á ævinni, þó að hún leggi sig fram. En sum söfn eru í „skýinu“ og á stafrænni öld hefur aðgengið aldrei verið betra.
16.01.2019 - 15:59
Græða eða tapa á hávaðasömum heimagreftri
Ísland er talið gósenland fyrir gagnaver og slík starfsemi hefur verið í miklum vexti undanfarið, einkum á Ásbrú. Þau hýsa ofurtölvur og upplýsingar en þjónusta líka fyrirtæki sem grafa eftir rafeyri á borð við Bitcoin, Ethereum og Zcash. Sumir hafa hagnast verulega á að grafa rafeyri í bílskúrnum heima hjá sér. Skatturinn klórar sér í hausnum og stjórnvöld bíða eftir ESB.
03.02.2018 - 10:03
Fréttaskýring
Bitcoin: Bull eða vísir að kerfisbyltingu?
Þetta er óstöðug mynt, fjármálaeftirlitið varar við henni en áhættusæknir fjárfestar hrífast. Á rafeyrir eftir að sigra heiminn eða er þetta bóla sem springur? Er hægt að treysta kerfi sem enginn veit hver hannaði fyrir opinberum skrám og alþjóðlegum skipaflutningum? Sýn viðmælenda Spegilsins er ólík en þeir eru sammála um að tæknin að baki rafmyntum, Kassakeðjutækni eða blockchain, sé byltingarkennd og komin til að vera. 
01.02.2018 - 16:53