Færslur: Tækni og vísindi

Vísindamenn reyna að bjarga sýnunum í Osiris-Rex
Vísindamenn Bandarísku geimferðarstofnunarinnar hefja á morgun vandasama vinnu við að flytja sýnin af smástirninu Bennu sem geimkanninn Osiris -
27.10.2020 - 01:38
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Niðurgreidd hitaveita gæti minnkað útbreiðslu veirunnar
Íslendingar geta notað hitaveituna gegn COVID-19 með því að opna glugga til að bæta loftræstingu og skrúfa frá ofnum til að tryggja að hlýtt sé innandyra.
11.10.2020 - 09:55
Rússar ætla að vera tilbúnir með bóluefni í nóvember
Rússnesk yfirvöld stefna að því að hefja umfangsmikla bólusetningu gegn COVID-19 í nóvember. Heilbrigðisráðherra landsins, Mikhail Murasjko, greindi frá þessu í dag. Til að byrja með verður bóluefnið aðeins í boði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og kennara.
31.08.2020 - 23:06
Þetta gekk vel!
„Þetta gekk vel!“ Þetta sagði Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni eftir að eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið frá Langanesi um klukkan tíu í morgun. Ráðgert hafði verið að skjóta flauginni á loft í gærmorgun, en það var ekki hægt sökum veðurs. Atli segir að þetta sé fyrsta eldflaugaskotið héðan í hálfa öld.
Of vindasamt fyrir eldflaugaskot
Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var ekki skotið frá Langanesi í morgun eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs. Til stendur að reyna aftur á morgun, leyfi Skyrora til að skjóta flauginni tók gildi á miðvikudaginn og gildir það í nokkra daga.
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Myndskeið
Þúsundir maura á Íslandi
Þúsundir maura af fjórum tegundum lifa villtir hér landi. Líffræðinemar, sem starfa við að kortleggja háttalag þeirra, segja ljóst að maurum eigi eftir að fjölga verulega á næstu árum vegna hlýnunar loftslags. 
Kindin klónaða hefði orðið 24 ára í dag
Sauðkindin Dollý hefði orðið 24 ára um þessar mundir hefði henni enst aldur. Ekki er endilega daglegt brauð að halda upp á afmæli kinda en hún Dollý heitin var engin venjuleg kind.
05.07.2020 - 13:32
Myndskeið
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06
Vélmenni auðvelda baráttuna við veirurnar
Vísindamenn við SydDansk háskólann í Óðinsvéum í Danmörku hafa hannað vélmenni sem getur annast skimanir fyrir kórónuveirunni.
Snýst ekki bara um að sitja við tölvu og forrita
Verkefnið Stelpur í tækni var haldið í sjöunda skipti í dag. Það er Háskólinn í Reykjavík sem stendur að verkefninu sem er ætlað að hvetja konur til náms og starfs í tæknigreinum. Ný rannsókn á verkefninu sýnir að dregið hefur úr neikvæðum staðalímyndum og áhugi á tækninámi og störfum hefur aukist hjá þeim sem tekið hafa þátt.
20.05.2020 - 16:53
Landinn
Tuttugu ára búsetuafmæli svartþrastarins
Í tré einu í útjaðri Höfuðborgarsvæðisins eru svartþrastarhjón búin að hreiðra um sig fyrir sumarið. En það sem þau vita ekki er að þeirra ungauppeldi verður í beinni útsendingu til allra Landsmanna.
05.05.2020 - 09:29
Þróa lyf gegn tíðaverkjum á Siglufirði
Líftæknifyrirtækið Genis á Siglufirði þróar nú lyf gegn tíðaverkjum. Lyfið er unnið úr rækjuskel sem framleidd er í bænum. Forstjóri fyrirtækisins segir of snemmt að segja til um hvenær lyfið geti komið á markað en er mjög bjartsýnn á virkni þess. Aðaleigandi Genis er athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson.
13.09.2019 - 08:08
Vinnsla Google geti ekki talist ópersónuleg
Nýlega greindi belgíska ríkisútvarpið frá því að verktaki hjá Google hefði lekið til þess þúsundum upptaka sem snjallhátalari tók upp inni á heimilum. Því hefur verið velt upp hvort meðferð Google á gögnum þeirra sem nýta ýmsa snjallþjónustu standist persónuverndarlög. Innlendir sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við hallast hvor í sína áttina. 
Myndskeið
Viðmót græna kallsins veldur gremju
Reykjavíkurborg hefur síðastliðið ár unnið að því að bregðast við ábendingum gangandi og hjólandi vegfarenda sem eru gramir vegna græna kallsins og frammistöðu hans víða um borgina. Ólík sjónarmið eru um hvort gangandi og hjólandi sé gert jafnhátt undir höfði og akandi. 
Fylgdist daglega með flöskuskeytinu
Flöskuskeyti sem 11 ára gamall áhugamaður um umhverfismál, Atli Svavarsson, varpaði í sjóinn í sumar, fannst í fjörunni í Fuglavík, skammt vestan við bæinn Berlevåg í Norður-Noregi í gær. Það hafði borist um 5.000 kílómetra.
31.12.2018 - 12:45
Ísland geti verið tilraunasamfélag fyrir tækni
Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar hjá Google, telur að Ísland geti verið leiðandi í mótun framtíðarþjóðfélags með stórum tæknifyrirtækjum. Prófa þurfi nýja tækni á litlum þjóðfélögum áður en hún er færð í milljóna borgir.
03.11.2018 - 18:50
Fréttaskýring
5G: Þurfa ljósastaurarnir nýjan titil?
Stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki eru farin að huga að fimmtu kynslóð farneta, 5G. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða. Ísland ætlar sér að verða hluti af best tengda 5G-svæði heims - en fyrst þarf að taka fjölda ákvarðana og ráðast í viðamikla uppbyggingu þar sem snjallir ljósastaurar gætu verið í lykilhlutverki.
Hlusta
Tölvur sem leiðrétta stjórnmálamenn
„Þetta getur hjálpað vísindamönnum og fræðimönnum, lögfræðingum og alls konar fólki sem vinnur mikið við svona gagnaöflun og er mikið að leita að greinum eða dómum eða upplýsingum,“ segir tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins Guðmundur Jóhannsson um nýjustu áfanga í þróun gervigreindar sem IBM-tölvurisinn kynnti á dögunum.
20.06.2018 - 13:16