Færslur: Tækni og vísindi
Leyndardómsfull málmsúla birtist og hvarf í Tyrklandi
Þriggja metra há málmsúla sem birtist með óútskýrðum hætti á akri í Şanlıurfa-sýslu í suðuausturhluta Tyrklands á föstudaginn er nú horfin. Tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir Fuat Demirdil, eiganda akursins, að hann hafi verið furðu lostinn yfir atburðunum öllum.
11.02.2021 - 11:59
Tunglfar Kínverja lenti heilu og höldnu á jörðu niðri
Ómannaða kínverska tunglfarið Chang'e-1 lenti heilu og höldnu í norðurhluta Kína í dag. Þannig verða Kínverjar fyrstir til að sækja sýni frá mánanum um ríflega fjögurra áratuga skeið.
17.12.2020 - 02:07
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
17.12.2020 - 01:10
Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Enn finnast dularfullar gljáandi súlur
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.
08.12.2020 - 01:06
Rannsókn sýnir að COVID er banvænni en flensa
Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.
06.12.2020 - 06:47
Vonast eftir upplýsingum um uppruna alheims og lífsins
Hylki úr japanska geimkönnunarfarinu Hyabusa-2 lenti í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu fyrr í kvöld. Hylkið ber örlítið magn yfirborðs- og kjarnaefnis af smástirninu Ryugu sem er á sporbaug um sólu um 300 milljón kílómetra frá jörðu.
06.12.2020 - 00:11
Tryggja þarf Íslendingum dagsbirtu
Doktor Ásta Logadóttir verkfræðingur og lýsingarsérfræðingur hvetur til að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í byggingareglugerð og skipulagi.
02.12.2020 - 05:39
Kínverskt far á leið til Tunglsins
Kínverjar sendu ómannað geimfar af stað til tunglsins í morgun. Tilgangurinn ferðarinnar er að safna yfirborðssýnum, sem yrði í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Ætlunin er að nýta sýnin til að komast á snoðir um uppruna tunglsins, hvernig það varð til og að rannsaka eldvirkni á yfirborði þess.
24.11.2020 - 05:11
Dolly Parton leggur sitt af mörkum í baráttu við COVID
Bandaríska söngkonan Dolly Parton færði lyfjarannsóknarstofnun við Vanderbilt háskólann í Nashville eina milljón Bandaríkjadala að gjöf til rannsókna á bóluefni gegn COVID-19.
18.11.2020 - 01:25
Vísindamenn reyna að bjarga sýnunum í Osiris-Rex
Vísindamenn Bandarísku geimferðarstofnunarinnar hefja á morgun vandasama vinnu við að flytja sýnin af smástirninu Bennu sem geimkanninn Osiris -
27.10.2020 - 01:38
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
13.10.2020 - 19:01
Niðurgreidd hitaveita gæti minnkað útbreiðslu veirunnar
Íslendingar geta notað hitaveituna gegn COVID-19 með því að opna glugga til að bæta loftræstingu og skrúfa frá ofnum til að tryggja að hlýtt sé innandyra.
11.10.2020 - 09:55
Rússar ætla að vera tilbúnir með bóluefni í nóvember
Rússnesk yfirvöld stefna að því að hefja umfangsmikla bólusetningu gegn COVID-19 í nóvember. Heilbrigðisráðherra landsins, Mikhail Murasjko, greindi frá þessu í dag. Til að byrja með verður bóluefnið aðeins í boði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og kennara.
31.08.2020 - 23:06
Þetta gekk vel!
„Þetta gekk vel!“ Þetta sagði Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni eftir að eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið frá Langanesi um klukkan tíu í morgun. Ráðgert hafði verið að skjóta flauginni á loft í gærmorgun, en það var ekki hægt sökum veðurs. Atli segir að þetta sé fyrsta eldflaugaskotið héðan í hálfa öld.
16.08.2020 - 10:26
Of vindasamt fyrir eldflaugaskot
Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var ekki skotið frá Langanesi í morgun eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs. Til stendur að reyna aftur á morgun, leyfi Skyrora til að skjóta flauginni tók gildi á miðvikudaginn og gildir það í nokkra daga.
15.08.2020 - 10:23
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
04.08.2020 - 06:36
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
19.07.2020 - 23:10
Þúsundir maura á Íslandi
Þúsundir maura af fjórum tegundum lifa villtir hér landi. Líffræðinemar, sem starfa við að kortleggja háttalag þeirra, segja ljóst að maurum eigi eftir að fjölga verulega á næstu árum vegna hlýnunar loftslags.
18.07.2020 - 20:23
Kindin klónaða hefði orðið 24 ára í dag
Sauðkindin Dollý hefði orðið 24 ára um þessar mundir hefði henni enst aldur. Ekki er endilega daglegt brauð að halda upp á afmæli kinda en hún Dollý heitin var engin venjuleg kind.
05.07.2020 - 13:32
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06