Færslur: tækni

Ekki tekið afstöðu til lögmætis Microsoft Teams
Fjarfundarbúnaður getur falið í sér margvíslega áhættu um öryggi persónuupplýsinga, segir forsvarsmaður Persónuverndar. Þeir sem ákveða að nota búnaðinn verði að meta hvort hann samræmist persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjarfundakerfið Microsoft Teams standist evrópsk persónuverndarlög. Í Svíþjóð hafa margar stofnanir hætt að nota forritið því persónuleg gögn um notendur eru geymd í Bandaríkjunum. 
04.08.2021 - 18:24
Dýrt og tímafrekt að þróa app sem talar íslensku
Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is segir bætt aðgengi að raddgreiningarbúnaði á íslensku, forsendu þess að fyrirtæki sjái hag sinn í að hanna forrit sem tala og skilja íslenskt mál. 
13.02.2021 - 18:50
 · Innlent · Verslun · Smáforrit · tækni · Máltækni
Myndskeið
„Draumur að feta í fótspor Sigurðar Richter“
Sjónvarpsþátturinn Nýjasta tækni og vísindi hefur göngu sína á ný í kvöld, eftir um sextán ára hlé. Einn umsjónarmanna þáttarins segir það draumi líkast að fá að feta í fótspor þeirra sem sáum um þáttinn á árum áður.
14.09.2020 - 17:00
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Smáforrit leiddi unglinga að líkamsleifum í ferðatösku
Smáforritið Randonautica leiddi unglinga að líkamsleifum í ferðatösku undir brú í Seattle í Bandaríkjunum. Forritið spýtir út hnitum sem notendur eiga að elta og lofar ævintýrum á áfangastað.
02.08.2020 - 10:05
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Gera íslenskar raddir ódauðlegar með raddgervli
Mál- og raddtæknistofa HR vinnur hörðum höndum að því að þróa forrit sem skilur og talar íslensku. Dósent við skólann segir að hlúa verði að tungumálinu og því sé mikilvægt að tæknin sé aðgengileg á íslensku.
11.07.2020 - 13:26
Viðtal
Rauða viðvörunin var góð æfing
Rauða viðvörunin um daginn var ágætis æfing, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Þá unnu allir starfsmenn fyrirtækisins heiman frá sér. Á vinnustaðnum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að varna því að starfsfólk smitist af COVID-19 eða smiti aðra. Spritt út um allt, ráðstafanir í mötuneyti og búið að skilgreina lykilstarfsmenn. Viðbrögð Advania eru líklega lýsandi fyrir viðbrögð margra stórra vinnustaða en fyrirtækið hefur þó ákveðna sérstöðu.
13.03.2020 - 17:35
 · COVID-19 · tækni · Atvinnumál · Innlent
Lestin
Horfir þú á sjónvarpið eða horfir það á þig?
Snjallsjónvörp safna upplýsingum um notendur sína og senda í mörgum tilfellum áfram til þriðja aðila. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að öryggi sé oft ábótavant á hinu svokallaða hlutaneti sem snjallsjónvörpin eru hluti af.
Spegillinn
Tækni lúsifers gæti valdið byltingu í fiskeldi
Aðferðir sem hinn ófrýnilegi djúpsjávarfiskur lúsifer beitir til að afla sér fæðu gætu orðið að veruleika í hvítfiskeldi í sjó. Tilraun hér við land hefst á næstunni. Hún felst í því að koma fyrir ljósi í búri fullu af þorski neðansjávar sem lokkar átu til fisksins.
30.09.2019 - 17:00
 · Innlent · fiskeldi · tækni
Íslensk fyrirtæki reistu rússneska verksmiðju
Íslensk fyrirtæki settu upp tæknibúnað í nýrri vinnslustöð á einum afskekktasta stað heims. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræsti verksmiðjuna.
05.09.2019 - 19:49
Fréttaskýring
Hamslaus reiði á netinu og ýmsum brögðum beitt
Síðastliðnar tvær vikur hafa þrír atburðir orðið til þess að brotist hefur út hamslaus reiði á samfélagsmiðlum. Þeir æstustu hafa látið ýmis ókvæðisorð falla, hótað ofbeldi, jafnvel sent morðhótanir. Er þetta til marks um að fólk sé í auknum mæli farið að sleppa sér algerlega á samfélagsmiðlum? Er nettröllum að fjölga? Er mark takandi á morðhótunum frá ókunnugu fólki á Facebook? Eru reiðir netverjar í auknum mæli farnir að beita tölvuárásum? Spegillinn ræddi þessi mál við sérfræðinga.
12.06.2019 - 19:40
Bretar herða lög um áhorf á klám
Ný lög um áhorf á klám taka gildi í Bretlandi í sumar. Samkvæmt lögunum þurfa þau sem vilja horfa á klám á netinu að sanna að þau séu eldri en 18 ára áður en áhorf hefst.
20.04.2019 - 13:52
Erlent · Bretland · Klám · tækni · Tölvur
Viltu vita hverju þú klæðist?
Í appinu Good on You getur þú flett upp fatamerkjum og framleiðendum og skoðað einkunnir sem appið hefur gefið þeim út frá því hversu umhverfisvænt það er, hversu mannúðleg starfsemin er og svo hvort að prófað sé á dýrum.
27.03.2019 - 14:23
Tæknitíska
Það fer alltaf að vera meira töff að vera góður í tækni. Tækninn verður alltaf stærri og stærri partur af okkar lífi og tískufyrirtæki eru í auknu mæli að blanda tækni inn í sína hönnun.
04.02.2019 - 15:44
 · RÚV núll · rúv núll efni · Tíska · tækni
Andlitsgreining skapar margvísleg álitaefni
Andlitsgreining í snjalltækjum og á samfélagsmiðlum vekur upp spurningar um persónuvernd og það hvernig upplýsingarnar eru notaðar, segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
03.02.2019 - 20:23
Viðtal
Þróuðu hátæknibúnað fyrir blinda
Verkefni sem felur í sér þróun á tæknibúnaði til að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt, Sound of vision, hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í nýsköpunarkeppni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Verkefnið er alþjóðlegt og er stjórnað af Háskóla Íslands.
31.01.2019 - 09:25
Viðtal
Snjalltækin skilja bráðum íslensku
Við ættum að geta talað íslensku við tækin okkar innan nokkurra ára, segir forstöðumaður gerivgreindarseturs. En svo það verði að veruleika þurfa allir að leggja hönd á plóg.
25.01.2019 - 22:35
Ísland hrapar um 10 sæti á nýsköpunarlista
Ísland hefur fallið um tíu sæti á lista yfir stöðu nýsköpunar í ríkjum heims. Eftir að hafa verið í 13. sæti í þrjú ár er Ísland nú í því 23. samkvæmt alþjóðlegri skýrslu. Skýrslan Global Innovation Index er gefin út árlega. Cornell háskóli, Alþjóðahugverkastofnunin og viðskiptaháskólinn INSEAD standa að útgáfunni.
24.11.2018 - 12:35
Viðtal
Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða
Við getum ekki ætlast til þess að börnin tali enn eins og þegar handritin voru skrifuð eða hafi sömu málkunnáttu og fólk sem liggur í Hólavallagarði hafði,“ þetta segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði. Hún og Eiríkur Rognvaldsson, prófessor emerítus í sama fagi, kynntu á Skólamálaþingi Kí í dag niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi þar sem enskan er allt um lykjandi. Forsetinn lýsti sig andvígan málfarsfasisma á þinginu.
Fréttaskýring
Sprotarnir sem eftirhrunsárin fóstruðu
Þetta voru tæknifyrirtæki, sérhæfð í stafrænum lausnum, stofnuð af fólki sem kunni að reikna og hafði verið að vinna í bönkunum. Svona lýsa viðmælendur Spegilsins í nýsköpunargeiranum hinum dæmigerðu eftirhrunssprotum, sem stungu sér upp úr sviðnum jarðvegi kreppunnar - en nýsköpunarflóran eftir hrun var fjölbreyttari. Spegillinn ræddi við stofnendur tveggja fyrirtækja sem segja má að hafi verið afsprengi hrunsins og stofnanda eins sem óx úr grasi í efnahagsumhverfi eftirhrunsáranna.
29.09.2018 - 09:00
Landakortið sem tónverk
Persónlegi GPS-staðsetningarbúnaðurinn sem er kominn í öll helstu snjalltæki opnar ýmsa möguleika í listsköpun. Bræðurnir Halldór og Úlfur Eldjárn opnuðu á dögunum, sem hluta af Listahátíð í Reykjavík, nýtt verk sem nefnist GPS Reykjavík.
Nýr Pokémon leikur væntanlegur
Það er nóg um að vera í tölvuleikjaheiminum eins og vanalega en tölvuleikjaráðstefnan E3 sem haldin er í Los Angeles er rétt handan við hornið og hefst í næstu viku.
05.06.2018 - 13:39