Færslur: Systur

Sjónvarpsfrétt
Systkinin hrærð vegna fjölda skilaboða frá Úkraínu
Sigga, Beta, Elín og Eyþór Ingi Eyþórsbörn segjast fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd.
15.05.2022 - 20:14
Úkraína sigurvegari Eurovision 
Kalush Orchestra frá Úkraínu bar sigur úr býtum í Eurovision í kvöld með laginu Stefania. Úkraína fékk alls 631 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Úkraína vinnur keppnina, fyrst árið 2004, þá 2016 og svo nú árið 2022.  
14.05.2022 - 23:07
Eurovision
Systur geisluðu á stóra sviðinu í Tórínó
Sigga, Beta, Elín og Eyþór Ingi Eyþórsbörn hafa lokið flutningi sínum á framlagi Íslands til Eurovision í ár, Með hækkandi sól. Ákaft var klappað með íslenska laginu og Systur ljómuðu af gleði.
14.05.2022 - 20:57
Kosningavaka hefst á aðalrás klukkan 21:50
Eurovision verður í beinni útsendingu á aðalrás sjónvarps frá klukkan 19:00 til 21:50 en færist þá yfir á RÚV 2. Þá tekur kosningavakan við í sjónvarpinu en hægt verður að fylgjast með úrslitum Eurovision á RÚV2. Hægt er að horfa á báðar rásir á ruv.is.
14.05.2022 - 19:16
Sjónvarpsfrétt
„Mér líður eins og ég sé komin í einhvern rússíbana“
Í kvöld ræðst hvaða þjóð tryggir sér sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Foreldrar íslensku Eurovision-faranna eru stressaðir en glaðir og hafa tröllatrú á sínu fólki. 
14.05.2022 - 18:51
Á tali í Tórínó
„Maður var bara öskrandi í græna herberginu“
Þær Elín Ey úr hljómsveitinni Systur og lagahöfundurinn Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low, eru enn að ná sér niður eftir æsispennandi þriðjudagskvöld. Hópurinn er samt til í slaginn og Systur tilbúnar að stíga á svið og flytja Með hækkandi sól á nýjan leik á laugardag. Báðar segjast orðnir miklir Eurovision-aðdáendur eftir reynsluna og nú er glimmer í algleymingi hjá hópnum.
13.05.2022 - 20:00
Galdurinn er að reyna ekki að búa til vinningsatriði
Þriðja árið í röð er Ísland með á úrslitakvöldi Eurovision. Glansandi BDSM fatnaður, ólar með göddum, palestínski fáninn í græna herberginu og skýr skilaboð um að hatrið muni sigra. Daði í pixluðu peysunni sinni að pæla einlæglega í því hvernig ástarsamband hans og Árnýjar geti orðið betra eftir öll þessi ár. Og nú Systur og Lay Low.
13.05.2022 - 13:40
Vill hjálp við að senda Systrunum skilaboð
Ellen Kristjánsdóttir, söngkona og móðir Siggu, Betu, Elínar og Eyþórs Inga Eyþórsbarna, sem keppa fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision á laugardag, vill aðstoð Íslendinga við að senda þeim hvatningarkveðju.
12.05.2022 - 16:59
Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf
Eurovion keppendur þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem barst keppendum fyrr í kvöld.
11.05.2022 - 21:07
Morgunútvarpið
Hlegið og dansað fram á rauða nótt  
„Ég held að innst inni hafi Lovísa Elísabet og Systurnar verið orðnar alveg sáttar við að færa Evrópu bara fallegt lag,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, þulur í útsendingunni á Eurovision. Þau hafi ekki endilega búist við að komast áfram en fögnuðu innilega þegar það gerðist og dansað var fram á rauða nótt.
11.05.2022 - 12:00
„Ég verð að éta hattinn hennar Elínar“
Twitter logaði sem sjaldnast fyrr á meðan undanúrslit Eurovision fóru fram í Tórínó í kvöld. Mikið var um dýrðir í höllinni og sannarlega kátt þegar tilkynnt var að Ísland væri á meðal þeirri tíu þjóða sem komast áfram í úrslit Eurovision 2022. Sitt sýndist hverjum um keppnina í heild en Íslendingar um allan heim fagna því að fá aftur að sjá systkinin stíga á stokk á laugardag.
10.05.2022 - 22:27
Viðtal
Tárvot systkin í skýjunum og þakka stuðninginn
Framlag Íslands í Eurovision, Með hækkandi sól, verður meðal þeirra laga sem keppa í aðalkeppni Eurovision á laugardag. Systurnar Sigga, Beta og Elín voru fjórtándu keppendurnir til að stíga á svið í Tórínó á Ítalíu.
10.05.2022 - 21:43
Eurovision
Ísland áfram í Eurovision 2022
Hinar íslensku Systur voru númer þrjú til að komast áfram í úrslit Eurovision í ár. Stórkostlegur árangur hjá okkar fólki sem varð landi og þjóð sannarlega til sóma, og verður það áfram. Til hamingju Ísland!
10.05.2022 - 20:54
Eurovison
Stórkostlegur flutningur Systra í Tórínó
Hinar íslensku Systur komust áfram í úrslit Eurovision. Þær voru númer fjórtán á svið í Tórínó og fluttu lagið Með hækkandi sól eftir Lay Low. Mikil fagnaðarlæti brutustu út að flutningi loknum og Systur fá að endurtaka leikinn á laugardag.
10.05.2022 - 20:33
Mynd með færslu
Í BEINNI
Eurovision - Fyrri undanúrslit
Mikið er um dýrðir í Tórínó í kvöld þar sem fyrri undanúrslit Eurovision fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Sautján atriði stíga á svið og eftir símakosningu kemur í ljós hvaða tíu þjóðir verða á meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag. Hinar íslensku Systur eru númer fjórtán í röðinni.
10.05.2022 - 18:28
Mistök við hljóðblöndun höfðu ekki áhrif á dómara
Systur fluttu lag sitt Með hækkandi sól fyrir dómara víða um heim á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld. Hópstjóri íslenska hópsins segir þær hafa staðið sig með mikilli prýði, þrátt fyrir að hljóðblöndun hafi misfarist í atriðinu og þær ekki heyrt í hverri annarri syngja.
10.05.2022 - 00:22
Talað frá Tórínó: Með hækkandi spennu og Tékki í boxi
Ef það væri til græja sem mældi spennustig, myndu mælingar hennar án efa sýna að spennustigið í Torínó fer vaxandi frá einni klukkustund til annarrar. Keppnisvikan er runnin upp undir þungum takti frá Eurovillage sem er í grennd við hótel íslenska hópsins. Gestum í borginni fjölgar dag frá degi sem og svitablettum í pastellituðum hörskyrtunum sem önnur hver manneskja er í, því hitastigið, já raunhitastigið í borginni er líka á blússandi uppleið!
09.05.2022 - 19:30
Morgunútvarpið
„Þetta verður gæsahúðarmóment“
Framlag Íslands, Með hækkandi sól, í Eurovision hefur tekið nokkrum breytingum frá því að áhorfendur heyrðu það síðast. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, er ánægður með nýju útfærsluna og vonar að Systur heilli dómnefndirnar á dómararennsli í kvöld.
09.05.2022 - 16:50
Eurovision
Beta auglýsir eftir löngu týndum draumaprins
Systirin Beta, Elísabet Eyþórsdóttir, auglýsir eftir löngu týndum draumaprinsi frá Ítalíu. Beta og ítalski sjarmörinn áttu fallegt en nokkuð endasleppt stefnumót fyrir þónokkrum árum.
09.05.2022 - 15:37
Á tali í Tórínó
Smáatriði hjá Systrum sem þarf að tímasetja upp á hár
„Þetta atriði snýst mjög mikið um smáatriði eða díteila. Það er lágstemmt og náið og svo mikið hjarta. Þetta þarf að æfa mjög vel og þær eru miklar hetjur sem standa sig ekkert smá vel,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir sem er leikstjóri íslenska Eurovision atriðisins í ár. Hún segir að eftir því sem fólk horfir oftar og betur á atriðið skilji það betur og betur smáatriðin í því sem þurfa að vera hárrétt tímasett.
07.05.2022 - 11:20
Systrum bannað að segja „Slava Ukraini“
„Þó fjölmiðlar gleymi ykkur munum við ekki gera það,“ sagði Sigríður Eyþórsdóttir um Úkraínu á blaðamannafundi eftir aðra æfingu systranna á sviðinu í dag en ástandið í landinu kom nokkuð til tals. Í lok síðasta rennslis systranna á laginu kvöddu þær af sviðinu á orðunum „Slava Ukraini,“ til stuðnings Úkraínu. Setningin þykir reyndar of pólitísk fyrir Eurovision og ólíklegt þykir að hún muni heyrast af sviðinu í útsendingunni. 
05.05.2022 - 10:47