Færslur: Sýslumenn

Sýslumaður Íslands verði á Húsavík
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði á Húsavík eftir sameiningu allra sýslumannsembætta landsins. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir ráðherra.
09.09.2022 - 07:42
„Furðulegt að leggja fram stór mál um hásumar“
Fækka á sýslumannsembættum í eitt. Opnað var fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir viku en lokað verður í lok mánaðar. Sýslumenn eru ósáttir við þessa hröðu málsmeðferð.
21.07.2022 - 12:06
Vill sameina öll sýslumannsembætti landsins í eitt
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og varasamt að fara svo bratt í jafn stórfelldar breytingar og í frumvarpinu felast.
Kosning í Kringlu og Smáralind hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Kringlunni og Smáralind í morgun.
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Forstjóri Útlendingastofnunar sækir um sýslumanninn
Sjö umsóknir bárust um embætti Sýslumannsins á höfðuborgarsvæðinu en umsóknarfrestur rann út 1. október. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, er meðal umsækjenda.
Sakavottorðið orðið rafrænt
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á Ísland.is. Vottorðið er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá viðkomandi einstaklings.
08.07.2020 - 19:45