Færslur: Sýslumannsembættin

Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust í morgun
Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust klukkan 8:20 í morgun hjá sýslumönnum víðs vegar um landið. Ákveðið var í gær að Alþingi yrði formlega rofið 25. september og gengið yrði til almennra kosninga samdægurs.
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar. 
Fréttaskýring
Ber ekki að kalla til túlk í viðkvæmum málum
Sýslumanni ber ekki að kalla til eða útvega fólki, sem ekki talar íslensku, túlk. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að hún hafi haft spurnir af málum þar sem erlendar konur hafa gefið frá sér forsjá barna sinna og afsalað sér eignum þar sem þær skildu ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.
Hvetur dómsmálaráðherra til aðgerða
Umboðsmaður barna sendi dómsmálaráðherra bréf í lok maí og lýsti yfir áhyggjum af því hversu langan tíma það tekur að afgreiða mál hjá fjölskyldusviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann skorar á dómsmálaráðherra að grípa til aðgerða og setja börn og hagsmuni þeirra í forgang.
21.07.2019 - 16:01
Aldrei lengri bið hjá sýslumanni
Bið eftir meðferð mála hjá sýslumanni hefur verið viðvarandi frá 2016. Hún hefur þó aldrei verið lengri en nú. Í svari frá embættinu við fyrirspurnum fréttastofu segir að þetta skýrist af fjárskorti embættisins. Ekki sé hægt að manna fjölskyldusvið nægjanlega. Því hafi ekki tekist að vinna verkefni sviðsins jafnóðum og innan viðunandi tíma. Þá hafi ný verkefni bæst við en fjármagn ekki fylgt.
19.07.2019 - 07:05
Erfði íbúð en fær afslátt af stimpilgjaldi
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íbúðareigandi, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu neitaði um helmingsafslátt af stimpilgjöldum, hafi átt rétt á afslættinum.
21.06.2019 - 21:04
Viðtal
Ráðuneytið segir sýslumann skorta valdheimild
Dómsmálaráðuneytið taldi að sýslumann hefði skort valdheimildir til þess að taka afstöðu til þess hvort kæra Vigdísar Hauksdóttur, um borgarstjórnarkosningarnar 2018, uppfyllti formleg skilyrði.
Ekki heppilegt að sníða hjúskaparlög að fáum
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að skerpa þurfi á hjúskaparlögum en ekki sé heppilegt að sníða löggjöfina að þeim sem losna ekki úr hjónabandi við ofbeldismenn. Það séu sjaldgæf undantekningartilvik. Hún segir að dómsmál sem rísa af þessum völdum séu ekki flókin og þar af leiðandi sjaldnast mjög dýr.
Segir að breyta þurfi lögum um skilnaði
Nauðsynlegt er að breyta hjúskaparlögum, svo ekki sé vísvitandi hægt að tefja lögskilnaðarferli árum saman. Þetta segir sérfræðingur í sifjarétti. Sýslumenn þurfi þó einnig að breyta sínu verklagi.
Kjörstjórn segir sýslumann brjóta kosningalög
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur sakar Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu um mistök við meðferð kæru sem barst vegna væntanlegra borgarstjórnarkosninga. Í bréfi til sýslumanns segir yfirkjörstjórnin að sýslumaður hafi ekki gætt að skýrum ákvæðum laga og að ólögmæt inngrip framkvæmdavaldsins í kosningar séu til þess fallin að rýra traust almennings og alþjóðasamfélagsins á kosningum hér á landi.
Fréttaskýring
„Útilokun oft skárri en íþyngjandi úrræði“
Af tvennu illu er oft skárra að barn búi hjá foreldri sem tálmar umgengni þess við hitt foreldrið en að raska stöðugleika þess með að færa lögheimili þess yfir til hins útilokaða foreldris. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í sifja- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Hún var formaður nefndar sem endurskoðaði barnalögin áður en þeim var breytt árið 2013. Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, berst fyrir því að fá foreldraútilokun viðurkennda sem ofbeldi.