Færslur: Sýnataka

Börn send aftur í sóttkví eftir einn dag í skólanum
Nemendur 4. bekkjar í Brekkuskóla á Akureyri, sem mættu í skólann í gær eftir sóttkví, þurfa að fara aftur í sóttkví næstu sjö daga eftir að kennari í skólanum greindist smitaður. Starfsmaðurinn var í smitgát og einkennalaus.
07.10.2021 - 13:09
Mörg hundruð manns í röð eftir sýnatöku á Akureyri
Hundruð standa nú í röð eftir að komast í sýnatöku á Akureyri. Hópsýking kom upp á svæðinu fyrir rúmri viku og ljóst að margir þurfa að láta taka sýni næstu daga.
07.10.2021 - 11:26
Fáir í sýnatöku þrátt fyrir fjölgun smita
Þrátt fyrir að óvenjumörg kórónuveirusmit hafi greinst í gær fóru fáir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að rólegt hafi verið alla vikuna.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við hraðpróf
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkafyrirtækjum frá og með 20. september, til þess að auka aðgengi almennings að prófunum. Aðsókn í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er minni en búist var við.
17.09.2021 - 13:01
Myndskeið
Vilja hraðpróf fyrir covid á fleiri stöðum
Listamenn halda flestir að sér höndum og fæstir hafa efnt til viðburða með fimm hundruð gestum í hólfi. Í gær hófust hraðprófanir fyrir fólk sem hyggst sækja viðburði en aðsóknin var dræm. „Við myndum alveg vilja fá einkaaðilana með, sem eru þegar að gera þessi próf, til þess að þetta sé á fleiri stöðum og gestum finnist þetta fýsilegur kostur,“ segir Hrefna framkvæmdastjóri Tix.is.
11.09.2021 - 09:40
Hraðpróf í boði á landsbyggðinni í næstu viku
Heilsugæslan á landsbyggðinni er tekin til við að skipuleggja framkvæmd hraðprófa í hverju umdæmi. Á Norðurlandi er reiknað með að hefja notkun hraðprófa á þriðjudaginn á sjö stöðum.
08.09.2021 - 14:19
22 greind með covid í gær - 8 utan sóttkvíar
22 voru greindir með COVID-19 í gær. Af þeim voru 14 í sóttkví en 8 utan sóttkvíar. Tíu voru fullbólusettir en 12 óbólusettir. Nýgengi smita síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa er 238,3. Þetta eru öllu færri en voru greindir með smit í fyrradag en þá voru þau 52 talsins. 10 eru á spítala með sjúkdóminn en enginn á gjörgæslu. Ef frá er talin landamæraskimun voru tekin 1.623 sýni í gær.
05.09.2021 - 10:56
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.
Geta ekki greint fleiri sýni nema með auka liðstyrk
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur ekki afgreitt meira en fjögur til fimm þúsund sýni á dag. Ef mörg hundruð eða þúsund sýni bætast við á degi hverjum vegna íslenskra komufarþega þarf að fjölga starfsfólki eða leita aðstoðar annars staðar frá.
06.08.2021 - 19:10
Allir sem fengu Janssen fá Pfizer fyrir 20. ágúst
Stefnt er að því að allir sem voru bólusettir með bóluefni Janssen á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið örvunarskammt af Pfizer-bóluefninu fyrir 20. ágúst. Þetta sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Allir íbúar Wuhan-borgar skikkaðir í sýnatöku
Yfirvöld í borginni Wuhan í miðhluta Kína tilkynntu í morgun að allir íbúar hennar skuli fara í sýnatöku. Fyrstu kórónuveirutilfellin í meira en ár komu þar upp í gær.
03.08.2021 - 04:40
Almannavarnir: „Farið frekar í sýnatöku en í vinnuna”
Yfir 800 manns hafa greinst með Covid-19 á Íslandi undanfarna viku, meirihluti utan sóttkvíar. Almannavarnir biðla til fólks að fara í sýnatöku við minnstu einkenni, í stað þess að mæta í vinnu eftir verslunarmannahelgi. Upplýsingafulltrúi almannavarna segir helsta áhyggjuefnið vera áframhaldandi hátt hlutfall sem greinist utan sóttkvíar. Búist er við mun hærri tölum eftir verslunarmannahelgina. Upplýsingafundur almannavarna verður á morgun.
02.08.2021 - 12:26
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Útgöngubann framlengt í Brisbane og næsta nágrenni
Áströlsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í Brisbane og nærliggjandi héruðum í suðausturhluta Queensland. Aflétta átti banninu á þriðjudagsmorgun en það verður framlengt fram á næsta sunnudag.
Margir mættir í sýnatöku í morgunsárið
Löng röð var í sýnatöku við í húsnæði Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í morgun. Rétt fyrir opnun náði röðin upp í Ármúla.
Óska eftir aðstoð við sýnatöku vegna mikilla anna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir fólki sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.
Greining sýna gengið vel þrátt fyrir mikið álag
Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans undanfarið en deildin sér um greiningu á COVID-19 sýnum. Svo mikill hefur fjöldi sýna verið að síðustu tvo daga hefur ekki tekist að birta staðfestar heildartölur yfir covid-smit klukkan 11:00 eins og venjan er.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri smit og framhaldið óskrifað blað
Metfjöldi smita greindist innanlands í gær og landlæknir segir delta-afbrigðið breyta leikreglum faraldursins. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að næstu dagar skeri úr um framhaldið.
27.07.2021 - 19:58
Myndskeið
Heilu rúturnar skila af sér ferðamönnum í sýnatöku
„Það er alveg stöðugt streymi fólks sem að hlykkjast hérna í næstu götur,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil ásókn er í að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut og er búist við álíka fjölda og í gær þegar um 4.300 manns mættu.
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Aukið álag í sýnatöku og erfitt að ráða starfsfólk
Álag á starfsfólk sem sinnir COVID-sýnatöku hefur aukist töluvert síðustu daga og helst þyrfti að fjölga í hópnum. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við mikilli aðsókn í dag. 
21.07.2021 - 11:38
Sýnatöku þörf finni bólusettir fyrir COVID einkennum
Fullbólusettu fólki með einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits ber að fara í sýnatöku svo fljótt sem verða má. Sömuleiðis skal halda sig heima, ekki fara til vinnu eða skóla og fara heim verði einkenna vart þar.
Allt að tveggja tíma bið í Leifsstöð eftir sýnatöku
Þrjátíu og ein flugvél lendir á Keflavíkurflugvelli á morgun og hafa þær ekki verið fleiri frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Farþegar geta þurft að bíða í allt að tvo tíma eftir því að vottorð þeirra séu skoðuð og þeir sendir í skimun. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að farþegar sem lagt hafi langa ferð að baki geti orðið pirraðir að þurfa að bíða lengi eftir afgreiðslu.
Fjögur innanlandssmit en öll í sóttkví
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring,öll í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum og bíða þau mótefnamælingar.