Færslur: Sýnataka

Sýnataka úr gámi
Um þrjú til átta hundruð manns fara í covid-próf hjá heilbrigðisstofnunum á dag. Hlutfall jákvæðra sýna hefur lækkað sem og nýgengi smita. Aðstæður til sýnatöku hafa breyst og ekki er lengur þörf á stóru húsnæði. 
Nokkrar tilslakanir í Shanghai
Almenningssamgöngur hófust að hluta til í kínversku borginni Shanghai í morgun. Það er til marks um að lífið þar sé smám saman að færast í fyrra horf eftir nærri tveggja mánaða einangrun vegna útbreiðslu COVID-19.
22.05.2022 - 23:00
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Hætta að bjóða upp á hraðpróf
Frá og með næstu mánaðarmótum mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut 34.
28.03.2022 - 17:32
Ríkið hættir að niðurgreiða hraðpróf
Þann 1. apríl nk. fellur úr gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
23.03.2022 - 16:46
Sýnatökur hafa kostað ríkið 11,5 milljarða króna
Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku vegna COVID-19 frá því faraldurinn hófst nemur ellefu og hálfum milljarði króna. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.
22.03.2022 - 14:20
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Afléttingar á landamærum næstu daga
Heilbrigðisráðherra segir vel mögulegt að aflétta takmörkunum á landamærunum jafnvel næstu daga og í það minnsta fyrir næstu mánaðamót. Að óbreyttu gæti Ísland verið án sóttvarnatakmarkana um 25.febrúar.
Allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðu sýna
Sóttvarnalæknir greinir frá því í fréttatilkynningu að fólk geti gert ráð fyrir allt að þremur sólarhringum þar til niðurstaða berst úr PCR-prófum. Mikil aukning hefur verið á sýnatökum með PCR-prófum undanfarna daga. Fólk sem er með einkenni COVID-19 er beðið um að halda sig til hlés. einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar.
10.02.2022 - 14:01
Helmingi færri í sýnatöku eftir breytingu á sóttkví
Helmingi færri fara nú í einkenna- eða sóttkvíarsýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt. Sýnatökufólk hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst þó við að þeim fjölgi á ný eftir helgi því viðbúið sé að fleiri smitist þar sem færri eru í sóttkví en áður. Landspítalinn hyggst ekki fara af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans.
27.01.2022 - 12:30
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
1.080 smit innanlands - 114 á landamærum
1.080 smit greindust innanlands í gær og 114 á landamærum. 54 prósent voru í sóttkví við greiningu. Alls eru nú 21.708 manns í sóttkví eða einangrun eða um sex prósent landsmanna. 763 eru skráðir með endursmit, það er að segja hafa smitast áður.
17.01.2022 - 10:52
Covid-sýnataka frestast vegna veðurs
Ekkert verður af áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun vegna mjög slæmrar veðurspár. Gul veðurviðvörun vegna norðvestan storms eða roks gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun.
Einkennasýnataka vegna covid á tveimur stöðum
Nokkuð löng röð myndaðist í morgun við Suðurlandsbraut eftir PCR-sýnatökum. Röðin kláraðist hálftíma eftir að opnað var. Tekin var upp sú nýbreytni í morgun að taka sýni á tveimur stöðum að Suðurlandsbraut 34. Fimmtán nýir starfsmenn eru í sýnatökum og því var hægt að manna tvær stöðvar fyrir einkennasýnatöku eða PCR. Hraðprófin hafa verið færð upp á 2. hæð en minni eftirspurn er eftir þeim.
29.12.2021 - 12:52
Um fjögur þúsund skráðir í sýnatöku í dag
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst ekki við jafn löngum röðum í sýnatöku í dag og í gær. Í morgunsárið voru um þrjú þúsund skráðir í PCR-sýnatöku við Suðurlandsbraut og þúsund í hraðpróf. 
27.12.2021 - 09:14
Myndskeið
Bíða á aðra klukkustund hóstandi í sýnatökuröðinni
Margir hafa látið taka úr sér sýni á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag og hefur röðin eftir PCR-prófi náð mörg hundruð metrum, hlykkjast um bílaplanið og eftir Ármúlanum. Þeir sem bætast við röðina núna fara í hana við höfuðstöðvar Símans. Napurt er í höfuðborginni, hiti við frostmark og lítils háttar snjókoma. Þónokkur fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna og sagst hafa beðið í röðinni á aðra klukkustund. Eitthvað var um að fólk hefði gefist upp á biðinni og snúið við. 
Á annað þúsund í skimun í dag
Um 1.600 hafa mætt í kórónuveiruskimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Opnað var í sýnatöku klukkan 10 en lokað verður klukkan 14.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Yfir 250 milljónir hafa smitast af COVID-19 frá upphafi
Yfir tvöhundruð og fimmtíu milljón tilfelli kórónuveirusmita hafa verið skráð á heimsvísu frá því faraldurinn skall á í desember 2019. Smitum heldur áfram að fjölga í heiminum.
09.11.2021 - 03:25
Nýjum kórónuveirutilfellum fækkar hratt í Færeyjum
Nýjum tilfellum COVID-19 í Færeyjum hefur fækkað dag frá degi frá því um miðja síðustu viku. Landlæknir eyjanna kveðst varfærnislega bjartsýnn en hrósar löndum sínum fyrir skynsamleg viðbrögð við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
09.11.2021 - 00:45
Níu starfsmenn FSu smitaðir
Níu starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eru smitaðir af kórónuveirunni. Sex þeirra eru kennarar. Skólabyggingin verður lokuð í dag, annan daginn í röð, og sækja nemendur fjarkennslu. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé komið í ljós hvernig kennararnir smituðust. Í gærdag voru sex starfsmenn smitaðir en í sýnatökum gærdagsins greindust þrjú ný smit.
Átta smit sem tengjast FSu
Átta manns, sem tengjast Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, eru smitaðir af kórónuveirunni. Skólinn er lokaður að minnsta kosti fram á mánudag. Fjarkennsla hefst á morgun. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé vitað hvernig starfsmenn hafi smitast.
Börn send aftur í sóttkví eftir einn dag í skólanum
Nemendur 4. bekkjar í Brekkuskóla á Akureyri, sem mættu í skólann í gær eftir sóttkví, þurfa að fara aftur í sóttkví næstu sjö daga eftir að kennari í skólanum greindist smitaður. Starfsmaðurinn var í smitgát og einkennalaus.
07.10.2021 - 13:09