Færslur: Sýnataka

Áfram fjölgar smitum í Þorlákshöfn
Að minnsta kosti eitt kórónuveirusmit hefur greinst til viðbótar í Þorlákshöfn. Þar voru 200 skimaðir í dag eftir að grunskólanemandi í bænum greindist með COVID-19. Enn hefur ekki verið lokið við að greina öll sýnin. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist telja að smitið tengist hópsýkingunni í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Ramma. Staðfest smit í bæjarfélaginu eru nú 14 og Elliði telur að þau tengist öll sömu hópsýkingunni. 
28.04.2021 - 22:12
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
10 smit innanlands í gær – eitt utan sóttkvíar
Tíu greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra sem greindust var ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum, annað þeirra er virkt smit en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu. Þeim fjölgar sem liggja á sjúkrahúsi með COVID-19, í gær voru þeir þrír en nú fjórir.
23.04.2021 - 10:57
Tólf smit greindust innanlands í gær
Tólf greindust með COVID-19 innanlands í gær og tvö þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu úr mótefnamælingu á þeim. í fyrradag greindist 21 með COVID-19 innanlands og daginn þar áður 27.
21.04.2021 - 11:00
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
11 innanlandssmit – 6 utan sóttkvíar
Ellefu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og sex þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Flestir þeirra sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Svo mörg smit hafa ekki greinst innanlands síðan 23. mars.
07.04.2021 - 10:58
Þrjú ný smit – eitt utan sóttkvíar
Þrír greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra var ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum.
05.04.2021 - 10:42
Innlent · COVID-19 · Smit · Sýnataka · Skimun
„Einkenni barnanna eru varla merkjanleg“
Þrjú börn í Ísaksskóla greindust með COVID-19 í gær og í fyrradag. Smitin eru ekki rakin til skólans, enda hafa börnin ekki mætt í skólann síðustu vikuna. „Einkenni þessara barna voru svo lítil að þau voru varla merkjanleg, þess vegna er svo mikilvægt að vera á varðbergi fyrir minnstu einkennum. Maður er vanur að hrista af sér hor í nos en það gildir ekki núna,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu.
01.04.2021 - 10:36
Opið í skimun yfir páskana
Skimun fyrir COVID-19 verður í boði á höfuðborgarsvæðinu yfir páskana, á Suðurlandsbraut 34, alla daga milli klukkan 11 og 15. Mikil aðsókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga og hátt í þrettán hundruð voru skimaðir innanlands í fyrradag.
01.04.2021 - 10:06
Breytingarnar á landamærunum sem taka gildi 1. apríl
Á morgun 1. apríl gengur í gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Margvíslegt nýmæli fylgir reglugerðinni.
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 11:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til páskaupplýsingafundar vegna COVID-19 klukkan 11:00 miðvikudaginn 31. mars.
31.03.2021 - 09:01
Um 100 sendir í sóttkví — 50 starfsmenn Landspítala
Að minnsta kosti hundrað manns eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Smitrakning stendur enn yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu á smitinu.
18.03.2021 - 16:09
Einn á sjúkrahúsi með COVID-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið lagður inn í nótt vegna COVID-19. Hann kveðst ekki vita hvort viðkomandi greindist við landamærin en telur líklegast að svo sé.
Einn í sóttkví greindist með COVID-19 í gær
Einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og sá var í sóttkví. 1.308 sýni voru tekin innanlands í gær og 193 á landamærunum þar sem enginn greindist smitaður.
11.03.2021 - 10:48
Hópsmit og ekki líkur á tilslökunum 17. mars
Þeir tveir sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hinum þremur sem smitaðir eru af breska afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir segir að þetta sé hópsmit en að fjórða bylgja faraldursins sé ekki hafin. Þá segir hann ólíklegt að slakað verði á takmörkunum í næstu viku.  
09.03.2021 - 12:30
Komufarþegar í sóttkví þar sem er sérinngangur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að skylda þá sem koma frá útlöndum til að vera í sóttkví þar sem ekki er sameiginlegur inngangur í ljósi þess að starfsmaður Landspítalans virðist hafa smitast í stigagangi fjölbýlishúss síns þar sem annar smitaður býr.
08.03.2021 - 16:00
Vissu ekki um smitið fyrr en á hádegi í gær
Starfsmenn á Landspítalanum sem vinna á sama gangi og starfsmaðurinn sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar vissu ekkert um smitið fyrr en þeir fengu tilkynningu á hádegi í gær um að koma í sýnatöku.
08.03.2021 - 08:16
Smitið sem greindist í gær var gamalt
Kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar var gamalt. Þetta staðfesti Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fréttastofu. Því þarf sá sem greindist ekki að sæta einangrun og enginn þarf að fara í sóttkví vegna þess.
01.03.2021 - 15:42
Smit innanlands utan sóttkvíar
Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær og sá var ekki í sóttkví. Enn er þó beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu, og þá kemur í ljós hvort smitið er virkt eða gamalt. Þetta er í fyrsta skipti frá því 1. febrúar sem smit greinist utan sóttkvíar hér á landi. Þar áður greindust tvö smit utan sóttkvíar 20. janúar.
01.03.2021 - 11:00
Ekkert nýtt smit í gær
Ekkert kórónuveirusmit greindist á landinu í gær, hvorki innanlands né á landamærum. 17 eru í einangrun hér á landi og 24 í sóttkví. Nýgengi innanlands er 1,4 og 4,9 á landamærum.
23.02.2021 - 10:58
Ekkert smit innanlands og eitt á landamærum
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Eitt greindist á landamærunum og enn er óvíst hvort það er virkt eða gamalt.
22.02.2021 - 10:53
Myndskeið
Tuttugu farþegar án vottorðs í dag
Tuttugu farþegar sem komu til landsins síðasta sólarhring voru ýmist án tilskilins vottorðs eða með rangt vottorð. 
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Ekkert smit innanlands
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í sýnatökum í gær. Eitt smit greindist á landamærunum en ekki er vitað hvort það er virkt smit eða gamalt. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar til að fá skorið úr því.
13.02.2021 - 10:51
Ekkert smit innanlands í gær
Ekkert COVID-19-smit greindist innanlands í gær. 10 greindust á landamærunum, eitt smitanna er virkt, átta þeirra sem greindust bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu og einn hefur nú þegar greinst með mótefni.
01.02.2021 - 11:03