Færslur: Sýnataka

5 smit innanlands í gær – allir í sóttkví
Fimm smit greindust innanlands í gær og allir sem greindust voru í sóttkví. Þetta er í fyrsta sinn frá 11. september sem ekkert smit greinist utan sóttkvíar.
22.11.2020 - 11:03
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Öflug sýnataka á Norðurlandi eystra
Eitt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær, grunur leikur á um annað og beðið staðfestingar úr sýnatöku. Báðir aðilar voru í sóttkví. 102 eru nú í einangrun á svæðinu og 164 í sóttkví. Tveir eru inniliggjandi með COVID-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Fjórir eru í einangrun á farsóttahúsi.
11.11.2020 - 14:07
11 ný smit innanlands í gær – 6 í sóttkví
11 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru sex í sóttkví. Svo fá smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 14. september síðastliðinn.
10.11.2020 - 10:59
Ekkert nýtt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
7 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra eftir sýnatöku gærdagsins. Öll voru í sóttkví. Fimm þeirra eru á Akureyri, tvö á Dalvík. Öll sýni á skipinu Núpi BA sem var siglt í land í gær vegna veikinda skipverja voru neikvæð.
04.11.2020 - 16:03
Skipverjar í sýnatöku
Línuskipið Núpur BA er komið til hafnar á Akureyri. Skipverji veiktist og var ákveðið að halda til hafnar í sýnatöku.
03.11.2020 - 16:14
Myndskeið
Níundi hver Dalvíkingur í sóttkví
Átján manns eru í einangrun í Dalvíkurbyggð. Sýnatökum hefur fylgt álag á heilsugæsluna sem tók tíu sinnum fleiri sýni en venjulega fyrir helgina. Fimm starfsmenn á leikskólanum eru smitaðir. Fjölskylda í sóttkví reynir að njóta tímans og halda rútínu.
02.11.2020 - 20:21
Tveir létust af völdum COVID-19 á síðasta sólarhringnum
Tveir sjúklingar á níræðisaldri hafa látist á Landspítalanum á þessum sólarhring af völdum COVID-19. Alls greindust 24 með veiruna í gær og sjö þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að túlka daglegar sveiflur í fjölda smita með varkárni.
01.11.2020 - 10:54
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna. 
COVID-19
Sýnataka nemanda til að ljúka sóttkví tók skamma stund
Það tók Úlf Bjarna Tulinius, nemanda í Austurbæjarskóla, aðeins skamma stund að láta skima sig fyrir COVID-19 í dag. Hann hefur verið í sóttkví síðan á föstudag eins og samnemendur hans, eftir að smit greindist á unglingastigi skólans.
19 af 33 sem voru ekki í sóttkví geta ekki hafa smitað
Nítján af þeim 33 sem voru ekki í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær voru í áhöfninni á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Mbl.is hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að áhöfnin geti ekki hafa smitað fólk utan skipsins.
20.10.2020 - 12:58
Innlent · COVID-19 · Sýnataka · Smit
81 smit í gær – 65 í sóttkví – 18 smit á landamærum
81 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. 65 þeirra sem greindust voru í sóttkví en það eru 80 prósent.
15.10.2020 - 11:03
88 smit – helmingur í sóttkví – nýgengi aldrei jafnhátt
88 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Helmingur þeirra sem greindust var í sóttkví.
14.10.2020 - 11:02
Sextíu innanlandssmit í gær
60 innanlandssmit greindust í gær. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 237,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 226 og hækkar því aðeins á milli daga.
11.10.2020 - 11:12
87 smit greindust í gær – nýgengi smita er 226
87 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 97 í fyrradag. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 226 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 215 og hækkar því nokkuð á milli daga.
10.10.2020 - 11:05
Telur ríka ástæðu fyrir Akureyringa að vera á varðbergi
Yfirlæknir telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins.
Starfsfólk Lundarskóla í skimun í dag
Um 50 starfsmenn í Lundarskóla á Akureyri fara í skimun í dag en starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Ekkert skólastarf hefur verið hjá 1.-6. bekk í vikunni. Greinist enginn með COVID-19 verður hægt að hefja skólastarf aftur í fyrramálið.
30.09.2020 - 13:37
Segir áhugavert að WHO mæli með nýjum hraðprófum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhugavert að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skuli mæla með nýjum hraðprófum fyrir COVID-19. Hann segir að rannsaka þurfi betur áreiðanleika prófanna, áður en rætt verði um það hvort komi til greina að nota þau hér á landi. 
29.09.2020 - 11:52
Vinna lengur ef aðsóknin verður mikil í sýnatöku
Stöðugur straumur fólks hefur verið í sýnatöku heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Þetta segir Agnar Darri Sverrisson, verkefnastjóri yfir sýnatöku hjá heilsugæslunni. Allt stefni í að sýnin sem tekin verði í dag verði tæplega þrjú þúsund þegar síðustu eru búnir í skimun um áttaleytið í kvöld. Hann leggur áherslu á að aðeins þeir sem hafi einkenni komi í sýnatöku. 
22.09.2020 - 17:46
Allir sem þurfa að fara í sýnatöku komast að í dag
Meiri kraftur verður settur í sýnatökur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag eftir að fréttir bárust af því í gær að fólk með einkenni hefði ekki komist að. Auka mannskapur var kallaður til starfa í sýnatökuhúsinu á Suðurlandsbraut og eru nú helmingi fleiri að störfum þar en venjulega.
2 ný smit innanlands – í sóttkví
Tvö ný smit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví við greiningu. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem ýmist allir sem greinast eru í sóttkví eða enginn greinist. Fjögur smit greindust við landamæraskimun.
09.09.2020 - 11:17
Hætta að taka sýni í tjaldi
Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hætti í gær að taka sýni í tjaldi fyrir utan gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. „Þetta var erfið vinnuaðstaða og það var farið að blása rækilega,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, í samtali við fréttastofu. Þá hafi borið á því að fólk stundaði skemmdarverk á tjaldinu. Því hafi verið talið skynsamlegt að taka öll sýnin innandyra.
Ekkert smit greindist innanlands í gær
Ekkert nýtt smit greindist innanlands í gær, í fyrsta sinn frá 30. ágúst. Einstaklega fá sýni voru greind. Fimm smit greindust við landamærin, eitt virkt smit úr fyrri skimun og eitt úr seinni skimun en þrír bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.
07.09.2020 - 11:12
6 ný smit innanlands
6 ný smit greindust innanlands í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst á einum degi frá því 25. ágúst síðastliðinn. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Ekkert smit greindist við landamæraskimun.
04.09.2020 - 11:12
Sinfóníuhljómsveitin í sýnatöku í dag 
Allir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara í sýnatöku í dag. Fyrsta tónleikavika starfsársins hefst á mánudag og Íslensk erfðagreining hefur fallist á að skima hljóðfæraleikara og annað starfsfólk hljómsveitarinnar í sóttvarnarskyni. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að í framhaldinu verði skoðað hvort starfsfólk verður skimað reglulega.