Færslur: Sýnataka

Aðstaða til sýnatöku á Akureyri sprungin
Aðstaða heilsugæslunnar á Akureyri til sýnatöku verður færð í stærra og hentugra húsnæði á næstu dögum. Starfandi yfirlæknir heilsugæslunnar segir núverandi aðstöðu algerlega sprungna.
06.08.2020 - 14:28
Þjóðverjar skima alla frá hááhættusvæðum
Farþegar sem koma til Þýskalands frá hááhættusvæðum verða skyldaðir til að undirgangast sýnatöku frá og með næsta laugardegi. Skimun á landamærunum er ókeypis og fólki sem kemur inn í landið frá hááhættusvæðum hefur staðið til boða að fara í sýnatöku frá því í síðustu viku.
06.08.2020 - 12:49
Gátu ekki skimað vegna skorts á sýnatökupinnum
Vísa hefur þurft fólki, sem óskar eftir COVID-19 sýnatöku, frá Heilsugæslustöðinni við Lágmúla í dag vegna skorts á sýnatökupinnum. Í morgun voru þar til 15 pinnar sem búist var við að myndu klárast fljótlega. Salóme Ásta Arnardóttir, læknir á heilsugæslustöðinni, segir að von sé á fleiri pinnum á morgun.
05.08.2020 - 15:20
Gríðarlegt álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biður fólk, sem er með væg einkenni, að bíða aðeins með að hringja; og þá sem ekki eru með einkenni, að hringja alls ekki. Gríðarlegt álag er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Níu ný smit innanlands
Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Myndskeið
Brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka sýni
„Þegar kemur að snemmgreiningu þá er ekki ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni komist ekki í sýnatöku. Ég vil brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.08.2020 - 14:38
Greindust smituð eftir að hafa verið neitað um sýnatöku
„Ég ætlaði í langt ferðalag um landið með félaga mínum. Ef ég hefði fylgt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings væri ég sennilega núna á Borgarfirði eystra,“ segir Gilad Peleg í samtali við fréttastofu. 
01.08.2020 - 14:21
Haldið verður áfram að taka sýni um helgina
Töluverð aðsókn var á heilsugæslur í gær og voru Covid-sýni tekin fram eftir degi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að haldið verði áfram að taka sýni um helgina og fólk verði einnig kallað inn í seinni skimun.  
Sjö ný smit greindust í gær
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.
01.08.2020 - 10:03
„Veikindin mín í vor voru COVID-19“
„Ég var að komast að því núna eftir mótefnamælingu hjá ÍE að veikindin mín í vor voru COVID,“ skrifar Alexandra Ýr van Erven í Twitter-færslu í dag.  
Vaxandi álag á heilsugæslustöðvar
Álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist verulega vegna hópsýkingarinnar sem nú hefur brotist út og hefur þurft að endurskipuleggja starfsemina og fresta sumarfríum starfsfólks. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins segir að tekin verði sýni á einni heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og á Læknavaktinni um helgina.  
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14:00. Fundurinn er sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum er útvarpað á Rás 2. Fylgjast má með beinu textrastreymi hér að neðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, ræða stöðuna á landamærunum, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Bíða niðurstöðu mótefnamælinga hjá fimm
Sex COVID-19 smit greindust á landamærunum í gær. Einn mældist með mótefni og er smit viðkomandi því ekki virkt. Beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar í hinum fimm sem greindust með smit. Því er ekki ljóst hvort að viðkomandi séu með virkt smit eða gamalt sem ekki er lengur smitandi. Ekkert innanlandssmit hefur greinst frá 2. júlí þegar þrjú smit greindust.
18.07.2020 - 11:34
Sýnataka eftir heimkomusmitgát opnaði í morgun
Fyrstu sýni þeirra sem verið hafa í heimkomusmitgát voru tekin í morgun þegar gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut var formlega opnað. Aðeins rúm eitt þúsund sýni voru tekin í gær fyrsta daginn þar sem ferðamenn frá fjórum löndum sluppu við skimun. 
Myndskeið
Ekki alls staðar hægt að fara í seinni sýnatöku
Einungis níu heilsugæslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins annast seinni sýnatöku þeirra sem koma til landsins. Fólk þarf í sumum tilfellum að fara um langan veg til að komast í skimun.
16.07.2020 - 09:11
Tvö ný smit
Tvö smit greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og því ekki vitað hvort smitin eru virk eða óvirk. 1.256 sýni voru tekin við landamæraskimun og 195 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
11.07.2020 - 11:14
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Myndskeið
Íslendingar fari í sóttkví og tvisvar í sýnatöku
Tvö smit hafa greinst í konum sem greindust ekki við landamæraskimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að Íslendingar og fólk sem býr hér á landi fari í sóttkví í nokkra daga við komuna til landsins og fari svo aftur í sýnatöku nokkrum dögum síðar. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir sýnatöku á Keflavíkurflugvelli en farþegar munu ekki þurfa að borga aukalega fyrir seinna sýnið.
Knattspyrnukona greindist með COVID-19
Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Frá þessu greinir á Facebook-síðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
25.06.2020 - 17:55
Þrjú smit greindust í 558 sýnum
Þrjú COVID-19 smit greindust við skimun í gær. Þau greindust öll í landamæraskimun.
25.06.2020 - 13:18
Tóku COVID-sýni úr lögreglumönnum í þrígang
Tekin hafa verið sýni í þrígang úr lögreglumönnum sem komu að handtöku Rúmena sem voru smitaðir af COVID-19. Sýni voru síðast tekin í gær, en ekkert þeirra reyndist jákvætt. Yfirlögregluþjónn segir að þessar endurteknu sýnatökur hafi verið gerðar í öryggisskyni.
23.06.2020 - 14:54
Ekkert nýtt smit
Ekkert smit greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn. Samtals voru tekin 779 sýni.
22.06.2020 - 13:22