Færslur: Sýnataka

Ekkert nýtt smit í gær
Ekkert kórónuveirusmit greindist á landinu í gær, hvorki innanlands né á landamærum. 17 eru í einangrun hér á landi og 24 í sóttkví. Nýgengi innanlands er 1,4 og 4,9 á landamærum.
23.02.2021 - 10:58
Ekkert smit innanlands og eitt á landamærum
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Eitt greindist á landamærunum og enn er óvíst hvort það er virkt eða gamalt.
22.02.2021 - 10:53
Myndskeið
Tuttugu farþegar án vottorðs í dag
Tuttugu farþegar sem komu til landsins síðasta sólarhring voru ýmist án tilskilins vottorðs eða með rangt vottorð. 
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Ekkert smit innanlands
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í sýnatökum í gær. Eitt smit greindist á landamærunum en ekki er vitað hvort það er virkt smit eða gamalt. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar til að fá skorið úr því.
13.02.2021 - 10:51
Ekkert smit innanlands í gær
Ekkert COVID-19-smit greindist innanlands í gær. 10 greindust á landamærunum, eitt smitanna er virkt, átta þeirra sem greindust bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu og einn hefur nú þegar greinst með mótefni.
01.02.2021 - 11:03
Myndskeið
Veirutækið líklega tekið í notkun í næstu viku
Vonir standa til að hægt verði að greina sýni fyrir kórónuveirunni í nýju veirugreiningartæki í næstu viku á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki hafa gerst með leifturhraða að koma tækinu í notkun. 
2 smit innanlands í gær — einn í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annar þeirra sem greindust var í sóttkví og hinn ekki. Átta greindust á landamærunun. Ekki liggur fyrir hversu mörg sýni voru tekin í gær. Í fyrradag greindist einn með smit og sá var í sóttkví. Daginn þar áður greindist enginn.
24.01.2021 - 11:03
Einn í sóttkví greindist með COVID-19 innanlands í gær
Aðeins einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og sá var í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum. Upplýsingar um smit og sýnatöku eru ekki lengur birtar á upplýsingasíðunni covid.is um helgar og ekki liggur fyrir hve mörg sýni voru tekin í gær.
23.01.2021 - 11:08
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Engin greindist með kórónuveirunar innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá embætti sóttvarnalæknis. Fjögur smit greindust hins vegar á landamærunum.
16.01.2021 - 12:12
Heilsugæslan sér um sýnatöku og vottorð vegna ferðalaga
Þeim sem þurfa að fara í skimun vegna utanlandsferða, til dæmis til Bretlands og Danmerkur, er ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Heilsugæslan sér um sýnatöku og gefur út vottorð fyrir ferðalanga sem þurfa að framvísa slíkum á landamærum.
2 smit innanlands – minnst 9 virk smit á landamærunum
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og annar þeirra sem greindust var í sóttkví. 15 smit greindust á landamærunum, að minnsta kosti níu smitanna eru virk, fimm bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu og eitt smitanna er ekki virkt.
12.01.2021 - 11:03
Milli sjö og átta hundruð í sýnatöku í dag
Fjöldi fólks fer í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er verið að mæla hvort mótefni fyrir kórónuveirunni greinist í þeim fjórtán farþegum sem greindust með smit í gær og fyrradag. Hver einasti nanódropi af bóluefni var nýttur á Landspítalanum í bólusetningunni í vikunni.
03.01.2021 - 12:21
Fjögur smit innanlands í gær — 14 á landamærum
Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Almannavörnum, og allir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Á landamærunum greindust 14 smit, og nú fara fram mótefnamælingar vegna þeirra.
03.01.2021 - 11:07
1.165 sýni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag
1.165 fóru í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Það eru fleiri en verið hefur síðustu laugardaga en til samanburðar fóru um 570 í sýnatöku laugardaginn fyrir jól, og um 400 laugardaginn þar áður.
02.01.2021 - 15:54
Birta engar tölur yfir fjölda smita næstu daga
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birtir engar tölur yfir fjölda kórónuveirusmita á upplýsingavefnum covid.is í dag, og heldur ekki næstu þrjá daga. Næstu tölur verða birtar mánudaginn 28. desember. Þá verða engar tölur birtar frá gamlársdegi og fram til 3. janúar.
24.12.2020 - 07:30
Engin sýnataka á jóladag
Á jóladag verður ekki hægt að fara í sýnatöku neins staðar á landinu og heldur ekki á nýársdag. Flesta hina hátíðisdagana verður hægt að fara í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og á sumum sýnatökustöðvum heilbrigðisstofnana. Opnunartíminn er þó takmarkaður.
23.12.2020 - 20:57
Innlent · Sýnataka · Jól · áramót · Skimun · COVID-19
Mikið að gera í sýnatöku
Mikið er að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og er búist við að allt að tvö þúsund sýni verði tekin. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mjög mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að fara í sýnatöku fyrir jól af ótta við að lenda í sóttkví eða einangrun.
23.12.2020 - 13:08
Myndskeið
Þarf að vera einn á hótelherbergi í Tókýó um jólin
Tómir flugvellir, tengiflug, sýnatökur og sóttkvíar einkenna líf þeirra sem þurfa að ferðast vegna vinnu. Flug falla niður og því þarf þekktasti píanóleikari landsins að verja jólum einn á hótelherbergi í Japan.
5 smit innanlands í gær – allir í sóttkví
Fimm smit greindust innanlands í gær og allir sem greindust voru í sóttkví. Þetta er í fyrsta sinn frá 11. september sem ekkert smit greinist utan sóttkvíar.
22.11.2020 - 11:03
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Öflug sýnataka á Norðurlandi eystra
Eitt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær, grunur leikur á um annað og beðið staðfestingar úr sýnatöku. Báðir aðilar voru í sóttkví. 102 eru nú í einangrun á svæðinu og 164 í sóttkví. Tveir eru inniliggjandi með COVID-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Fjórir eru í einangrun á farsóttahúsi.
11.11.2020 - 14:07
11 ný smit innanlands í gær – 6 í sóttkví
11 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru sex í sóttkví. Svo fá smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 14. september síðastliðinn.
10.11.2020 - 10:59
Ekkert nýtt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
7 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra eftir sýnatöku gærdagsins. Öll voru í sóttkví. Fimm þeirra eru á Akureyri, tvö á Dalvík. Öll sýni á skipinu Núpi BA sem var siglt í land í gær vegna veikinda skipverja voru neikvæð.
04.11.2020 - 16:03
Skipverjar í sýnatöku
Línuskipið Núpur BA er komið til hafnar á Akureyri. Skipverji veiktist og var ákveðið að halda til hafnar í sýnatöku.
03.11.2020 - 16:14