Færslur: sykursýki

Sjónvarpsfrétt
Notkun á blóðsykurslækkandi lyfjum hefur stóraukist
Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna sykursýkislyfja hefur rúmlega fimmfaldast á undanförnum árum. Sífellt fleiri greinast með sýkursýki tvö sem skýrir þessa aukningu en lyfin eru meðal annars notuð sem meðferð við ofþyngd. Yfirlæknir hjá Landspítalanum segir mikilvægt að bjóða upp á aðrar leiðir en lyfjagjöf.
29.01.2022 - 19:57
Fréttaskýring
Framtíðarheilsa þjóðarinnar: Sykursýki rýkur upp
Nýgengi sykursýki 2 hefur rokið upp á Íslandi undanfarin ár, einkum hjá yngra fólki. Rúmlega tvöfalt fleiri eru með sjúkdóminn nú en fyrir 15 árum. Á sama tíma vegnar þeim sem fá hjartasjúkdóma betur en áður og færri deyja. Óvissa ríkir um hvernig heilsufar þjóðarinnar og lífslíkur hafa þróast og eiga eftir að þróast næstu árin því rannsóknir skortir.
Sjónvarpsfrétt
Þyrfti að bæta merkingar á matvörum
Bæta þyrfti merkingar á matvöru þannig að einstaklingar með sykursýki 1 geti verið fullvissir um sykurinnihald þeirra. Móðir tveggja barna með sykursýki segir íslenska framleiðendur talsvert á eftir framleiðendum í nágrannalöndum okkar.
25.11.2021 - 10:15
Sjónvarpsfrétt
Fór í aðgerð á vinstra auga - kom blindur út á hægra
Karlmaður, sem gekkst undir leysiaðgerð á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð. Dómkvaddir matsmenn telja víst að mjög sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar hafi valdið sjóntapinu. 
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
App sem fylgist með augnheilsu sykursjúkra
Arna Guðmundsdóttir sérfræðilæknir hefur um langa hríð sinnt sjúklingum með sykursýki. Hún stofnaði fyrirtækið Risk Medical Solutions ásamt Einari Stefánssyni augnlækni árið 2009, sem hefur þróað app sem ætlað er að auðvelda fólki með sykursýki að fylgjast með augnheilsu sinni.
01.01.2021 - 23:56
Mikill vöxtur hjá Kerecis
Tekjur íslenska fyrirtækisins Kerecis sem framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði tvöfölduðust rúmlega milli áranna 2019 og 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem hélt aðalfund sinn í síðustu viku.
22.12.2020 - 05:32