Færslur: Sýklalyfjaónæmi

Sýklalyfjanotkun dróst saman um 9%
Sýklalyfjanotkun hjá mönnum hér á landi dróst saman um 9 prósent milli áranna 2018 og 2019. Hún minnkaði enn meir, eða um tæp 11 prósent hjá börnum yngri en fimm ára á sama tímabili.
Myndskeið
Mun minni notkun sýklalyfja í faraldrinum
Veirusýkingum og bakteríusýkingum, eins og eyrna- og lungnabólgu, hefur fækkað og er sú þróun rakin til aukinna einstaklingsbundinna sóttvarna vegna COVID-faraldursins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
15.02.2021 - 14:51
Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
Matvælastofnun: Sýklalyfjaónæmi finnst í íslensku búfé
Sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast í íslensku búfé og afurðum þeirra, sem og í íslenskri náttúru. Þetta leiðir vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmi í fyrra í ljós. Vöktunin náði til rúmlega 1200 sýna úr sýnatökum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar.
03.06.2020 - 15:04
Aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum
Sjóður sem fjármagnar verkefni í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi var stofnaður í vikunni. 30 milljónir renna í sjóðinn í ár. Fjármagn er tryggt næstu þrjú árin. Ráðherra segir sjóðinn mikilvægan áfanga í að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi.
Sýklalyf flæða um ár heimsins
Mikið magn sýklalyfja má finna í ám um allan heim samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þeirrar stærstu sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Sýklalyfjamengun er ein helsta ástæða þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn slíkum lyfjum sem mikil heilsufarsógn er talin stafa af.
28.05.2019 - 07:00
Áhrif frystingar mest á kampýlóbakter
Ekki stendur til að breyta reglum um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum, samkvæmt drögum að umdeildu frumvarpi landbúnaðarráðherra. Verði það að lögum má flytja inn hingað til lands ófrosið kjöt og egg. Samkvæmt áliti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis, sem vísað er í í frumvarpsdrögunum, hefur frysting fyrst og fremst áhrif á magn kampýlóbakter í kjöti.
22.02.2019 - 14:10
Myndskeið
„Ísland er í öfundsverðri stöðu“
Verði frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á ófrosnu kjöti að lögum, er það eins og að framkvæma tilraun á þjóðinni. Þetta segir Lance B. Price, bandarískur örverufræðingur og prófessor, sem hefur rannsakað sýklalyfjaónæmi á Íslandi. Hann segir Ísland í öfundsverðri stöðu.
21.02.2019 - 22:33
Fréttaskýring
Sýklalyfjaónæmi ein mesta lýðheilsuváin
Fyrir utan íslensku krónuna og veðrið, Evrópusambandið og borgarlínu þá eru nokkur viðfangsefni sem koma sífellt upp á yfirborðið, aftur og aftur, í íslenskri umræðu. Meðal annars þessi: á að leyfa innflutning á ófrystu kjöti?
12.02.2019 - 20:00
WHO varar við stöðnun í þróun sýklalyfja
Varað er við því í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að heimurinn geti orðið uppiskroppa með sýklalyf. Allt of litlum fjármunum sé varið í rannsóknir og þróun á nýjum sýklalyfjum til að mæta vaxandi vanda vegna sýklalyfjaónæmra baktería.
21.09.2017 - 16:41
Lifnaðarhættirnir gera okkur berskjölduð
Klósett við fjölfarna ferðamannastaði, kötturinn Branda og klettasalatið sem við kaupum úti í búð. Gerlar sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum geta leynst víða, hugsanlega inni í þér. Talið er að þeir muni kosta tugi milljóna manna lífið á næstu áratugum. Ísland hefur verið eftirbátur nágrannaríkja þegar kemur að því að fylgjast með útbreiðslu gerla sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum og engin opinber stefna er til um notkun sýklalyfja hér.
15.05.2017 - 19:13