Færslur: Svindl

SaltPay varar við svikapóstum
Fjármálatæknifyrirtækið SaltPay sem rekur greiðslukortaþjónustu á íslenskum markaði og víðar, varar við tölvupóstum og skilaboðum frá svikahröppum sem send hafa verið síðustu daga. Fyrirtækið hefur orðið vart við mikinn fjölda slíkra svikasendinga síðustu daga.
17.06.2022 - 00:10
Nýr formaður Eflingar segir svindlara afar hugmyndaríka
Agnieszka Ewa Ziólkowska nýr formaður Eflingar segir atvinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en innlendu. Þó segir hún ekki hægt að alhæfa um það, því svindlað hafi verið á íslensku starfsfólki þar sem hún starfaði seinast. Það hafi hreinlega ekki áttað sig á því.
Lögreglan varar við svikatilkynningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tilraunum til fjársvika gegnum tilkynningar í nafni þekktra og traustra fyrirtækja á borð við Póstinn, Netflix og DHL. Í tilkynningu segir að nokkur fjöldi fólks hafi fallið í gildru svikahrappa sem noti tilkynningar sem líti sannfærandi út.
Spegillinn
Að græða og gera góðverk
Bókin ,,The Key Man,“ eða Lykilmaðurinn, fjallar um ris og fall pakistansks viðskiptajöfurs, Arif Naqvi. Tveir blaðamenn Walll Street Journal, Simon Clark og Will Louch rekja sögu Naqvi sem höfðaði til milljarðamæringa og stofnanafjárfesta með boðskap um að fjárfesta til að bæta heiminn.
20.09.2021 - 20:00
„Það er einhver að þykjast vera ég“
Borgar Magnason, tónlistamaður, var spenntur fyrir streymistónleikum sem hann sá auglýsta á dögunum. „Ég sá bara á Facebook að Mugison með hljómsveit væri með ókeypis tónleika í Hafnarfirði á laugardagskvöldi. Ég er spurður hvort mig langi að fara og segi já, svo mæti ég og eyði svolitlum tíma í að reyna að finna þetta streymi, þangað til ég fer að spyrjast fyrir og þá reynist þetta bara hafa verið eitthvert svindl,“ segir Borgar.
22.01.2021 - 17:55
 · Innlent · menning · Svindl · Samfélagsmiðlar · Streymi · tónlist · Mugison