Færslur: Svikapóstur

Lögreglan varar við svikatilkynningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tilraunum til fjársvika gegnum tilkynningar í nafni þekktra og traustra fyrirtækja á borð við Póstinn, Netflix og DHL. Í tilkynningu segir að nokkur fjöldi fólks hafi fallið í gildru svikahrappa sem noti tilkynningar sem líti sannfærandi út.
Vara við svikapósti sem sendur er í nafni Hagstofunnar
Varað er við því á vef Hagstofu Íslands að fólk hafi fengið senda undarlega tölvupósta sem sagðir eru frá stofnuninni. Heiti þeirra er Hagstofan deilir skrá með þér. Pósturinn er ekki frá stofnuninni og eru þeir sem hafa fengið slíkt hvattir til að eyða póstinum strax og smella ekki á tengla í honum né opna viðhengi.
Hrekklausir hafa tapað talsverðu fé vegna svikapósta
Lögregla á Vestfjörðum varar við svikapóstum sem hafa borist fólki í formi smáskilaboða eða tölvupósta. Dæmi er um að fólk hafi orðið af talsverðum fjármunum með því að sinna slíkum skilaboðum.