Færslur: Svifryksmengun

Sjónvarpsfrétt
Börnum haldið inni vegna svifryks
Halda þarf leikskólabörnum á Akureyri inni nokkra daga á ári vegna svifryksmengunar. Umferð á Akureyri eykst sífellt og búist við að mengun fari vaxandi á næstu árum. 
23.03.2022 - 13:07
Allavega 2000 prósent meira slit af nagladekkjum
Nagladekk er ráðandi þáttur í svifryksmengun. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Þetta segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem í hádeginu verður með opin fyrirlestur um áhrif nagladekkja á loftgæði og gatnaslit.
16.03.2022 - 10:44
Hvetja borgarbúa til að hvíla bílinn vegna loftmengunar
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mældist 175,5 mikrógrömm á rúmmetra í höfuðborginni í morgun við Grensásveg, Laugarnes og Bústaðaveg/Háaleitisbraut, en það magn telst óhollt fyrir þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Borgarbúar eru af þessum sökum hvattir til þess að hvíla bílinn og nota umhverfisvænni ferðamáta.
Veður og lögreglustjóri komu í veg fyrir svifryksmengun
Svifryk fór ekki yfir sólarhringsheilsuverndarmörk Reykjavík í gær, nýársdag. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
02.01.2022 - 11:22
Leggja til fækkun bílferða til að draga úr mengun
Talsverð mengun af völdum köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram yfir hádegi. Klukkan 13 mældist svifriksmengun 134 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg í Reykjavík, sem er talsvert yfir heilsuverndarmörkum.
Viðtal
Fallegu áramótaveðri spáð
Spáð er fallegu áramótaveðri með nægri gjólu víðast hvar til að blása burtu svifryki frá flugeldum, ef frá er talinn Eyjafjörður. Veðurblíðan hverfur hins vegar skyndilega á nýársnótt og Veðurstofan ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta. Viðbúið er að sett verði gul eða appelsínugul viðvörun fyrir veðrið á nýársdag, segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. 
29.12.2021 - 12:18
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Mengunarmistur yfir borginni
Mengunarmistur hefur legið yfir höfuðborginni í dag svo skyggni hefur verið takmarkað. Fréttastofu hafa ennfremur borist fregnir af því að fólk með viðkvæm öndunarfæri hafi fundi fyrir óþægindum.
05.07.2021 - 18:54
Mesta jarðvegsfok í rúman áratug
Jarðvegsfok, eins og verið hefur síðustu tvo daga, hefur ekki verið meira í yfir áratug, eða síðan í Eyjafjallajökulsgosinu. Mistrið er einna þéttast á Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi.
28.05.2021 - 16:57
Landið fýkur burt og yfir höfuðborgarbúa
Enn leggur þónokkuð mistur yfir íbúa landsins á sunnan- og vestanverðu landinu. Suðaustanáttin feykir upp sandi og mold af suðurströnd landsins, bæði Mýrdalssandi og Landeyjasandi.
27.05.2021 - 15:33
Börn ættu ekki að sofa úti vegna svifryksmengunar
Töluverð svifryksmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær vegna eldgossins við Fagradalsfjall. Brennisteinsdíoxíð hefur mælst nokkuð yfir 20 míkrógrömmum á rúmmetra og þykir varhugavert að börn sofi úti í vögnum, segir Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfisstofnun.
Götusóparar, vatnsbílar og stampalosarar farnir af stað
Vorhreingerning er hafin á götum og gönguleiðum í Reykjavík. Hreinsunin hefst í apríl og nær til allra hverfa borgarinnar. Byrjað er á að sópa helstu stíga, og síðan safngötur og stofnbrautir í borginni. Því næst er húsagötur sópaðar og þvegnar.
Lækka hámarkshraða á fleiri götum
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur ekki einboðið að lækkun hámarkshraða á götum leiði til aukinna umferðartafa. Til stendur að fjölga þeim götum í borginni þar sem ekki má keyra hraðar en 30 kílómetra á klukkustund.
13.04.2021 - 21:58
Myndskeið
Minna svifryk með minni hraða
Draga má úr svikryksmengun um allt að 40% með því að lækka hraða ökutækja, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Mest eru áhrifin þegar dregið er úr hraða ökutækja á nagladekkjum.
13.04.2021 - 19:22
Nýr götusópari í baráttu gegn svifryksmengun á Akureyri
Nýr og afkastamikill götusópur hefur verið tekinn í notkun hjá Akureyrarbæ. Kaupin eru hluti af aðgerðum gegn svifryksmengun á Akureyri.
13.04.2021 - 16:21
„Maður kallar þetta svifryksvertíð“
Svifryk mældist mikið á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryksvertíðina í fullum gangi.
07.04.2021 - 08:57
Fólk hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar
Borgarbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun vegna mikils styrks köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks í andrúmsloftinu.
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Hvort er verra fyrir malbik, nagladekk eða salt?
Margir hafa tekið ástfóstri við nagladekk og finna til mikillar öryggiskenndar akandi á þeim í hálku. En þeim hefur verið kennt um að valda svifryki með því að slíta og eyða malbiki. Þá vilja sumir meina að saltið sem borið er á götur í hálku sé meiri skaðvaldur en naglarnir. En hvort slítur malbiki meira? „Nagladekkin en saltið hjálpar til vegna þess að það heldur yfirborðinu blautu. Og blautt yfirborð slitnar miklu meira en þurrt,“ segir malbikssérfræðingur.
03.02.2021 - 18:10
Mikið svifryk á Akureyri – götur þvegnar og sópaðar
Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum á Akureyri í mestallan dag. Brugðist er við með því að sópa og rykbinda helstu umferðargötur.
05.01.2021 - 15:40
Myndskeið
Mengun og brot á sóttvarnareglum á nýársnótt
Margir virtust gleyma samkomutakmörkunum á nýársnótt. Við Hallgrímskirkju var fjölmenni og margir grímulausir. Svifryksmengun fór í hæstu hæðir á höfuðborgarsvæðinu. Marga sveið í háls og augu, til dæmis loftgæðasérfræðing Umhverfisstofnunar. 
Mikið svifryk í lofti eftir nóttina
Árið 2021 hófst með hægviðri en því fylgdi þó nokkur mengun á höfuðborgarsvæðinu.
01.01.2021 - 07:26
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu
Mikil svifryksmengun er í lofti á höfuðborgarsvæðinu sem tengja má flugeldaskothríð um áramótin. Þokumóða er einnig í lofti en Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að verulega hafi bætt í þokuna eftir að flugeldum fjölgaði á lofti.
Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41
Auðskilið mál
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu um áramótin
Mikil mengun gæti orðið á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Spáð er logni og frosti. Þá fýkur svifryk frá flugeldum ekki í burtu heldur safnast fyrir í andrúmsloftinu.
30.12.2020 - 17:30