Færslur: svifryk

Þurrar götur og aukið svifryk
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í Reykjavík í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
12.02.2020 - 13:45
Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt
Rigning í flestum landshlutum á gamlárskvöld og vindasamt, þó þurrt að mestu á Norðausturlandi. Svifryk og mökkur ætti því ekki að vera til vandræða. Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt.
26.12.2019 - 20:31
Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Keyptur verði öflugur bíll til að sópa og þvo götur
Aukinn snjómokstur og betri og tíðari þvottur á götum Akureyrarbæjar eru aðgerðir sem fylgja mótun stefnu um aðgerðir gegn hálku og svifryki. Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að keyptur verði nýr bíll til að sópa og þvo götur.
29.11.2019 - 17:00
Myndskeið
Sterk bílamenning þrátt fyrir gjaldfrjálsa strætisvagna
Þrátt fyrir gjaldfrjálsa strætisvagna og stuttar vegalengdir ríkir mikil bílamenning á Akureyri. Þar eru nú 700 fólksbílar á hverja þúsund íbúa. Bæjarbúar segja notkun einkabílsins hafa lagst í vana.
27.11.2019 - 19:31
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Hinir efnameiri komist hjá takmörkunum
Vegagerðin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki farin að huga að því hvernig nota á heimildir til að takmarka bílaumferð þegar loftmengun er mikil. Viðskiptaráð Íslands óttast að breytingarnar leiði til þess að hinir efnameiri bæti við sig bíl til að komast hjá takmörkunum.
Fá heimildir til að takmarka bílaumferð
Sveitarfélög og Vegagerðin fá frá og með næstu áramótum heimild til að takmarka eða jafnvel banna tímabundið bílaumferð vegna loftmengunar. Með þessu er vonast til að hægt verði að draga úr svifryksmengun.
25.11.2019 - 19:48
Ástandið eins og var fyrir tíma malbiks
Íbúar á Akureyri héldu um helgina fund um aðgerðir bæjarins til að sporna við svifryksmengun. Þeir vilja að leitað sé annarra lausna en að bera salt á göturnar.
25.11.2019 - 14:08
Halda að saurgerlum sé dreift yfir bæinn
Akureyringar hafa áhyggjur af því að sjór sem úðað er yfir götur bæjarins sé tekinn við frárennsli frá skolplögn bæjarins. Framkvæmdastjóri segir að umræður um saltnotkun í bænum séu á villigötum.
22.11.2019 - 15:07
Saltið leggst misvel í Akureyringa
Mikið svifryk undanfarið og mögulegar aðgerðir gegn því hafa skapað heitar umræður á Akureyri. Facebook-hópur þar sem barist er gegn saltnotkun hefur farið á flug og gerður hefur verið undirskriftarlisti þar sem lagst er gegn saltnotkun á götum.
20.11.2019 - 14:42
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mikilli svifryksmengun á Akureyri í dag og næstu daga. Götur eru þurrar, vindur hægur og því má búast við því að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.
12.11.2019 - 15:38
Börn send út þrátt fyrir mikla loftmengun
Börn í leikskólum á Akureyri fóru mörg hver út að leika í gær, í mikilli loftmengun. Börn og viðkvæmt fólk var varað við því að vera úti nálægt umferðargötum. Aðeins einn loftgæðamælir er á Akureyri svo erfitt getur verið fyrir skólastjóra að meta styrk svifryks á hverjum stað fyrir sig.
05.11.2019 - 12:25
Segir veðrið óheppilegt á Akureyri í dag
Mjög mikil loftmengun er á Akureyri í dag. Engar hálkuvarnir hafa verið notaðar þar í haust og svifryk síðustu daga því ekki vegna þeirra. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir svifrykið líklega vegna notkunar nagladekkja.
04.11.2019 - 15:45
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mjög miklu svifryki á Akureyri í dag. Börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast útivist við umferðargötur. Kalt er í veðri, hægur vindur og götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk áfram næstu daga.
04.11.2019 - 12:27
Mikið svifryk í Reykjavík
Styrkur svifryks á nokkrum stöðum í Reykjavík hefur verið mikill í dag, langt yfir heilsuverndarmörkum. Klukkan fjögur var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 179 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 209 míkrógrömm á rúmmetra og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 186 míkrógrömm á rúmmetra.
Bensín- og dísilbílar bannaðir í Amsterdam
Notkun bensín- og dísilbílar verður bönnuð í höfuðborg Hollands, Amsterdam, frá árinu 2030. Þetta er gert til að draga úr loftmengun sem talið er að stytti ævi íbúa borgarinnar um ár. Dísilbílar sem eldri eru en 15 ára verða bannaðir í borginni frá áramótum.
07.05.2019 - 14:30
Ákveða nagladekkjasektun um eða eftir helgi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að byrja að sekta ökumenn bíla á nagladekkjum á næstu dögum. Nagladekk hafa verið bönnuð í umferðinni frá 15. apríl nema aðstæður hafi gefið tilefni til. Bílaleigur gera enn út bíla á nagladekkjum.
05.05.2019 - 12:34
Svifryk líklega yfir heilsuverndarmörkum
Mikil loftmengun hefur verið við Sæbraut og Miklubraut í Reykjavík í allan dag. Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík í gær. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlits Reykjavík hafa gildi svifryks verið mjög há í dag og viðbúið að sólarhringsgildi svifryks fari einnig yfir heilsuverndarmörk í dag.
05.03.2019 - 15:47
Hvetja fólk til að draga úr notkun einkabíla
Styrkur svifryks er hár í Reykjavík í dag. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlitið hvetur almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta.
04.03.2019 - 15:28
Evrópumet í svifryki
Síðustu daga hefur Umhverfisstofnun staðið fyrir sýnasöfnun á mælistöðinni á Grensási. Sláandi munur er á sýnum sem var safnað um áramótin og dagana fyrir áramót. Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Sævar Helgi Bragason komu í Mannlega þáttinn í dag.
03.01.2019 - 16:20
Myndskeið
Skiptar skoðanir um flugeldasölu
Þjóðin skiptist í tvennt í afstöðu til flugeldasölu, um helmingur vill banna hana eða hefta, en hinir vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi. Reykjavíkurborg varar við mikilli svifryksmengun sem geti haft áhrif á heilbrigt fólk fram á nýársdag. Forsætisráðherra keypti í morgun græðling í stað flugelda, til styrktar björgunarsveitunum.
28.12.2018 - 20:03
Of mikið blý í kúlublysinu „15 Ball Eagles“
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu á kúlublysi sem reyndist innihalda of mikið blý, eða um fimmtán hundruð sinnum meira blý en í öðrum flugeldum sem Umhverfisstofa rannsakaði. Blysið nefnist „15 Ball Eagles“ og voru um átta prósent af púðrinu blý, sem er óleyfilegt. Magn blýsins er svo mikið að Umhverfisstofnun telur að útilokað að um mistök í framleiðslu sé að ræða.
19.12.2018 - 22:16
Heilsuspillandi mengun sem við búum til
Svifryksmengunin undanfarið er alfarið okkar verk, sem við búum til með umferðinni, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Topparnir í svifryksmenguninni hafa fylgt umferðinni nokkuð vel, rokið upp á morgnana og síðdegis en dottið niður á nóttunni. Mengunin er heilsuspillandi og hagrænir hvatar eru til þess fallnir að vinna gegn henni, segir Einar. Þeirra hvata sé þörf á höfuðborgarsvæðinu en ekki utan þess.
14.03.2018 - 08:43