Færslur: Sviðslistir

Viðtal
„Hlær þá bara meira með augunum“
Gamanleikurinn Fullorðin var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í byrjun janúar. Verkið var samið af leikhópnum og þar er fjallað um það hlutskipti okkar að verða fullorðin. Leikarar sýningarinnar segja það dásamlega tilfinningu að standa aftur á sviðinu með áhorfendur í salnum.
18.01.2021 - 13:30
Pistill
Listin er að móta ný og heilnæmari tengsl við umhverfið
Um síðustu helgi fór fram sviðslistahátíðin Plöntutíð á höfuðborgarsvæðinu – grasrótarhátíð í báðum merkingum þess orðs. Ekki bara sprettur hún úr senu ungra sviðslistamanna, grasrótinni, heldur tókust öll verkin á við grös, rætur og plöntur á einhvern hátt, þema sem virðist listamönnum sérstaklega hugleikið um þessar mundir.
Morgunútvarpið
Ný námsbraut í sviðslistum í Menntaskólanum á Akureyri
Næsta vetur verður hægt að hefja nám á sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Það hefur hingað til ekki staðið til boða á Norðurlandi að stunda nám tengt sviðslistum. Verkefnisstjóri og brautarstjóri námsins segjast vera að svara ákalli nemenda um að bjóða upp á slíkt nám.
20.02.2020 - 14:53
Viðtal
Allir eiga erindi á svið
„Það er ekki nóg að bjóða fólki inn sem áhorfendum, heldur líka sem virkum þátttakendum,“ segir Kara Hergils, stjórnarkona Sjálfstæðu leikhúsanna en sótti nýlega fund í Bretlandi um inngildingu og fjölbreytileika (e. Inclusion and diversity) í leikhúsi.
15.06.2019 - 17:22
Framúrstefnuleikhús og afsögn dómsmálaráðherra
Það var ekki bara hér á Íslandi sem dómsmálaráðherra sagði af sér í síðustu viku heldur einnig í nágrannalandinu Noregi. Þar var það þó ekki darraðadans í hinu pólitíska leikhúsi sem leiddi til afsagnar ráðherrans, heldur var það atriði í raunverulegu leikhúsi, litlu framúrstefnuleikhúsi í Osló.
Líf hans var ekki bara dans á rósum
Helgi Tómasson segir í fyrsta sinn frá því gegndarlausa mótlæti sem hann varð fyrir þegar hann var nýtekinn við stjórn San Francisco ballettsins í nýútkominni minningabók sem Þorvaldur Kristinsson hefur skrifað.
Óhlutbundin frásögn úr tónverkum
„Ég vil fara með sviðslistir aftur á stað sem færir áhorfendum sameiginlega reynslu“ segir Samantha Shay, leikstjóri verksins A Thousand Tongues.
13.09.2017 - 10:36
Sýning um plöntur fyrir plöntur
Lóa Björk Björnssdóttir, nemandi á sviðslistabraut Listaháskóla Íslands, bauð fólki heim til sín í síðustu viku. Heimboðið var þó bundið einu skilyrði: gestir skyldu taka með sér eina eftirlætisplöntu að heiman.
15.05.2017 - 18:02
Áhorfendur settir í spor hælisleitenda
Ósýnilega leikhúsið – Osynliga Teatern – er leikhópur sem starfar í Stokkhólmi en er staddur hér á landi vegna uppsetningar sýningar sinnar Aftur á bak sem verður sýnd í nokkur skipti í Borgarleikhúsinu.
24.03.2017 - 09:31