Færslur: Sviðslistir

„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Viðtal
Híað á leikara á götum úti
Fyrstu atvinnuleikarar á Íslandi voru hafðir að háði og spotti og iðullega spurðir við hvað þeir störfuðu í raun. Áttíu ár eru í dag frá því leikarar og sviðslistafólk stofnuðu með sér stéttarfélag. Þegar félagið var stofnað 1941 var ekki búið að stofna atvinnuleikhús, bendir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks á.
Sviðslistir fagna en skemmtanageirinn ósáttur
Ekki eru allir jafn ánægðir með þær tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum sem ríkisstjórnin tilkynnti í dag. Sviðslistafólk brosir á meðan skemmtanageirinn telur sig hlunnfarinn.
Fjöldatakmörkunum vonandi aflétt
Formaður samtaka atvinnurekenda í sviðslistum bindur vonir við að takmörkunum verði aflétt fljótlega og að unnt verði að taka á móti fleirum í leikhús og á sviðsviðburði. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til miðnættis á föstudag. Leikhúsin hafa hinkrað með að kynna vetrardagskrána.
24.08.2021 - 21:38
Skora á stjórnvöld að heimila 500 manna viðburði
Samráðshópur tónlistariðnaðarins skorar á stjórnvöld að heimila samkomur í sóttvarnahólfum fyrir allt að 500 manns án nándartakmarkana. Fulltrúi samráðshópsins segir rekstrarumhverfið illþolanlegt með núverandi samkomutakmarkanir.
Ráðherrar funda stíft í dag
Forsætisráðherra og fleiri ráðherrar funda í dag með ýmsum hagsmunaaðilum um þá stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum. Meðal þeirra eru fulltrúar úr menningargeiranum. Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir að hugsanlega verði sýningahaldi breytt til lengri tíma.
Fækkar í fjölmiðlum og menningargreinum
Fjöldi starfsmanna í fjölmiðlun hefur dregist saman frá árinu 2013. Þá störfuðu um 2.000 í greininni en þeim hefur nú fækkað í tæplega 900. Þá störfuðu tæplega 460 í sviðslistum árið 2020 og hafði fækkað úr tæplega 640 ári áður.
25.06.2021 - 09:41
Viðtal
„Hlær þá bara meira með augunum“
Gamanleikurinn Fullorðin var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í byrjun janúar. Verkið var samið af leikhópnum og þar er fjallað um það hlutskipti okkar að verða fullorðin. Leikarar sýningarinnar segja það dásamlega tilfinningu að standa aftur á sviðinu með áhorfendur í salnum.
18.01.2021 - 13:30
Pistill
Listin er að móta ný og heilnæmari tengsl við umhverfið
Um síðustu helgi fór fram sviðslistahátíðin Plöntutíð á höfuðborgarsvæðinu – grasrótarhátíð í báðum merkingum þess orðs. Ekki bara sprettur hún úr senu ungra sviðslistamanna, grasrótinni, heldur tókust öll verkin á við grös, rætur og plöntur á einhvern hátt, þema sem virðist listamönnum sérstaklega hugleikið um þessar mundir.
Morgunútvarpið
Ný námsbraut í sviðslistum í Menntaskólanum á Akureyri
Næsta vetur verður hægt að hefja nám á sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Það hefur hingað til ekki staðið til boða á Norðurlandi að stunda nám tengt sviðslistum. Verkefnisstjóri og brautarstjóri námsins segjast vera að svara ákalli nemenda um að bjóða upp á slíkt nám.
20.02.2020 - 14:53
Viðtal
Allir eiga erindi á svið
„Það er ekki nóg að bjóða fólki inn sem áhorfendum, heldur líka sem virkum þátttakendum,“ segir Kara Hergils, stjórnarkona Sjálfstæðu leikhúsanna en sótti nýlega fund í Bretlandi um inngildingu og fjölbreytileika (e. Inclusion and diversity) í leikhúsi.
15.06.2019 - 17:22
Framúrstefnuleikhús og afsögn dómsmálaráðherra
Það var ekki bara hér á Íslandi sem dómsmálaráðherra sagði af sér í síðustu viku heldur einnig í nágrannalandinu Noregi. Þar var það þó ekki darraðadans í hinu pólitíska leikhúsi sem leiddi til afsagnar ráðherrans, heldur var það atriði í raunverulegu leikhúsi, litlu framúrstefnuleikhúsi í Osló.
Líf hans var ekki bara dans á rósum
Helgi Tómasson segir í fyrsta sinn frá því gegndarlausa mótlæti sem hann varð fyrir þegar hann var nýtekinn við stjórn San Francisco ballettsins í nýútkominni minningabók sem Þorvaldur Kristinsson hefur skrifað.
Óhlutbundin frásögn úr tónverkum
„Ég vil fara með sviðslistir aftur á stað sem færir áhorfendum sameiginlega reynslu“ segir Samantha Shay, leikstjóri verksins A Thousand Tongues.
13.09.2017 - 10:36
Sýning um plöntur fyrir plöntur
Lóa Björk Björnssdóttir, nemandi á sviðslistabraut Listaháskóla Íslands, bauð fólki heim til sín í síðustu viku. Heimboðið var þó bundið einu skilyrði: gestir skyldu taka með sér eina eftirlætisplöntu að heiman.
15.05.2017 - 18:02
Áhorfendur settir í spor hælisleitenda
Ósýnilega leikhúsið – Osynliga Teatern – er leikhópur sem starfar í Stokkhólmi en er staddur hér á landi vegna uppsetningar sýningar sinnar Aftur á bak sem verður sýnd í nokkur skipti í Borgarleikhúsinu.
24.03.2017 - 09:31