Færslur: Svetlana Tiknhanovskaya

Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
Myndskeið
Saka stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um pyntingar
Fjöldi fólks í Hvíta-Rússlandi hefur lýst illri meðferð og barsmíðum af hendi lögreglu og öryggissveita. Mannréttindasamtök segja að sannanir bendi til að pyntingum sé beitt ítrekað og skipulega gegn friðsömum mótmælendum.
14.08.2020 - 22:44