Færslur: Sverrir Norland

Gagnrýni
Skapandi svar höfundar við loftslagsvánni
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland. Í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.
Gagnrýni
Spennandi bók í anda hrollvekja tíunda áratugarins
Stefáni Mána tekst að skapa mikla spennu í nýrri skáldsögu sem nefnist Dauðabókin og minnir Sverri Norland, gagnrýnanda Kiljunnar, á bækur hrollvekjumeistarans Stephens King og hryllingsmyndir á borð við Scream. Hörður Grímsson, góðvinur lesenda Stefáns, fer á stúfana og rannsakar dularfulla morðhrynu á ungmennum.
Kiljan
„Ekkert nöldur frá okkur þetta árið“
Gagnrýnendur Kiljunnar sjá enga ástæðu til að kvarta yfir tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þær séu traustar og fjölbreyttar og það veki eftirtekt að Arndís Þórarinsdóttir hljóti tilnefningu í tveimur flokkum.
Eins og gleðin væri horfin úr Máli og menningu
Pistill Sverris Norland, þar sem hann lýsir yfir „löngu tímabærum dauða bókabúðar Máls og menningar“, hefur vakið mikla athygli. Hann segir að hann sé vissulega ekki svarinn óvinur bókabúðarinnar en dapurlegt ástand hennar á síðustu metrunum hafi farið fyrir brjóstið á honum. Það sé vel hægt að reka blómlega bókabúð í Reykjavík.
21.10.2020 - 16:08
Lestin
Hættum að sjá gróðurinn vegna plöntublindu
Í sítengdum samtíma og borgarsamfélagi á fólk í æ minni tengslum við plöntur og aðrar ómennskar lífverur. Jafnvel þar sem gróður leynist í umhverfinu tekur fólk verr eftir honum og á erfitt með að þekkja hann og greina muninn á ólíkum tegundum plantna. Þessi aftenging fólks frá náttúrunni og vangeta til að þekkja gróðurinn hefur nýlega fengið nafnið „plöntublinda.“
Gagnrýni
Fallegt bókaknippi í hæfilegri lengd
Eitt af sérstæðari bókverkum síðasta árs var útgáfa Sverris Norland á fimm nýjum skáldverkum í einu knippi. Það eru þrjár nýjar skáldsögur, smásagnasafn og ljóðabók og öllu stillt fram í hæfilegri lengd fyrir lesendur.
06.03.2019 - 20:10
Listakonan sem hætti að vera svört
Nú stendur yfir í MoMA, nútímalistasafninu í New York, einkasýning bandarísku listakonunnar og heimspekingsins Adrian Piper. Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið í safninu til heiðurs listamanni sem er á lífi og tekur sýningin alla sjöttu hæðina i safninu, gríðarstóran geim sem notaður er undir sérsýningar.
08.07.2018 - 13:00