Færslur: Sveitastjórnarmál

Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.
Bæjarfulltrúi gerir bótakröfu á Ísafjarðarbæ
Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, hefur gert bótakröfu á hendur sveitarfélaginu og hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi. Sif segir ástæðuna vera langvarandi og ótvírætt einelti í sinn garð.
14.06.2021 - 15:54
Vikulokin
Frumkvæðisskylda vegna fjölda sveitarfélaga afnumin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að með þeim tillögum sem nú er unnið að í þinginu verði frumkvæðisskylda ráðherra afnumin um að bregðast við með beinum hætti þótt sveitarfélög telji ekki 250 manns núna eða eitt þúsund árið 2026.
Myndskeið
Aðhaldsaðgerðir fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar
Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa ákveðið að afnema meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Með því er ætlunin að ná betur utan um þann mikla hallarekstur við blasir við sveitarfélaginu.
22.09.2020 - 19:28
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi á Akureyri
Bæjarstjórn Akureyrar boðar til blaðamannafundar í Menningarhúsinu Hofi í hádeginu í dag. Þar stendur til að boða breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn.
22.09.2020 - 09:21