Færslur: Sveitastjórnarkosningar 2018

Kæru Vigdísar um lögmæti kosninga vísað frá
Kjörnefnd sýslumanns telur að kærur Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Gunnars Kristins Þórðarsonar um ógildingu sveitastjórnarkosninga hafi borist of seint. Þeim hefur því verið vísað frá. Kærufrestur er vika frá kosningum.
Nýr sveitarstjóri í Vopnafjarðarhreppi
Þór Steinarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Ráðning hans var staðfest á fundi sveitarstjórnar í dag, segir í frétt á vef hreppsins. Fimmtán sóttu um stöðuna en þar af drógu þrír umsókn sína til baka.
27.07.2018 - 18:34
Nýr meirihluti á Ísafirði
Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafa komist að samkomulagi um að starfa saman í meirihluta á komandi kjörtímabili, segir í tilkynningu Sjálfstæðisflokksins. Auglýst verður eftir bæjarstjóra á næstu dögum.
06.06.2018 - 22:53
Nýr meirihluti ætlar að ráða bæjarstjóra
L-listin, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta á Akureyri. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá oddvitum flokkanna. Við taki nú áframhaldandi vinna við málefnasamning sem flokkarnir muni leggja fyrir sitt bakland til samþykktar. Nýr meirihluti ætlar að ráða bæjarstjóra.
31.05.2018 - 22:49
Snarpar deilur í borgarráði um kosningaherferð
Til snarpra orðaskipta kom í borgarráði í morgun um aðgerðirnar sem áttu að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum á laugardag. Kjartan Magnússon, fráfarandi borgarfulltrúi og pólitískur ráðgjafi Eyþórs Arnalds, deildi hart á fráfarandi meirihluta og bréf sem sent var út. Meirihlutinn sakaði Kjartan um trúnaðarbrot sem hefði verið til þess fallið að spilla fræðilegri rannsókn Háskóla Íslands.
Vigdís: „Kemur örlítið á óvart“
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borginni, segir það koma örlítið á óvart að Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og VG skuli hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður. Hún hafi þó sagt að það verði að mynda meirihluta í borginni. og það verði spennandi að fylgjast með viðræðunum
Hvernig fóru borgarstjórnarkosningarnar?
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson rýndi í niðurstöður borgarstjórnarkosninganna og velti fyrir sér möguleikunum í myndun meirihluta.
Hittir bæði Dag og Eyþór í dag
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, er í lykilstöðu í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Fréttastofa náði tali af Þórdísi Lóu á sjötta tímanum, en nokkur leynd hefur verið yfir fundum hennar í dag.
28.05.2018 - 19:56
Halda spilunum þétt að sér
Óformlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa verið í fullum gangi í dag. Nokkur leynd hefur þó verið yfir fundarhöldum. Oddvitar flokka sem fengu menn kjörna í borgarstjórn halda spilunum þétt að sér. Engar formlegar viðræður eru hafnar.
28.05.2018 - 19:39
Meirihlutinn heldur velli í Kópavogi
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og BF Viðreisn heldur velli í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum fimm mönnum en tapar 3 prósentustigum og BF Viðreisn heldur þeim tveimur mönnum sem Björt framtíð hafði og fær 13,5 prósent atkvæða.
Húsnæðismálin í brennidepli hjá ungu fólki
Aðeins örfáir dagar eru í sveitastjórnarkosningarnar og margir enn óákveðnir hvað þeir eigi að kjósa. Ungt fólk er þar engin undantekning.
24.05.2018 - 13:41
Kosið á ný í Vesturbyggð
Aðeins einn listi bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð í síðustu kosningum og því var sjálfkjörið og Sjálfstæðismenn og óháðir fengu alla sjö bæjarfulltrúana. Nú býður nýr listi fram til sveitarstjórnarkosninga sem kallar sig Nýja sýn. Oddviti Nýrrar sýnar er Iða Marsibil Jónsdóttir. Hún segir að megináhersla listans sé að koma fleirum að borðinu.
Pláss fyrir fleiri börn í grunnskólanum
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar er ánægður með kjörtímabilið sem er að ljúka. Hann segir sveitarfélagið standa vel en helst sé vöntun á börnum og barnafjölskyldum. Hann er ánægður með samstarfið við önnur sveitarfélög á svæðinu. 
Atvinnumálin efst á baugi á Skagaströnd
Atvinnumálin eru í brennidepli á Skagaströnd, segir sveitarstjórinn um umræðuna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fólksfækkun hefur orðið á síðustu árum og íbúar vilja efla atvinnulífið til að fjölga íbúum. Það er þörf á bæði fleiri og fjölbreyttari störfum.
Fólksfjölgun kallar á fleiri íbúðir
Fjölgun íbúðarhúsnæðis og fjölbreytni í atvinnulífi er í forgrunni í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi kosningar. Samgöngumál eru einnig ofarlega í hugum margra. Sveitarstjórinn segist finna fyrir auknum áhuga íbúa á kosningunum en þrír listar eru í í framboði í sveitarfélaginu, sem telur um 655 manns.
Stöðugleiki í Hrunamannahreppi
Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil í Hrunamannahreppi, segir sveitarstjórinn. Hann segir engin hitamál eða ágreining vera hjá íbúum í sveitarfélaginu. Áframhaldandi þróun og uppbygging eru meðal þess sem er í forgrunni. Sveitarstjórinn telur að umræðan um þjóðgarð á hálendinu verði mesta áskorun þeirra sem taka við.
Fjölgun íbúða og efling atvinnulífs mikilvæg
Húsnæðismál eru ofarlega í hugum margra íbúa Grundafjarðarbæjar. Þetta segir bæjarstjóri sveitarfélagsins. Fjölgun íbúðahúsnæðis og efling atvinnulífs er nauðsynleg forsenda þess að fjölga íbúum í bænum. 
Undir 50 á kjörskrá í tveimur sveitarfélögum
Fæstir kjósendur á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru í Skorradalshreppi og Helgafellssveit. Í Skorradalshreppi eru 44 á kjörskrá og í Helgafellssveit 45.
Skólamálin íbúum hugleikin
Skólamál, umhverfis- og samgöngumál eru meðal þess sem er í forgrunni hjá íbúum Flóahrepps, segir Eydís Þ. Indriðadóttir sveitarstjóri. Samvinna nágrannasveitarfélaga sé nauðsynleg en sameining ekki uppi á borðinu eins og stendur.
„Áhuginn er eflaust undir niðri”
Ljósleiðaravæðing er forgangsmál hjá íbúum í Kjósarhreppi og að ljúka lagningu hans. Þetta segir Guðmundur H. Davíðsson, oddviti í sveitarfélaginu. Kosning verður óbundin í komandi sveitarstjórnarkosningum eins og verið hefur. Guðmundur ætlar að gefa kost á sér áfram sem sveitarstjóri en hann greinir ekki mikinn áhuga hjá íbúum vegna komandi kosninga.
Skýringarákvæði fellt úr frumvarpinu
Skýringarákvæði um að bæta ekki tjón vegna jarðskjálfta af mannavöldum var fellt út úr frumvarpi til laga um Viðlagatryggingar Íslands fyrir samþykkt þess. Gildissvið lagana hvað þetta varðar breyttist því ekki, eins og ranglega var hermt í frétt RÚV og Viðlagatryggingar bæta sem fyrr tjón af völdum jarðskjálfta, eldgosa, snjóflóða og skriðufalla.
Sex flokkar næðu inn manni í Hafnarfirði
Sex flokkar næðu inn manni í Hafnarfirði í sveitastjórnarkosningunum þann 26.maí, samkvæmt könnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 32 prósent og Samfylkingin fengi rúm 19 prósent. Framsókn og óháðir mælast með tæp tólf prósent. Miðflokkurinn og Píratar eru með tæp tíu prósent og VG rúm átta. Hvorki Viðreisn né Bæjarlistinn myndu ná inn bæjarfulltrúa. Aðeins helmingur þeirra sem náðist í tók afstöðu.
Uppnám í bæjarráði vegna kosningaauglýsinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ lagði til á fundi bæjarráðs á fimmtudag að kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins yrðu fjarlægðar af bæjarstjórnarhúsinu sem í daglegu tali er kallað Kjarninn. Tillagan var felld og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á að fordæmi væru fyrir sambærilegum kosningaauglýsingum. Til að mynda hefðu bæði Framsóknarflokkurinn og VG auglýst í sömu gluggum fyrir síðustu kosningar.
Segir sameiningu liggja beinast við
Hilmar Hallvarðsson, oddviti í Helgafellssveit, er þeirrar skoðunar að það sé út í hött að reka stjórnsýslu fyrir 50-60 manns. Hann segir að sameining við Stykkishólm liggi beinast við en viðurkennir að skiptar skoðanir séu um sameiningu meðal íbúa.
„Ég ætla ekki meir í þennan slag”
Samgöngumál, heilsugæsla og atvinnumál brenna helst á íbúum í Skagabyggð. Þetta segir Vignir Á. Sveinsson, núverandi oddviti sveitarfélagsins. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Enginn listi barst kjörstjórn í Skagabyggð vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og verða kosningar því óbundnar eins og verið hefur.