Færslur: sveitastjórnarkosningar

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og fyrrum varaþingmaður, mun leiða lista Framsóknar í Norðurþingi í komandi sveitastjórnarkosningum. Hann hefur setið í sveitarstjórn í Norðurþingi í níu ár.
Dagur gefur kost á sér í næstu kosningum
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, ætlar að gefa kost á sér í sveitastjórnarkosningunum í maí. Þetta upplýsti hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
10.01.2022 - 08:20
Viðreisn segir skilið við Garðabæjarlistann
Viðreisn í Garðabæ hefur gefið út þau munu bjóða fram eigin framboðslista í komandi sveitastjórnarkosningum. Þar með skilja þau sig frá framboði Garðabæjarlistans sem kosinn var 2018, þá með fulltrúum frá Viðreisn, Samfylkingu, Vinstri Grænum og Bjartri framtíð.
13.12.2021 - 23:09
Stærstu flokkar Danmerkur tapa nokkru fylgi
Kosið var til sveitastjórna í Danmörku í gær. Stærstu flokkar landsins tapa fylgi frá síðustu sveitastjórnakosningum í Danmörku. Einingarlistinn er sigurvegari kosninganna í Kaupmannahöfn en Íhaldsmenn bæta verulega við sig á landsvísu.
Fyrstu tölur í Frakklandi skellur fyrir Le Pen
Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi er samkvæmt fyrstu tölum í efsta sæti í fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í dag, og virðist hafa talsvert forskot á Þjóðernissinnaflokkinn Front National, sem virðist hafa gengið undir væntingum á lykilsvæðum í Suðurhluta landsins.
Vikulokin
Frumkvæðisskylda vegna fjölda sveitarfélaga afnumin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að með þeim tillögum sem nú er unnið að í þinginu verði frumkvæðisskylda ráðherra afnumin um að bregðast við með beinum hætti þótt sveitarfélög telji ekki 250 manns núna eða eitt þúsund árið 2026.
Niðurstöður liggja fyrir í Múlaþingi
Niðurstöður kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi lágu fyrir skömmu eftir miðnætti.
Fimm flokkar bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi
Að minnsta kosti fimm flokkar ætla að bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Framboðsfrestur rennur út eftir rúman mánuð.
Kæru Vigdísar um lögmæti kosninga vísað frá
Kjörnefnd sýslumanns telur að kærur Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Gunnars Kristins Þórðarsonar um ógildingu sveitastjórnarkosninga hafi borist of seint. Þeim hefur því verið vísað frá. Kærufrestur er vika frá kosningum.
Maður efast alltaf um sjálfan sig
Sanna Magdalena Mörtudóttir er nafn sem að vakið hefur mikla athygli undanfarna viku. Sanna er yngsti borgarfulltrúi sögunnar í Reykjavík en leiðin þangað hefur verið þyrnum stráð.
Pólitískt partý fyrir kosningar
Hitt húsið í samstarfi við #Égkýs mun fimmtudaginn 24.maí standa fyrir pólitísku partýi í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn næstkomandi.
23.05.2018 - 08:04
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
Framsókn og óháðir í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa stillt upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.