Færslur: sveitastjórnarkosningar

Fimm flokkar bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi
Að minnsta kosti fimm flokkar ætla að bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Framboðsfrestur rennur út eftir rúman mánuð.
Kæru Vigdísar um lögmæti kosninga vísað frá
Kjörnefnd sýslumanns telur að kærur Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Gunnars Kristins Þórðarsonar um ógildingu sveitastjórnarkosninga hafi borist of seint. Þeim hefur því verið vísað frá. Kærufrestur er vika frá kosningum.
Maður efast alltaf um sjálfan sig
Sanna Magdalena Mörtudóttir er nafn sem að vakið hefur mikla athygli undanfarna viku. Sanna er yngsti borgarfulltrúi sögunnar í Reykjavík en leiðin þangað hefur verið þyrnum stráð.
Pólitískt partý fyrir kosningar
Hitt húsið í samstarfi við #Égkýs mun fimmtudaginn 24.maí standa fyrir pólitísku partýi í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn næstkomandi.
23.05.2018 - 08:04
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
Framsókn og óháðir í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa stillt upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.