Færslur: Sveitarstjórnarmál

Skiptar skoðanir um sameiningar á Vestfjörðum
Skiptar skoðanir voru um sameiningu sveitarfélaga á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík um helgina. Formaður sambandsins lagðist gegn ályktun þar sem lögþvingaðri sameiningu er mótmælt. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta.
Kjósa líklega nýja bæjarstjórn næsta vor
Stefnt er að kosningum næsta vor í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Íbúar á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær.
27.10.2019 - 12:16
Tilgangurinn að efla sjálfbærni sveitarfélaga
Umdeildasta aðgerðin í þingsályktunartillögu um áætlun í málefnum sveitarfélaga er ákvæðið um lágmarksfjölda íbúa, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mætti nokkurri mótstöðu þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um sveitarfélög á Alþingi í morgun.
Kemur ekki á óvart að deilt sé um urðunarskatt
Stjórnendur sveitarfélaga eru ósáttir við frumvarp um urðunarskatt og hafa áhyggjur af því að hann verði nefskattur á íbúa. Mikilvægt sé að hann verði hvati til að flokka úrgang. 
03.10.2019 - 23:05
Borgfirðingar jákvæðir fyrir sameiningu
Íbúar á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfjarðarhreppi ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna eftir mánuð. Jakob Sigurðsson, Oddviti Borgarfjarðarhrepps segir að heimamenn séu almennt jákvæðir fyrir sameiningu. 
27.09.2019 - 15:54
Hættir í sveitarstjórn og höfðar skaðabótamál
Forseti sveitarstjórnar Norðurþings hefur óskað eftir lausn frá störfum og undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu. Hann segir að framkvæmdir á vegum Norðurþings hafi valdið fyrirtæki hans tuga milljóna króna tjóni og ekki verði komist hjá því að sækja bætur til sveitarfélagsins.
30.08.2019 - 14:53
Ráðning nýs bæjarstjóra ekki ámælisverð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur engar forsendur til formlegrar umfjöllunar um ráðningu nýs bæjarstjóra Seyðisfjarðar, sem fór fram á síðasta ári. Rétt hafi verið staðið að ráðningunni sjálfri en ráðuneytið gerir athugasemd við hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja ferlið.
25.06.2019 - 13:26
Nýr og umdeildur leikskóli rís á Þórshöfn
Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla á Þórshöfn. Bygging skólans var afar umdeild en ekki var einhugur um hvar hann ætti að standa. Leikskólastjórinn fagnar nýjum leikskóla en segist hafa viljað aðra staðsetningu.
26.11.2018 - 10:20
Staðfesti að rétt var staðið að ráðningunni
Umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugsemdir við ráðningu bæjarstjóra á Seyðisfirði en einn umsækjandi um starfið kvartaði til umboðsmanns. Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir þetta staðfesta að ekkert hafi verið athugavert við ráðningarferlið.
29.10.2018 - 11:30
Samskiptin við ríkið helsta áskorunin
Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir mikilvægast að efla samskipti sveitarfélaganna við ríkið. Það sé brýnt að tryggja sveitarfélögunum meiri pening til að geta sinnt starfi sínu svo vel sé.
28.09.2018 - 17:07
Kosningaþátttaka var betri meðal kvenna
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum í vor var betri á meðal kvenna en karla. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum jókst í ár í fyrsta skipti frá 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Verkefnalisti sveitarfélaga birtur í heild
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaganna. Með lögmæltu er átt við lögbundin verkefni og lögheimil verkefni. Listanum er ætlað að leiðbeina sveitafélögunum og ráðuneytinu sjálfu við stefnumótun og áætlanagerð um málefni sveitarstjórnarstigsins.
24.09.2018 - 14:10
Segir minnihlutann stunda „ljóta pólitík“
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, vísar á bug gagnrýni minnihlutans á ráðningarferli nýs bæjarstjóra. Vinnubrögðin einkennist af ljótri pólitík. Þrátt fyrir að fulltrúi Framsóknar og frjálslyndra hafi brotið trúnað hafi fulltrúum minnihlutans verið boðin mikil aðkoma að ferlinu, á nánast öllum stigum þess.
Gagnrýna ferlið við ráðningu bæjarstjóra
Minnihluti bæjarstjórnar á Seyðisfirði gagnrýnir hvernig staðið var að ráðningu bæjarstjóra og telur margt í því ferli verulega ábótavant. Leitað verður álits Samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins á vinnubrögðum meirihlutans við ráðninguna.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri
Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf bæjarstjóra á Akureyri. Ásthildur gengdi áður stöðu bæjarstjóra í Vesturbyggð.
Akureyri: Nýr bæjarstjóri fyrir mánaðamót
Stefnt er að ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu mánaðamót. Ráðningarskrifstofa er enn að taka viðtöl við umsækjendur um starfið.
Kópavogur
Laun bæjarstjóra hækkuðu um 612.000 á mánuði
Mánaðarlaun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hækkuðu um 612.000 krónur í fyrra og námu tæpum 2,5 milljónum króna, í stað tæplega 1,9 milljóna á mánuði árið áður. Fréttablaðið greinir frá þessu. Laun bæjarstjórans hækkuðu því um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017, en laun annarra bæjarfulltrúa um 30 prósent.
Framboð víða í undirbúningi
Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur, Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum og ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ákveðið verður á næstu dögum hvort Sósíalistaflokkur Íslands býður fram.
„Samvinnan leiðir til sameiningar“
Íbúar Garðs og Sandgerðis kjósa um sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Verði meirihluti í báðum sveitarfélögum hlynntur sameiningu þá verður kosin ný bæjarstjórn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag í kosningum næsta vor.
08.09.2017 - 07:00
Theodóra segir af sér þingmennsku um áramótin
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Þetta kemur fram í Kópavogsblaðinu.
26.08.2017 - 08:47
Afstaða í áfengismálum klauf meirihlutann
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar Framtíðar í Hafnarfirði klofnaði í afstöðu sinni til ályktunar um áfengisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Ályktunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Hún var borin upp af hálfu bæjarfulltrúa Bjartar Framtíðar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá í atkvæðagreiðslunni.
02.03.2017 - 15:22
Ekki verði sameinað nema fjármagn fylgi
Oddviti Djúpavogshrepps segir að ekkert verði af sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðausturlandi, nema til komi verulegur fjárstuðningur frá ríkinu. Engin vissa sé fyrir því í undirbúningi sameiningar hvort slíkt fjármagn verði til staðar.
26.02.2017 - 19:12
Tillaga um sameiningu lögð fram í vor
Bæjarstjórinn á Hornafirði segist bjartsýnn á að það takist að sameina þrjú sveitarfélög á Suðausturlandi, en viðræður um það hafa staðið yfir síðustu mánuði. Það yrði víðfeðmasta sveitarfélag landsins, fjórtán prósent af flatarmáli Íslands.
18.02.2017 - 14:22
Sveitarfélögin farin að þreytast á samstarfi
Sveitarfélögin standa illa fjárhagslega, þrátt fyrir uppgang í samfélaginu. Þá eru þau alltof mörg og fámenn. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu frá Samtökum atvinnulífsins. Í skýrslunni kemur fram að sameiningar séu forsenda þess að hægt sé að færa fleiri málaflokka frá ríki til sveitarfélaga, svo sem samgöngumál og rekstur framhaldsskóla, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þau vilja því fækka þeim úr 74 í níu. Vestfirðir yrðu þannig eitt sveitarfélag, Suðurlandið allt annað.
Nýr meirihluti S- og D-lista í Fjallabyggð
S-listi Jafnaðarmanna og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri í Fjallabyggð.
29.11.2016 - 10:28