Færslur: Sveitarstjórnarmál

Kosið um sameiningu í 19 sveitarfélögum á níu mánuðum
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Langanes. Að þeim kosningum loknum hafa íbúar í samtals 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu frá því í sumar.
Oddviti Skaftárhrepps hættir og flytur á mölina
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps bað á seinasta fundi sveitarstjórnar um að fá að láta af störfum sem oddviti. Ástæðan er sú að hún og fjölskylda hennar eru að flytja úr sveitarfélaginu.
Ósátt við að þurfa að aka 18 kílómetra með ruslið
Bóndi í Kelduhverfi íhugar að fara að brenna rusl heima á bæ, eftir að sveitarfélagið fjarlægði ruslagám í grennd við heimili hennar. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs Norðurþings, segir að verið sé að bæta þjónustuna með stærra og betra gámaplani fjær bænum. Ekki sé óalgengt að bændur þurfi að aka töluverðan spöl með sorp.
22.10.2021 - 15:58
Hörgársveit í hröðum vexti
Á Norðurlandi hefur íbúum fjölgað mest síðasta árið í sveitarfélaginu Hörgársveit. Sveitarstjóri segir að nágrannasveitarfélagið Akureyri hafi einnig hag af uppbyggingunni.
01.08.2021 - 10:33
Bæjarstjóri segir fólksfækkun í Hafnarfirði tímabundna
Íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um rúmlega 200 íbúa frá áramótum, sem er þvert á íbúaþróun í nágrannasveitarfélögunum. Frá áramótum fjölgaði íbúum í Reykjavík um 721, Kópavogsbúum hefur fjölgað um 439 og íbúum Garðabæjar um 327, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár um íbúafjölda eftir sveitarfélögum.
Sylvía nýr sveitarstjóri í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gekk í dag frá ráðningu nýs sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Gengið verður til samninga við Sylvíu Karen Heimisdóttir sem hefur verið aðalbókari sveitarfélagsins.
Lagabreyting styttir umsagnartíma friðlýsingaráforma
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á náttúruverndarlögum sem heimilar umhverfisráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Slíkri kortlagningu er ætlað að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.
Vesturbyggð skoðar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp
Vesturbyggð ætlar að skoða hagkvæmni þess að sameinast Tálknafjarðarhreppi. Tálknfirðingum er hins vegar ekki boðið með í það ferli.
Borgin bíður enn svars við kröfu um jöfnunarframlag
Reykjavíkurborg bíður enn endanlegs svars íslenska ríkisins við kröfu um greiðslu á 8,7 milljörðum króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Borgin hafði gefið svarfrest út síðasta föstudag, en að sögn aðstoðarmanns borgarstjóra bárust þann sama dag upplýsingar frá embætti ríkislögmanns um að svar væri í vinnslu og að þess væri að vænta fyrir lok þeirrar viku sem nú líður.
08.12.2020 - 15:36
Myndskeið
„Stærsta sveitarfélag landsins á ekki að gera svona“
Reykjavíkurborg hefur krafið ríkið um 8,7 milljarða króna vegna vangoldinna framlaga úr jöfnunarsjóði. Sveitarstjórnarráðherra segir kröfuna beinast gegn öðrum sveitarfélögum og að ekki komi til greina að ganga að kröfum borgarinnar.
18.11.2020 - 22:28
Vill færri og stærri sveitarfélög svo fé nýtist betur
„Til að takast á við áskoranir, ekki bara dagsins í dag, heldur framtíðarinnar verður að stækka sveitarfélögin og nýta skattpeninga fólksins,“ segir Jens Garðar Helgason fyrrverandi formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. Hann var gestur Baldvins Þórs Bergssonar í Silfrinu í morgun.
Deila um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS veitum
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að taka kauptilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í ríflega fimmtán prósenta hlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.
22.10.2020 - 06:17
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
Viðtal
Akureyrarborg nú þegar til
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og formaður samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, segir að nú sé kominn tími til að skilgreina Akureyri sem borg, enda sé borgin nú þegar til.
14.10.2020 - 10:03
Samvinnan er viðbrögð við krísu
Samstarf allra flokka í bæjarstjórn, eins og ákveðið var að taka upp á Akureyri í vikunni, eru viðbrögð innan stjórnsýslunnar lík því sem sáust eftir hrun. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. „Það eru dæmi um þetta sérstaklega eftir hrunið, annað hvort var tekin ákvörðun um að leggja niður minni- og meirihluta og mynda nokkurs konar þjóðstjórn eða þá að það var óformlegt samkomulag um að það væru bara allir saman að vinna að því að reyna að retta úr kútnum eftir hrunið."
24.09.2020 - 14:16
Viðtal
„Ekki markmið okkar að skera samfélagið inn að beini"
Ný bæjarstjórn á Akureyri sem kynnt var í gær hefur gert með sér samstarfssáttmála um aðgerðir til að rétta af mikinn hallarekstur bæjarins. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar og Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG voru gestir á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
23.09.2020 - 11:10
Viðtal
Sameinuð stjórn nýlunda í svo stóru sveitarfélagi
Ekki eru fordæmi fyrir því að afnema meirihluta og minnihluta og hafa sameinaða bæjarstjórn í jafn stóru sveitarfélagi og Akureyri að sögn Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
22.09.2020 - 19:47
Lækkuð framlög úr jöfnunarsjóði verði til umræðu
Ríkisstjórnin heldur sumarfund á Hellu í dag klukkan tíu. Að honum loknum mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi á Hótel Læk. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir tekjufall í vetur áhyggjuefni flestra sveitarfélaganna. Hann á von á að lækkuð framlög úr jöfnunarsjóði verði rædd við ríkisstjórnina.
18.08.2020 - 08:09
Ráðuneyti skoðar stjórnsýslu Borgarbyggðar
Sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að taka stjórnsýslu Borgarbyggðar til formlegrar umfjöllunar. Þetta kemur meðal annars til vegna mikilla tafa sveitarfélagsins við að afgreiða og svara erindum.
Vill fá að skapa list sína í friði
Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli hefur sótt um leyfi til Borgarbyggðar til að rífa nýlegt legsteinahús sitt.
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Vesturbrú vígð í dag
Ný brú sem liggur yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Brúin fékk heitið Vesturbrú. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.
01.07.2020 - 23:43
Hvetja ráðherra til að birta gögn um sjókvíaeldi
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því að ákvarðanir verði teknar um takmarkanir eða bann við fiskeldi í Eyjafirði nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Ráðherra er hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat í firðinum.
23.06.2020 - 14:58
Afkoma sveitarfélagsins olli miklum vonbrigðum
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið í fyrra var neikvæð um 36,5 milljónir. Mismunurinn frá því í fyrra nemur um 150 milljónum.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.