Færslur: Sveitarstjórnarmál

Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Vesturbrú vígð í dag
Ný brú sem liggur yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Brúin fékk heitið Vesturbrú. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.
01.07.2020 - 23:43
Hvetja ráðherra til að birta gögn um sjókvíaeldi
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því að ákvarðanir verði teknar um takmarkanir eða bann við fiskeldi í Eyjafirði nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Ráðherra er hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat í firðinum.
23.06.2020 - 14:58
Afkoma sveitarfélagsins olli miklum vonbrigðum
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið í fyrra var neikvæð um 36,5 milljónir. Mismunurinn frá því í fyrra nemur um 150 milljónum.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Fyrirhugaðar kosningar á Austurlandi afturkallaðar
Sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi hafa verið afturkallaðar og hefja þarf undirbúning að nýju. Kjósa átti til sveitarstjórnar eftir tæpar þrjár vikur.
Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ráðið Jónas Egilsson í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas hefur verið skrifstofustjóri sveitarfélagsins undanfarin ár.
30.03.2020 - 16:56
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
Kostnaður við leikskóla á Þórshöfn langt fram úr áætlun
Kostnaður við nýjan leikskóla á Þórshöfn fór rúmar 90 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Engin tilboð bárust í verkið og það segir oddviti sveitarstjórnar að sé helsta ástæðan fyrir auknum kostnaði. Þá var hönnunarkostnaður ekki tekinn með í reikninginn.
05.03.2020 - 16:40
Vantraust á oddvita Fljótsdalshrepps og nýr kjörinn
Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Kosningin fylgdi í kjölfar tillögu um vantraust á fráfarandi oddvita.
04.03.2020 - 14:15
Vilja Þingeyinga úr nýjum landshlutasamtökum
Framsýn stéttarfélag í Þingeyjarsýslum og Sam­tök at­vinnu­rek­enda á Norðausturlandi, gagnrýa stofnun nýrra landshlutasamtaka í fjórðungnum. Skorað er á sveitarfélögin í  Þingeyjarsýslum að ganga tafarlaust úr þessu nýja félagi.
07.02.2020 - 17:37
Nýtt landshlutafélag á Norðurlandi
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var samþykkt á fulltrúaráðsfundi þess síðastnefnda í Kelduhverfi í dag. Þetta þýðir að nýtt félag tekur til starfa 1. janúar.
19.11.2019 - 16:03
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar samþykkir sameiningu
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var samþykkt á aðalfundi þess síðastnefnda á Dalvík í dag. Eyþing hefur þegar samþykkt tillöguna og hún verður tekin fyrir hjá Þingeyingum á morgun. Verði sameining samþykkt tekur nýtt félag taka til starfa 1. janúar.
18.11.2019 - 14:08
„Ekki eitthvað eitt sem kom upp“
„Í grundvallaratriðum hafa aðilar ekki gengið í takt upp á síðkastið, það var ekki eitthvað eitt sem kom upp,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, um uppsögn Gunnlaugs Júlíussonar úr starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar.
14.11.2019 - 17:40
Skiptar skoðanir um sameiningar á Vestfjörðum
Skiptar skoðanir voru um sameiningu sveitarfélaga á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík um helgina. Formaður sambandsins lagðist gegn ályktun þar sem lögþvingaðri sameiningu er mótmælt. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta.
Kjósa líklega nýja bæjarstjórn næsta vor
Stefnt er að kosningum næsta vor í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Íbúar á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær.
27.10.2019 - 12:16
Tilgangurinn að efla sjálfbærni sveitarfélaga
Umdeildasta aðgerðin í þingsályktunartillögu um áætlun í málefnum sveitarfélaga er ákvæðið um lágmarksfjölda íbúa, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mætti nokkurri mótstöðu þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um sveitarfélög á Alþingi í morgun.
Kemur ekki á óvart að deilt sé um urðunarskatt
Stjórnendur sveitarfélaga eru ósáttir við frumvarp um urðunarskatt og hafa áhyggjur af því að hann verði nefskattur á íbúa. Mikilvægt sé að hann verði hvati til að flokka úrgang. 
03.10.2019 - 23:05
Borgfirðingar jákvæðir fyrir sameiningu
Íbúar á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfjarðarhreppi ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna eftir mánuð. Jakob Sigurðsson, Oddviti Borgarfjarðarhrepps segir að heimamenn séu almennt jákvæðir fyrir sameiningu. 
27.09.2019 - 15:54
Hættir í sveitarstjórn og höfðar skaðabótamál
Forseti sveitarstjórnar Norðurþings hefur óskað eftir lausn frá störfum og undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu. Hann segir að framkvæmdir á vegum Norðurþings hafi valdið fyrirtæki hans tuga milljóna króna tjóni og ekki verði komist hjá því að sækja bætur til sveitarfélagsins.
30.08.2019 - 14:53
Ráðning nýs bæjarstjóra ekki ámælisverð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur engar forsendur til formlegrar umfjöllunar um ráðningu nýs bæjarstjóra Seyðisfjarðar, sem fór fram á síðasta ári. Rétt hafi verið staðið að ráðningunni sjálfri en ráðuneytið gerir athugasemd við hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja ferlið.
25.06.2019 - 13:26
Nýr og umdeildur leikskóli rís á Þórshöfn
Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla á Þórshöfn. Bygging skólans var afar umdeild en ekki var einhugur um hvar hann ætti að standa. Leikskólastjórinn fagnar nýjum leikskóla en segist hafa viljað aðra staðsetningu.
26.11.2018 - 10:20
Staðfesti að rétt var staðið að ráðningunni
Umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugsemdir við ráðningu bæjarstjóra á Seyðisfirði en einn umsækjandi um starfið kvartaði til umboðsmanns. Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir þetta staðfesta að ekkert hafi verið athugavert við ráðningarferlið.
29.10.2018 - 11:30
Samskiptin við ríkið helsta áskorunin
Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir mikilvægast að efla samskipti sveitarfélaganna við ríkið. Það sé brýnt að tryggja sveitarfélögunum meiri pening til að geta sinnt starfi sínu svo vel sé.
28.09.2018 - 17:07
Kosningaþátttaka var betri meðal kvenna
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum í vor var betri á meðal kvenna en karla. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum jókst í ár í fyrsta skipti frá 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.