Færslur: Sveitarstjórnarmál

Deila um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS veitum
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að taka kauptilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í ríflega fimmtán prósenta hlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.
22.10.2020 - 06:17
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
Viðtal
Akureyrarborg nú þegar til
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og formaður samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, segir að nú sé kominn tími til að skilgreina Akureyri sem borg, enda sé borgin nú þegar til.
14.10.2020 - 10:03
Samvinnan er viðbrögð við krísu
Samstarf allra flokka í bæjarstjórn, eins og ákveðið var að taka upp á Akureyri í vikunni, eru viðbrögð innan stjórnsýslunnar lík því sem sáust eftir hrun. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. „Það eru dæmi um þetta sérstaklega eftir hrunið, annað hvort var tekin ákvörðun um að leggja niður minni- og meirihluta og mynda nokkurs konar þjóðstjórn eða þá að það var óformlegt samkomulag um að það væru bara allir saman að vinna að því að reyna að retta úr kútnum eftir hrunið."
24.09.2020 - 14:16
Viðtal
„Ekki markmið okkar að skera samfélagið inn að beini"
Ný bæjarstjórn á Akureyri sem kynnt var í gær hefur gert með sér samstarfssáttmála um aðgerðir til að rétta af mikinn hallarekstur bæjarins. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar og Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG voru gestir á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
23.09.2020 - 11:10
Viðtal
Sameinuð stjórn nýlunda í svo stóru sveitarfélagi
Ekki eru fordæmi fyrir því að afnema meirihluta og minnihluta og hafa sameinaða bæjarstjórn í jafn stóru sveitarfélagi og Akureyri að sögn Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
22.09.2020 - 19:47
Lækkuð framlög úr jöfnunarsjóði verði til umræðu
Ríkisstjórnin heldur sumarfund á Hellu í dag klukkan tíu. Að honum loknum mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi á Hótel Læk. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir tekjufall í vetur áhyggjuefni flestra sveitarfélaganna. Hann á von á að lækkuð framlög úr jöfnunarsjóði verði rædd við ríkisstjórnina.
18.08.2020 - 08:09
Ráðuneyti skoðar stjórnsýslu Borgarbyggðar
Sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að taka stjórnsýslu Borgarbyggðar til formlegrar umfjöllunar. Þetta kemur meðal annars til vegna mikilla tafa sveitarfélagsins við að afgreiða og svara erindum.
Vill fá að skapa list sína í friði
Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli hefur sótt um leyfi til Borgarbyggðar til að rífa nýlegt legsteinahús sitt.
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Vesturbrú vígð í dag
Ný brú sem liggur yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Brúin fékk heitið Vesturbrú. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.
01.07.2020 - 23:43
Hvetja ráðherra til að birta gögn um sjókvíaeldi
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því að ákvarðanir verði teknar um takmarkanir eða bann við fiskeldi í Eyjafirði nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Ráðherra er hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat í firðinum.
23.06.2020 - 14:58
Afkoma sveitarfélagsins olli miklum vonbrigðum
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið í fyrra var neikvæð um 36,5 milljónir. Mismunurinn frá því í fyrra nemur um 150 milljónum.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Fyrirhugaðar kosningar á Austurlandi afturkallaðar
Sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi hafa verið afturkallaðar og hefja þarf undirbúning að nýju. Kjósa átti til sveitarstjórnar eftir tæpar þrjár vikur.
Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ráðið Jónas Egilsson í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas hefur verið skrifstofustjóri sveitarfélagsins undanfarin ár.
30.03.2020 - 16:56
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
Kostnaður við leikskóla á Þórshöfn langt fram úr áætlun
Kostnaður við nýjan leikskóla á Þórshöfn fór rúmar 90 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Engin tilboð bárust í verkið og það segir oddviti sveitarstjórnar að sé helsta ástæðan fyrir auknum kostnaði. Þá var hönnunarkostnaður ekki tekinn með í reikninginn.
05.03.2020 - 16:40
Vantraust á oddvita Fljótsdalshrepps og nýr kjörinn
Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Kosningin fylgdi í kjölfar tillögu um vantraust á fráfarandi oddvita.
04.03.2020 - 14:15
Vilja Þingeyinga úr nýjum landshlutasamtökum
Framsýn stéttarfélag í Þingeyjarsýslum og Sam­tök at­vinnu­rek­enda á Norðausturlandi, gagnrýa stofnun nýrra landshlutasamtaka í fjórðungnum. Skorað er á sveitarfélögin í  Þingeyjarsýslum að ganga tafarlaust úr þessu nýja félagi.
07.02.2020 - 17:37
Nýtt landshlutafélag á Norðurlandi
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var samþykkt á fulltrúaráðsfundi þess síðastnefnda í Kelduhverfi í dag. Þetta þýðir að nýtt félag tekur til starfa 1. janúar.
19.11.2019 - 16:03
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar samþykkir sameiningu
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var samþykkt á aðalfundi þess síðastnefnda á Dalvík í dag. Eyþing hefur þegar samþykkt tillöguna og hún verður tekin fyrir hjá Þingeyingum á morgun. Verði sameining samþykkt tekur nýtt félag taka til starfa 1. janúar.
18.11.2019 - 14:08
„Ekki eitthvað eitt sem kom upp“
„Í grundvallaratriðum hafa aðilar ekki gengið í takt upp á síðkastið, það var ekki eitthvað eitt sem kom upp,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, um uppsögn Gunnlaugs Júlíussonar úr starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar.
14.11.2019 - 17:40
Skiptar skoðanir um sameiningar á Vestfjörðum
Skiptar skoðanir voru um sameiningu sveitarfélaga á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík um helgina. Formaður sambandsins lagðist gegn ályktun þar sem lögþvingaðri sameiningu er mótmælt. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta.
Kjósa líklega nýja bæjarstjórn næsta vor
Stefnt er að kosningum næsta vor í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Íbúar á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær.
27.10.2019 - 12:16