Færslur: Sveitarstjórnarkosningar 2022

Leita til ríkissaksóknara vegna kosningaauglýsinga
Héraðssaksóknari vísaði frá kæru vegna auglýsingaskiltis á horni Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík á þeim tíma sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir sveitastjórnarkosningarnar fór fram í Holtagörðum.
Katrín nýr sveitarstjóri Norðurþings
Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Norðurþings. Sautján sóttu um stöðuna en fimm drógu umsóknir til baka. Katrín hefur störf í ágúst. Hún er fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sölku-fiskmiðlunar hf. 
Iða Marsibil nýr sveitastjóri í Grímsnesi
Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ráðning hennar var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi í vikunni.
Tólf sækjast eftir stöðu sveitarstjóra í Norðurþingi
Alls sóttu 17 um stöðu sveitarstjóra í Norðurþingi. Fimm drógu umsókn sína til baka. Fjórir umsækjenda eru fyrrverandi bæjar- eða sveitarstjórar. Nýr sveitarstjóri verður kynntur á allra næstu dögum, segir á vef Norðurþings. Fráfarandi sveitarstjóri er Kristján Þór Magnússon sem setið hefur síðustu átta ár.
Vigdís og Karl Gauti vilja stýra Hveragerði
Fyrrverandi þingmenn, borgarfulltrúar og bæjarstjórar eru meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Hveragerði. Alls sóttu 19 um stöðuna. Þeirra á meðal eru Vigdís Hauksdóttir, fv. borgarfulltrúi, Karl Gauti Hjaltason, fv. alþingismaður og hið minnsta fjórir fv. sveitar- eða bæjarstjórar. Sjö af umsækjendunum sóttu einnig um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Eyrún ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára. Eyrún er viðskiptafræðingur að mennt, með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hún var sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps á árunum 2006-2013 og hefur setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er einn þriggja eigenda Ráðríks ráðgjafastofu, sem sérhæfir sig í sveitarstjórnarmálum.
Ólafur Þór áfram sveitarstjóri Tálknafjarðar
Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn til að gegna embættinu áfram á kjörtímabilinu sem er nýhafið, árin 2022 til 2026.
Rannsókn undirskriftarmálsins ekki hafin
Rannsókn á undirskriftamáli E-listans, Reykjavíkur; bestu borgarinnar, er ekki hafin. Yfirkjörstjórn í Reykjavík vísaði málinu til héraðssaksóknara í maí eftir að upp kom að Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, endaði í heiðurssæti E-listans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor án þess að vita af því.
Hlutfall karla og kvenna hnífjafnt á Norðausturlandi
Eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí er hlutfall karla og kvenna meðal kjörinna aðal- og varafulltrúa hnífjafnt á Norðausturlandi, þegar reiknað er meðaltal allra sveitarfélaga landshlutans.
Morgunútvarpið
„Ekki hægt að telja upp í 12 með Sjálfstæðisflokki“
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður borgarráðs hafnar gagnrýni á að engar breytingar verði á stjórn borgarinnar. Fáir möguleikar hafi verið í myndun meirihuta, ekki hafi verið hægt að telja upp í meirihluta með Sjálfstæðisflokki og það hefði verið ábyrgðarhluti að láta myndun meirihluta dragast fram á sumar.
Viðtal
Sáttmálinn svari öllum kröfum Framsóknar um breytingar
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, sem borgarstjóri í ársbyrjun árið 2024. Með því verður hann jafnframt fyrsti Framsóknarmaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem nýr meirihluti borgarstjórnar var kynntur.
Viðtal
Telur að nýr sáttmáli sé „Píratalegur“
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist sátt með lendinguna í meirihlutaviðræðum Pírata, Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Píratar stýra fagráðum sem endurspegla kjarnaáherslur flokksins, og fara meðal annars fyrir umhverfis-, skipulags-, og samgöngumálum. Það séu málaflokkar sem séu alltaf í brennidepli í Reykjavík. 
Viðtal
Vilja ná jafnvægi með skiptingu borgarstjóraembættisins
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að nýr meirihluti stefni að því að gera Reykjavík að hagstæðasta kostinum fyrir fjölskyldur. Stefnt er að því halda útsvari og fasteignasköttum óbreyttum og lögð verður áhersla á mál barna.
Blaðamannafundur
Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík
Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík verður kynntur klukkan 15. Viðræður hafa staðið undanfarnar tvær vikur. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að ofan. 
Kynna málefnasamning síðdegis
Oddvitar Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík ætla að kynna málefnasamning og nýjan meirihluta á sameiginlegum blaðamannafundi klukkan þrjú í dag. Fundurinn verður fyrir utan stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal en þar hafa meirihlutaviðræður flokkanna staðið yfir undanfarna daga.
Stefnt að málefnasamningi fyrir fyrsta fund
Málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík verður kynntur flokksmönnum í Samfylkingunni í kvöld. Fréttablaðið greinir frá og birtir fundarboð til félagsmanna.
Snorri Finnlaugsson áfram sveitarstjóri í Hörgársveit
J-listi Grósku fékk flest atkvæði í tveggja lista framboði í Hörgársveit og tryggði sér meirihluta í sveitarstjórn með þrjá menn. H-listi Hörgársveitar hlaut tvo fulltrúa.
K- og D-listi mynda meirihluta í Dalvíkurbyggð
Oddvitar K-lista og D-lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn næstu fjögur árin.
Margir nýir bæjar- og sveitarstjórar á Norðurlandi
Mikil endurnýjun verður í hópi sveitar- og bæjarstjóra á Norðurlandi þar sem meirihluti þeirra hverfur frá störfum. Nær allir sveitarstjórar verða ráðnir með faglegum hætti.
Rósa áfram bæjarstjóri til 2025
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir, sem verið hefur bæjarstjóri síðustu ár, verður áfram til 1. janúar 2025 en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokks, við.
Nýr meirihluti tekinn við í Norðurþingi
B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samning um meirihlutasamstarf í Norðurþingi. Þetta var tilkynnt fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar nú síðdegis.
Boða enn frekari breytingar á nýju kosningalögunum
Breyta þarf nýju kosningalögunum í þriðja sinn en brýnt þykir að bregðast við ágöllum sem komu í ljós í sveitarstjórnarkosningunum. Nýtt frumvarp þess efnis var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. 
Meirihluti A- og D-lista myndaður í Fjallabyggð
Oddvitar A-lista Jafnaðarfólks og óháðra og D-lista Sjálfstæðisflokksins hafa nú skrifað undir samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn í Fjallabyggð. Viðræður eru sagðar hafa gengið vel enda verið opnar og hreinskiptar.
Tómas Birgir nýr oddviti í Rangárþingi eystra
Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Nýja óháða listans mynda nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra en nýr málefnasamningur var undirritaður á föstudag. Tómas Birgir Magnússon, oddviti Nýja óháða listans, verður oddviti Rangárþings eystra, Anton Kári Haraldsson, oddviti Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, verður sveitarstjóri og Árný Hrund Svavarsdóttir formaður byggðaráðs.
30.05.2022 - 10:30
B og D í meirihluta í flestum stærstu sveitarstjórnum
Framsóknarflokkurinn verður í meirihluta í þrettán af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins náist saman í yfirstandandi viðræðum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur, hann er í meirihluta í tólf sveitarfélögum. Liðlega 349 þúsund manns búa í tuttugu stærstu sveitarfélögunum.