Færslur: Sveitarstjórnarkosningar 2022

Aldís nýr sveitastjóri Hrunmannahrepps
Aldís Hafsteinsdóttir verður nýr sveitarstjóra Hraunmannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hraunmannahreppi. Hún tekur við embættinu af Jóni G. Valgeirssyni.
20.05.2022 - 22:23
Framsókn og Fjarðalistinn hafið meirihlutaviðræður
Formlegar meirihlutaviðræður er hafnar í Fjarðarbyggð á milli Framsóknarflokks og Fjarðalistans. Flokkarnir voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hafa átt í óformlegum viðræðum frá því á sunnudaginn.
Þórdís ekki endurráðin sem sveitastjóri Borgarbyggðar
Nýkjörinn meirihluti í Borgarbyggð hefur ákveðið að endurráða ekki Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem sveitarstjóra. Hún var faglega ráðin sveitarstjóri í Borgarbyggð fyrir tveimur árum.
Enginn sveitarstjóri starfandi á Langanesi
Sveitarstjóralaust er á Langanesi en sveitarstjóri Langanesbyggðar verður í leyfi þangað starfstímabil hans rennur út í lok næstu viku. Oddviti meirihlutans segir að staðan verði bráðum auglýst en það ferli taki talsverðan tíma.
Töldu sér ekki virðing sýnd og tala við Sjálfstæðismenn
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nú í óformlegum viðræðum um meirihlutasamstarf á Akranesi. Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknar og Samfylkingar. Oddviti Samfylkingarinnar segir samtal flokkanna hafa orðið neikvætt og að flokknum hafi ekki verið sýnd virðing.
Góður gangur í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði
Góður gangur er í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra
Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra voru endurtalin í gærkvöldi eftir að beiðni þess efnis kom frá fulltrúum N-listans. Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur þó ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.
20.05.2022 - 09:23
Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi eru hafnar milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá, Ásdísi Kristjánsdóttur (D) og Orra Vigni Hlöðverssyni (B), oddvitum flokkanna í sveitarfélaginu.
Nýr meirihluti væntanlegur á Akureyri
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði kominn fljótlega upp úr helgi.
Telur skipta máli að Samfylkingin leiði í borginni
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skipta afar miklu máli að Samfylkingin leiði borgina áfram ásamt Pírötum, Viðreisn og sennilega Framsóknarflokki sem sigurvegara kosninga.
Meirihlutaviðræður hafnar í nýjum sveitarfélögum
Á fyrsta sinn var kosið í tveimur nýjum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra á laugardaginn. Í báðum sveitarfélögum eiga B- og D- listar í meirihlutaviðræðum.
B- og D-listi ræða saman í Húnaþingi vestra
Fulltrúar B og D-lista eru komnir vel á veg í formlegum viðræðum um meirihlutasamstarf í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra bauð ekki fram í kosningunum 2018.
Segir íhaldsamari sjónarmið hafa náð yfirhöndinni
Kjósendur í nýsameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps höfnuðu flokki sitjandi sveitarstjórnarfulltrúa í kosningunum á laugardag. Oddviti flokksins segir að íhaldssamari sjónarmið hafi orðið ofan á.
18.05.2022 - 13:28
„Vonbrigði að þau skyldu svíkja okkur“
Fulltrúi L-listans á Akureyri segir mikil vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi svikið flokkinn í meirihlutaviðræðum þeirra. Þeir hafi leitað til annarra flokka þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki.
Sjónvarpsfrétt
Meirihlutaviðræður gengið hratt í sögulegu samhengi
Langar meirihlutaviðræður hafa sjaldan tíðkast í Reykjavík. Aðalástæðan er sú að í sex áratugi þurfti engar viðræður því Sjálfstæðisflokkur var með hreinan meirihluta.
Viðtal
Þaulsætnasti núverandi bæjarstjórinn er í Snæfellsbæ
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er að hefja sitt sjöunda kjörtímabil. Hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra í 24 ár og hefur enginn af nú starfandi framkvæmdastjórum sveitarfélags verið lengur í starfi. „Þetta er lífsstíll, ég hef alltaf sagt það. Ég hef rosalega gaman af samfélagsmálum og hef alltaf brunnið fyrir það,“ segir Kristinn.
Lögheimili erlendis vegna meðferðar og bannað að kjósa
Úrskurðarnefndar kosningamála hefur afgreitt þrjár kærur sem nefndinni hefur borist vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Tveimur var synjað og einni vísað frá.
Meirihlutaviðræður á Akureyri á viðkvæmu stigi
Ekki virðist ríkja jafn mikil bjartsýni í viðræðum um myndun nýs meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri og virtist í fyrstu. Formlegar viðræður á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og L-listans hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Fjallabyggð fær nýjan bæjarstjóra
Elías Pétursson, starfandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, mun ekki sækjast eftir endurráðningu. Elías var ráðinn í starf bæjarstjóra fyrir tveimur árum en hafði áður verið sveitarstjóri í Langanesbyggð frá árinu 2014. 
Óformlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Framsóknarflokkurinn á Akranesi hefur rætt óformlega bæði við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir fengu þrjá bæjarfulltrúa hver af níu mögulegum. Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir að það ætti að skýrast síðdegis eða í kvöld með hvorum flokki Framsókn hefur formlega meirihlutaviðræður.
Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Viðræður hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð
Formlegar viðræður eru hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð á milli K-listans og Sjálfstæðisflokks.
Formlegar viðræður fjögurra flokka hafnar í Mosfellsbæ
Formlegar bæjarstjórnarviðræður eru hafnar í Mosfellsbæ. Listi Framsóknar, sem hlaut stórsigur í kosningunum, ákvað í gærkvöldi að hefja viðræður um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Viðreisn og Vini Mosfellsbæjar. 
Meirihlutaviðræður á Akureyri halda áfram í kvöld
L-listi Bæjarlistans, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga nú í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta á Akureyri í tólf ár.