Færslur: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Skjóta úrskurði sýslumanns til ráðuneytisins
Tveimur kærum þriggja einstaklinga, sem fóru fram á ógildingu kosninganna í Árneshreppi, hefur verið hafnað. Kærendur hyggjast skjóta úrskurði nefndar Sýslumannsins á Vestfjörðum til Dómsmálaráðuneytisins.
Ný bæjarstjórn tekin til starfa í Ísafjarðarbæ
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ fór fram í gær. Kristján Þór Kristjánsson (B) var kosinn forseti bæjarstjórnar og Daníel Jakobsson (D) formaður bæjarráðs.
Meirihlutar suður með sjó
Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks og J-lista Jákvæðs samfélags hafa samið um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs. Auglýst verður eftir bæjarstjóra. 
„Hreinlegast” að auglýsa eftir bæjarstjóra
Litlar pólitískar breytingar eru gerðar á embættisskipan nýrrar bæjarstjórnar Akureyrar. Bæta á þjónustu við barnafjölskyldur og aldraða og stytta vinnuvikuna. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir bæjastjóra og segir oddviti L-lista að það hafi verið hreinlegasta lendingin. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir málefnasamning meirihlutans gagnslaust plagg.
12.06.2018 - 18:30
Börn, millilandaflug og styttri vinnuvika
Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Framsóknarflokkurinn heldur formennsku í bæjarráði og L-listi forseta bæjarstjórnar. Farið verður í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku og bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.
Myndskeið
Samstarfið undirritað í rjóðri í Breiðholti
Oddvitar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna undirrituðu í dag samning um meirihlutasamstarf flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Samningurinn var undirritaður á blaðamannafundi í rjóðri vestur af Breiðholtslaug. Þar kynntu fulltrúar flokkanna helstu áherslumál nýja meirihlutans og verkaskiptingu hans.
Kynna málefnasamning og embætti í dag
Meirihluti Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn Akureyrar kynna og undirrita málefnasamning sinn í dag. Dagvistunarmál verða ofarlega á baugi í samningnum.
Mynd með færslu
Kynna nýjan meirihluta í borgarstjórn
Viðræðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er lokið. Niðurstöðurnar verða kynntar á blaðamannafundi, í beinni útsendingu á RÚV.is. Þar verður farið yfir málefnasamning nýja meirihlutans og hvernig verkefni og stöður skiptast milli flokkanna.
Nýr meirihluti myndaður í Kópavogi
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihlutia í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri en Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, verður formaður bæjarráðs. Á ýmsu hefur gengið í Kópavogi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí en þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neituðu að halda áfram meirihlutasamstarfi við Theódóru Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa BF/Viðreisnar.
Nýtt meirihlutasamstarf í Norðurþingi staðfest
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk, hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings. Málefnasamningur nýs meirihluta er byggður á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
07.06.2018 - 09:29
Meirihlutasamstarf samþykkt í Fjarðabyggð
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Fjarðabyggð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 11. júní.
Sjálfstæðismenn og óháðir í viðræðum
Sjálfstæðisflokkurinn og Listi óháðra í Rangárþingi eystra hófu formlegar meirihlutaviðræður á mánudag og hafa átt fundi daglega síðan þá. Þetta segir Anton Kári Halldórsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Hann segir ekkert fast í hendi ennþá.
06.06.2018 - 17:03
Óvíst hvort staða bæjarstjóra verði auglýst
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki ákveðið hvort ráðið verði í starf bæjarstjóra án auglýsingar. Vinna við málefnasamning er á lokametrunum og verður hann kynntur flokkunum í þessari viku. Formaður bæjarráðs Akureyrar segir áherslu lagða á málefni barna, unglinga og aldraðra.
Viðtal
Brýnt að breyta kosningalöggjöfinni
Ýmsir ágallar eru á kosningalöggjöfinni en tillögur vinnuhóps um breytingar hafa ekki verið teknar fyrir á Alþingi síðan þær voru kynntar fyrir tveimur árum. Þórir Haraldsson lögmaður fór fyrir nefndinni og segir brýna þörf á breytingum og lagfæringu þeirra ágalla sem komið hafi fram.
Meirihluti að fæðast í Grindavík
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Þetta staðfestir Hjálmar Hallgrímsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að nú sé verið að bera málefnasamning undir flokkanna og það muni liggja fyrir á morgun hvort hann verði samþykktur eða ekki. Starf bæjarstjóra verður auglýst.
Viðræðum miðar áfram í Grindavík
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Grindavík halda áfram viðræðum um myndun meirihluta núna klukkan fimm. Fundur var síðast í gær eftir að hafa tekið sér frí yfir helgina.
Málefnasamningur í Hafnarfirði undirritaður
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir í Hafnarfirði hafa myndað meirihluta og skrifuðu í dag undir málefnasamning. Meðal þess sem hann felur í sér er að gerð verði stjórnsýsluúttekt til að auka skilvirkni í stjórnkerfi bæjarins og leita á leiða til að auka lýðræðisvitund íbúa.
Hefja meirihlutaviðræður við Framsókn í dag
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Birkir Jón Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ármann sendir fréttastofu.
05.06.2018 - 14:51
Málefnasamningur enn í vinnslu
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar á Akureyri standa enn yfir. Málefnasamningur er ekki tilbúinn, en til stendur að kynna hann fyrir næsta bæjarstjórnarfund sem verður 12. júní.
05.06.2018 - 14:07
Málefnasamningur undirritaður í Borgarbyggð
Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð undirrituðu í gærkvöld málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna. Málefnasamningur verður lagður fyrir fyrsta fund nýkjörinnar sveitarstjórnar. Hann verður í kjölfarið birtur á vef Borgarbyggðar.
Myndskeið
Einhver oddvitanna fjögurra verði borgarstjóri
Meirihlutaviðræður í Reykjavík ganga mjög vel að sögn oddvita flokkanna sem taka þátt í viðræðunum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að einhver oddvitanna fjögurra verði borgarstjóri.
04.06.2018 - 19:44
Stíf fundahöld hjá Ármanni: „Skýrist á morgun“
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur fundað stíft með flokksmönnum sínum í dag til að freista þess að leysa úr þeirri pattstöðu sem komin er upp við meirihlutamyndun í bænum. „Við erum bara að spjalla saman – eitt á eitt, í smærri hópum og í stærri hópum,“ segir Ármann, sem var staddur á fundi með einum bæjarfulltrúa flokksins þegar fréttastofa náði tali af honum nú um klukkan sex. „Við erum að vinna ákveðna heimavinnu. Þetta skýrist á morgun,“ segir hann.
Viðræður á lokastigi í Fjarðabyggð
„Hluti af málefnasamningnum er að starf bæjarstjóra verði auglýst,“ segir Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, sem er langt kominn með formlegar meirihlutaviðræður við Framsókn og óháða í Fjarðabyggð.
Viðræður helgarinnar stóráfallalausar
Meirihlutaviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á Fljótsdalshéraði gengu vel um helgina að sögn Stefáns Boga Sveinssonar, oddvita framsóknarmanna. „Það hefur ekkert komið upp sem hefur orðið til verulegra vandræða í þessu samtali,“ segir hann.
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.