Færslur: Sveitarstjórnarkosningar

X22 - Umræðuþáttur
Fjörugar umræður og þreifingar um myndun meirihluta
Oddvitar allra framboða í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar mættust í beinni útsendingu í sjónvarpssal í kvöld. Umræðurnar voru mjög líflegar og það var tekist á um helstu ágreiningsmálin. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups er meirihlutinn fallinn og oddvitarnir voru greinilega farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika. Töluvert var rætt um myndun meirihluta í þættinum og hvaða flokkar gætu komið að meirihlutasamstarfi að loknum kosningum.
X22 - Kosningapróf
Oddvitar meirihlutans ósammála um sameiningu
Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni greinir á um hvort huga ætti að því að sameina Reykjavík öðrum sveitarfélögum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, og borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vilja sameiningu en Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, er alfarið á móti því. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, tekur ekki afstöðu til þessarar spurningar í kosningaprófi RÚV sem er aðgengilegt á kosningavefnum.
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.
Kosningahlaðvarp
Borgarlína: já eða nei?
Skiptar skoðanir eru um Borgarlínu milli oddvita flokkanna sem bjóða fram í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í nýjasta þætti Kosningahlaðvarps RÚV er Borgarlínan til umfjöllunar. Er hægt að hætta við hana? Eru oddvitarnir fylgjandi útfærslunni sem nú er stefnt að?
Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi
Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í dag. Hann verður því nýr oddviti flokksins í bæjarstjórnarkosningum í vor. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem hefur leitt flokkinn í síðustu kosningum, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Spegillinn
Mikil mannaskipti í sveitarstjórnum í vor
Undanfarnar kosningar hefur reynst erfitt að manna sveitarstjórnir sums staðar, og jafnvel í þokkalega stórum sveitarfélögum. Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands býst við að svo gæti líka farið í vor. Mannaskipti í sveitarstjórnum verði jafnvel 65%.
Rósa sækist eftir endurkjöri í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar.
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, Gunnar Einarsson, hefur sagt hann muni hætta störfum að loknu kjörtímabili. Þá verður Gunnar orðinn 67 ára og búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár.
Sjónvarpsfrétt
Býður fram lista fyrir hönd katta — „Alvara með þessu“
Nýtt stjórnmálaafl, Kattaframboðið, var kynnt á Akureyri í síðustu viku. Með framboðinu er hugmyndin að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt bæjarfulltrúa sem vilja banna lausagöngu katta.
25.11.2021 - 14:04
Kjörsókn fer rólega af stað á Austurlandi
Fyrstu kjörstaðir á Austurlandi voru opnaðir klukkan níu í morgun og kjörsókn fer rólega af stað. Bjarni Bjögvinsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir kjörsókn á fyrri hluta dagsins heldur minni en verið hefur í undangengnum kosningum. Um það bil 3.500 manns eru á kjörskrá. 
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Spegillinn
Vald til heimastjórna í nýju sveitarfélagi
Búist er við að fimm flokkar bjóði fram í nýju sveitarfélagi á Austurlandi sem jafnframt verður stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Kosið verður 19. september og einnig í fjórar heimastjórnir sem fá vald til að afgreiða tiltekin mál í sinni heimabyggð.
Hafnaði tilboði um að starfa eitt ár í viðbót
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að auglýsa eftir sveitarstjóra. Varaoddviti sveitarstjórnar segir meirihlutann telja það faglegast. Ekki náðist samkomulag við núverandi sveitarstjóra um tímabundna ráðningu.
Sviptingar í viðræðum í Grindavík
Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknarflokks, Miðflokks, Samfylkingar og Raddar unga fólksins í Grindavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætla að hittast síðdegis í dag og ræða um myndun meirihluta í bæjarstjórn.
Hættir eftir 40 ár sem oddviti
Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri á Blönduósi, sem setið hefur í tæp 40 ár sem oddviti í sveitarstjórnum, hættir í pólitík eftir þetta kjörtímabil. Yfirfærsla grunnskólanna og málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, segir hann stærstu verkefnin á ferlinum. Hann vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga.
Taka undir með sveitarstjórn Langanesbyggðar
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur undir ályktun sveitarstjórnar Langanesbyggðar síðan í gær um að kjósendum í dreifðari byggðum sé mismunað með þeirri ákvörðun yfirvalda að eingöngu sé hægt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna en ekki á skrifstofum sveitarfélaga.
Fjórir listar berjast um völdin
Málefni grunnskóla og leikskóla annars vegar og fjármál sveitarfélagsins hins vegar ber hvað hæst í málflutningi frambjóðenda til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. Oddvitar Samfylkingarinnar og Viðreisnar/Neslista leggja áherslu á að gera verði betur í skólamálum. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins segir vel unnið í skólamálum og að fjárhagurinn sé í góðum málum. Oddviti nýs framboðs segir hins vegar að slaknað hafi á stjórn fjármála bæjarins.
Framboðsfundur á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar.
Leggja áherslu á jafnréttisbaráttu feðra
Karlalistinn í Reykjavík leggur áherslu á jafnréttisbaráttuna út frá reynslu karlmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Oddviti þeirra segir að þeir hafi orðið að bjóða fram enda hafi þeir ekki séð eins grímulausa andúð stjórnmálaflokkanna gegn foreldrajafnrétti og á undanförnum mánuðum.
Öll framboðin sextán uppfylltu skilyrði
Öll sextán framboðin til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í vor uppfylltu skilyrði til framboðs. Minniháttar athugasemdir voru gerðar hjá fimm listum. Aldrei hafa svo margir flokkar boðið fram í borginni.
„Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði“
„Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði. Ég hafði miklar vonir til þess að þetta gæti orðið að lögum í þessari viku,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum, um það að frumvarp um lækkun kosningaaldurs hafi ekki komist til atkvæðagreiðslu í dag eins og til stóð. Kolbeinn er fyrsti framsögumaður meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í málinu.
23.03.2018 - 22:20
Engin atkvæðagreiðsla um lækkun kosningaaldurs
Ekkert varð af atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag um frumvarp um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár. Fundum Alþingis var frestað fram yfir páska á áttunda tímanum í kvöld. Flutningsmenn frumvarpsins hafa sagt að eftir páska verði of skammur tími til kosninga til að lögfesta frumvarpið og því má telja afar ólíklegt að það verði að lögum fyrir vorið.
23.03.2018 - 19:55
Þingmenn D- og M-lista sakaðir um málþóf
Enn liggur ekki fyrir hvenær og hvort atkvæði verða greidd um frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár sem rætt hefur verið á Alþingi við þriðju umræðu meira og minna í allan dag. Fyrsti flutningsmaður óttast að verið sé að reyna að koma í veg fyrir að málið gangi til atkvæðagreiðslu og því falli það niður. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sakar þingmenn Sjálfstæðis- og Miðflokks um málþóf.
23.03.2018 - 18:07
Sigurður leiðir Miðflokkinn í Hafnarfirði
Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar um framboðslista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður leiðir listann, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti en fjárfestirinn Jónas Henning er í því þriðja.