Færslur: Sveitarfélögin

Myndskeið
Enginn niðurskurður þrátt fyrir hallarekstur
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir rekstur sveitarfélaga hafi tekið miklum breytingum til hins verra eftir að faraldurinn hófst. Bærinn hafði áður reiknað með allt að fjögur hundruð milljóna króna afgangi á þessu ári en nú stefnir halla upp á rúman hálfan milljarð.
10.01.2021 - 19:15
Myndskeið
Þurfi að ræða fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
„Er það þess virði að standa fjárhagslega svona sjálfstæð, með sjálfstæða tekjustofna, þegar betur er skoðað?,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sveitarfélögin í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Fjárhagsáætlanir gætu orðið flókið verkefni
Árið 2020 er þegar í uppnámi og væntingar sveitarfélaganna um aukið útsvar í ár verða á fæstum stöðum að veruleika. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust gæti reynst flókið verkefni og segist treysta því að ríkið muni styðja við sveitarfélögin, gerist þess þörf.