Færslur: Sveitarfélög

Viðtal
Vill ríkisaðstoð við sveitarfélög vegna tekjutaps
Þrjú sveitarfélög sjá fram á að útsvar lækki um allt að 26 prósent í ár vegna hruns ferðaþjónustunnar. Sveitarstjórinn í Bláskógabyggð segir erfitt að mæta því nema með því að taka lán. Ríkið þurfi að grípa inn í.
Mikið tekjufall hjá Skútustaðahreppi
Ekki er búist við því að ferðaþjónustan í Mývatnssveit taki almennilega við sér á ný fyrr en sumarið tvöþúsund tuttugu og eitt. Tekjufall Skútustaðahrepps er mikið og sveitarfélagið þarf að taka lán fyrir framkvæmdum í sumar.
07.05.2020 - 20:20
Gæti stefnt í 25% atvinnuleysi í Skútustaðahreppi
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.
Fjöldi smita eftir sveitarfélögum
Húnaþing vestra er með hæsta hlutfall smitaðra miðað við íbúafjölda á landsbyggðinni, eða rúm tvö prósent. Flestir eru í sóttkví í Vestmannaeyjum miðað við höfðatölu, rúm átta prósent.
02.04.2020 - 17:37
Ekkert fundað í dag - verkfallið heldur áfram
Fundi samninganefnda sveitarfélaga og Eflingar, sem átti að fara fram í dag, var frestað. Þetta var gert að beiðni samninganefndar sveitarfélaganna, að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns hennar. Hún segir að nefndin hafi þurft meiri tíma til að vinna sína heimavinnu. Verkfall félagsmanna í Eflingu, sem hófst á mánudag, heldur því áfram.
Framboðslisti Austurlistans í nýju sveitarfélagi
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir Austurlistann í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
VG birtir framboðslista í sameinuðu sveitarfélagi
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum, leiðir framboðslista Vinstri grænna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Listi Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
Eyþór Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri SSNE
Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson, forstjóra Fiskistofu, í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. SSNE varð til fyrr í vetur, við samruna Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
26 vilja stýra nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi
Tuttugu og sex umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra. Samtökin urðu til við samruna Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Almennum byggðakvóta fiskveiðiársins úthlutað
Almennur byggðakvóti yfirstandandi fiskveiðiárs verður tæp fimm þúsund og fjögur hundruð þorskígildistonn. Fjörutíu og fimm byggðarlög fá úthlutað byggðakvóta.
Reykjanesbær hefur rétt úr kútnum
Reykjanesbær er laus undan sérstöku eftirliti nefndar með fjármálum sveitarfélaga, tveimur árum á undan áætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Bæjarstjórninni í Reykjanesbæ ber ekki lengur að bera ákvarðanir sínar undir nefndina.
09.01.2020 - 12:20
Spegillinn
Efast um stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar efast um að lög um miðhálendisþjóðgarð taki gildi um næstu áramót. Hún segir málið sé alls ekki tilbúið. Hún gagnrýnir meðal annars að verið sé að taka skipulagsvald af sveitarfélögum.
07.01.2020 - 16:40
Vill að skattlagning miðist við lóðir en ekki byggingar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, leggur til að áætlað lóðarverð verði andlag fasteignaskatts,í stað fasteignamats á þeim húsum sem á þeim standa. Þetta kom fram í dag, í sérstakri umræðu á Alþingi um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að forsendur til að taka upp slíkt kerfi séu ekki fyrir hendi í dag.
28.11.2019 - 18:26
Viðtal
Fjórðungur íbúa af erlendum uppruna
Fjórðungur íbúa Skútustaðahrepps er erlendir ríkisborgarar. Þar hefur verið mótuð sérstök fjölmenningarstefna sem hefur verið tæpt ár í undirbúningi. Í henni er meðal annars tekið á því hvernig sveitarfélagið geti veitt sem besta þjónustu og hvernig skólar geti tekið vel á móti nemendum af erlendum uppruna.
14.10.2019 - 09:50
BEINT
Ræða fjármál sveitarfélaga á ráðstefnu
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er haldin í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður rætt um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga, afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára. Þá er staða efnahagsmála á Íslandi til umræðu.
Viðtal
Efins um lýðræði aðkeyptrar þjónustu
Mjög fámenn sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Mörg sveitarfélög ekki gert jafnréttisáætlun
Meira en 75 prósent sveitarfélaga hafa ekki sett sér fullgildar jafnréttisáætlanir og uppfylla því ekki að fullu kröfur laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Flest þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa fullgilda jafnréttisáætlun eiga að ljúka jafnlaunavottun á þessu ári.
30.09.2019 - 13:09
Ætla að fjölga íbúum í stað þess að sameinast
Bolungarvík stefnir að því að fjölga íbúðum til þess að ná lágmarksíbúafjölda, í stað í þess að sameinast öðrum sveitarfélögum. Sveitarstjórnarráðherra ætlar að leggja til að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi verði þúsund árið 2026. Í Bolungarvík búa nú um 950 manns.
Ísbúð fær ekki að bera nafnið Eden
„Maður reynir alltaf að sjá tvær hliðar á öllum málum,“ segir Davíð Kjartansson, annar eiganda ísbúðarinnar í Sunnumörk. Bæjarstjórn Hveragerðis hafnaði beiðni eigenda um að hún fengi að bera nafnið Eden.
19.06.2019 - 16:31
Reykjanesbær kominn undir skuldaviðmið
Reykjanesbær komst undir skuldaviðmið ríkisins í lok síðasta árs. Samkvæmt viðmiðinu er sveitarfélögum ekki heimilt að skulda meira en sem nemur 150 prósentum af tekjum. Hlutfallið hjá Reykjanesbæ var rúm 137 prósent í lok síðasta árs.
24.04.2019 - 13:32
Þroskahjálp mótmælir skerðingum jöfnunarsjóðs
Landssamtökin Þroskahjálp mótmæla harðlega fyrirhuguðum skerðingum á framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Gangi áform stjórnvalda eftir skerðast framlög ríkisins til sjóðsins um þrjá milljarða á næstu tveimur árum.
19.03.2019 - 13:51
Tvö þúsund ferðir kringum landið
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að nýju útboði vegna Ferðaþjónustu fatlaðra. Ekki hefur enn verið útkljáð hvernig kostnaði verður skipt milli sveitarfélaganna. Þá er stefnt að því að með nýju útboði náist að lækka heildarkostnaðinn, sem nam um 1,7 milljörðum króna í fyrra. Sveitarfélögin sameinuðust um þessa þjónustu 2015 en til að byrja með gekk ekki mjög vel.
07.03.2019 - 16:02
Sameining Kölku og Sorpu til skoðunar
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum meta nú kosti þess og galla að sameina Sorpu og Kölku. Capacent hefur unnið greiningu um málið sem verið er að kynna fyrir sveitarstjórnarfólki um þessar mundir. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að sorpmálin séu eitt af stóru málum samtímans og framtíðarinnar. Ríkar skyldur hvíli á sveitarfélögum og fyrirséð að reglur verði hertar. Því hafi verið ákveðið að skoða kosti og galla mögulegrar sameiningar.
17.02.2019 - 16:47
Ekki tímabært að kjósa strax um sameiningu
Nefnd um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu telur að lengri tíma taki að undirbúa atkvæðagreiðslu en áður var talið. Meðal annars sé aðkoma ríkisins að sameiningunni afar óljós. Ekki sé tímabært að greiða atkvæði á þessu ári eins og stefnt var að.
12.02.2019 - 18:03