Færslur: Sveitarfélög

Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum
Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum á síðasta ári, samkvæmt nýrri úttekt Alþýðusambands Íslands. Hæstu almennu leikskólagjöldin eru í Garðabæ og þau lægstu í Reykjavík.
04.05.2022 - 21:54
X-22 Reykjanesbær
Frambjóðendur einhuga um að ekki opni aftur í Helguvík
Atvinnumál eru frambjóðendum í Reykjanesbæ hugleikin. Atvinnuleysi var þar í kringum 25% þegar mest varð í faraldrinum en er nú um 9%. Flugvöllurinn í Keflavík er ein helsta stoð atvinnulífsins suður frá en allir eru sammála um að skjóta þurfi fleiri stoðum undir það og að mengandi stóriðja eigi ekki heima í Helguvík. Oddvitar þeirra sjö lista sem bjóða fram í Reykjanesbæ ræddu helstu áherslur fyrir kosningarnar í vor.
X22 Reykjavík
Allir vilja aðgerðir í húsnæðismálum
Oddvitar framboðslistanna ellefu sem sækjast eftir sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningunum 14. maí eru allir á því að borgin þurfi að bregðast við húsnæðisvanda en greinir nokkuð á um leiðir og nálgun. Þeir ræddu um þéttingu byggðar og skipulagsmál á framboðsfundi í Efstaleiti.
Tveimur stjórnendum hjá Innheimtustofnun sagt upp
Búið er að segja upp þeim tveimur stjórnendum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga sem sendir voru í leyfi í desember. Annar þeirra er Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákvað að rifta samningi stjórnendanna vegna alvarlegra brota í starfi og vanefnda á samningi vegna trúnaðarbrots. Nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 
Fleiri sveitarfélög þurfa að taka á móti flóttafólki
Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að fleiri sveitarfélög þurfi til að taka á móti fólki frá Úkraínu. Þau þrjú sveitarfélög sem nú bera hitann og þungann af komu hælisleitenda geti ekki ein sé um móttökuna.
03.03.2022 - 18:10
Ósátt við að þurfa að aka 18 kílómetra með ruslið
Bóndi í Kelduhverfi íhugar að fara að brenna rusl heima á bæ, eftir að sveitarfélagið fjarlægði ruslagám í grennd við heimili hennar. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs Norðurþings, segir að verið sé að bæta þjónustuna með stærra og betra gámaplani fjær bænum. Ekki sé óalgengt að bændur þurfi að aka töluverðan spöl með sorp.
22.10.2021 - 15:58
Úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan geðvanda
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir ákveðið úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan vanda. Sveitarfélögum þyki nokkuð skorta upp á að ríkið uppfylli úrræði sem þeim ber samkvæmt lögum. Hún segir skiljanlegt að foreldrar leiti aðstoðar víða en hins vegar sé það svo að vandi veikra barna sé ekki alltaf barnaverndarmál. 
Fjórðungur fyrirspurna vegna Reykjaness
Fulltrúar Landsnets telja Suðurnesjalínu tvö forsendu aukins vaxtar í atvinnulífi á Reykjanesi. Fjöldi fyrirtækja óski eftir raforku á Reykjanesi sem ekki sé unnt að verða við á meðan ókleift sé að leggja línuna
13.09.2021 - 07:44
Húsnæðismál fatlaðra í ólestri árum saman
Það blasir við hverjum manni að svona gengur þetta ekki lengur með húsnæðismál fatlaðra, segir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgasvæðinu. Sex hundruð manns séu á biðlista hjá Öryrkjabandalaginu og á annað hundrað árum saman hjá borginni.
Ríki og sveitarfélög ættu að ræða húsmæðraorlof
Forseti Kvenfélagasambands Íslands telur sveitarfélög þurfa að ræða það við ríkið séu þau ósátt við húsmæðraorlof. Orlofssjóður húsmæðra sé barns síns tíma en óþarfi sé að ráðast að húsmæðrum að ósekju.
Sjónvarpsfrétt
Allir og amma þeirra komin með sín eigin hlaðvörp
Mörg hundruð Íslendingar halda úti hlaðvörpum og hefur hlustun á þau margfaldast undanfarin ár. Um 20 prósent þjóðarinnar segist hluta á hlaðvörp oft í viku, daglega eða oft á dag. Mikill fjöldi opinberra stofnana, félagasamtaka og stjórnmálaflokka heldur úti sínum eigin þáttum, til dæmis Barnaverndarstofa, Umboðsmaður skuldara og Byggðastofnun. Upplýsingafulltrúi Landspítalans segir þetta fréttabréf samtímans.
01.04.2021 - 18:15
Öflugra vegakerfi drægi verulega úr flutningskostnaði
Með öflugra vegakerfi mætti draga úr verulega kostnaði og kolefnisfótspor mætti grynnka með hagkvæmari tækjum. Þetta er meðal þess semf fram kom í máli Inga Þórs Hermannssonar, forstöðumanns Samskipa innanlands á morgunfundi Vegagerðarinnar.  
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Hlutfall erlendra ríkisborgara að jafnaði 14%
Alls eru 47,3% íbúa Mýrdalshrepps erlendir ríkisborgarar, 361 af 764 íbúum hreppsins. Það er hæsta hlutfall fólks af erlendum uppruna í nokkru sveitarfélagi á landinu. Fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi er 51.367 eða að jafnaði 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga landsins.
Þungur róður hjá sveitarfélögum
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að erfitt ár sé framundan hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Staða þeirra hefur versnað hratt í faraldrinum.
10.01.2021 - 12:40
Myndskeið
Tugmilljarða viðsnúningur til hins verra
Rekstur tíu stærstu sveitarfélaga landsins hefur versnað um rúma þrjátíu milljarða eftir að Covid faraldurinn hófst. Aðeins tvö af þessum sveitarfélögum gera ráð fyrir að skila rekstrarafgangi á þessu ári.
09.01.2021 - 19:15
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
Gera ráð fyrir 575 milljóna rekstrarhalla á næsta ári
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir næsta ár var lögð fram í gær og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist bjartsýnn á að viðsnúningur verði á næsta ári og vonast til að spyrnan frá botninum sé að hefjast.
11.11.2020 - 15:56
Reykjavíkurborg varar við hagstjórnarmistökum
„Það væru hagstjórnarmistök að styðja ekki betur við fjárhag sveitarfélaga og þar með fjárfestingu þeirra sem er mikilvægur þáttur í viðspyrnunni, ásamt því að verja grunnþjónustu í skólum og velferð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar skeri sig „algerlega frá efnahagsráðgjöf OECD, stefnu ríkisstjórna annarra Norðurlanda og þó víðar væri leitað“. 
Eineltisráð til að taka við erfiðum málum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.
Spegillinn
Milljarðar í fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum
Fjárhagsaðstoð til framfærslu gæti farið í sex milljarða króna hjá sveitarfélögunum á næsta ári. Það tekið gæti langan tíma að vinda ofan af skuldasöfnun þeirra á næstu árum, segir Sigurður Ármann Snævarr hagfræðingur sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjárþörf sveitarfélaganna verði um 50 milljarðar og jafnvel meiri í ár og á næsta ári. Sigurður óttast að næsta ár verði erfiðara en árið í ár en telur að árið í ár verði heldur skárra. 
Ræða möguleika á frekara samstarfi eða sameiningu
Sveitarfélög við Eyjafjörð ræða um þessar mundir saman um hvaða möguleikar felist í frekara samstarfi eða sameiningu. Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps segir afar mikilvægt að koma fram sem sterk heild. Gott samtal skipti miklu máli hvort sem það leiði til sameiningar eða ekki.
Staða sveitarfélaganna gríðarlega misjöfn
Skýrsla starfshóps um áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga sýnir svart á hvítu að áhrif kórónuveirufaraldursins eru umtalsverð. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í samtali við fréttastofu.
Morgunútvarpið
Vilja knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ
Yfir tólf hundruð undirskriftir hafa safnast vegna fyrirhugaðrar sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í apríl síðastliðnum að hefja undirbúning á mögulegri sölu rúmlega fimmtán prósent hlutar í fyrirtækinu. Hafnarfjörður er þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins á eftir Reykjnesbæ og HSV eignarhaldsfélagi.
09.07.2020 - 08:47
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.