Færslur: Sveitarfélagið Skagafjörður

Rýmingu aflétt á einu húsi til viðbótar
Almannavarnir hafa tekið ákvörðun um að aflétta rýminu á einu húsi til viðbótar í Varmahlíð í Skagafirði.
01.07.2021 - 20:49
Níu hús rýmd vegna aurskriðunnar í Varmahlíð
Níu íbúðarhús voru rýmd vegna aurskriðunnar sem féll á tvö hús við Laugaveg í Varmahlíð í gær. Engan sakaði í skriðunni en talsverðar skemmdir urðu á húsunum.
Hafa áhyggjur af frekari skriðum
Svæði nærri þeim stað þar sem skriða féll í Varmahlíð í dag hefur verið girt af vegna hættu á frekari skriðuföllum. Sveitarfélagið Skagafjörður hafði í dag áætlað að framkvæmda jarðvegsskipti á veginum sem hrundi niður í aurskriðu um klukkan 16 í dag.
29.06.2021 - 19:19
Óformlegar viðræður milli Skagafjarðar og Akrahrepps
Fulltrúar Skagafjarðar og Akrahrepps ræða nú saman um mögulega sameiningu. Í töluverðan tíma hafa verið uppi hugmyndir um að sameina sveitarfélögin.
Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum í Skagafirði
Látið verður af hertum sóttvarnaraðgerðum á miðnætti annað kvöld vegna hópsmits sem kom upp um liðna helgi í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Viðtal
Smit í Skagafirði tengjast skólum og heilbrigðisstofnun
„Þetta hefur tengsl inn í skólana hjá okkur, þetta hefur tengsl inn í heilbrigðisstofnunina og þetta hefur tengsl hér inn í þjónustufyrirtæki sem fer víða. Þannig það var ákvörðun aðgerðastjórnar að grípa strax inn í og með mjög ákveðnum hætti til þess að reyna að sporna við þessu og stoppa þetta strax,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra.
Biðla til Skagfirðinga að spara heita vatnið
Skagafjarðarveitur biðla til íbúa í Skagafirði að fara sparlega með heita vatnið næstu daga. Mikill kuldi hefur verið í sveitinni síðustu daga og búist er við áframhaldandi frosti fram á miðvikudag.
11.01.2021 - 14:30
Nýtt tilfelli af riðu staðfest í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Matvælastofnun skilar umsögn um niðurskurð í dag
Bóndinn á Syðri-Hofdölum í Skagafirði hefur ekki fengið svör við andmælum sínum við boðuðum niðurskurði á bænum. Hann segir að öllu fé sem komst í návígi við riðuveikan hrút hafi verið lógað og engin riða greinst í því.
Fé skorið á Grænumýri
Niðurskurður hófst á Grænumýri í Skagafirði í dag. Grænamýri er einn af fjórum bæjum sem riðuveiki fannst á í október. Þar eru um 1.100 fjár.
Bændur andmæla niðurskurði
Bændur í Skagafirði hafa andmælt fyrirhuguðum niðurskurði vegna riðu. Tryggja þurfi fyrst sanngjarnar bætur og tímabært sé að sjá hvort aðrar leiðir en niðurskurður skili árangri.
Slit á ljósleiðara milli Siglufjarðar og Hofsóss
Vegna slits á ljósleiðara geta verið truflanir og sambandsleysi á fjarskiptaþjónustum Tengis á milli Siglufjarðar og Hofsós.
Vilja stöðva niðurskurð vegna riðu
Landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar vill stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum. Riða hefur ekki greinst í dýri á bænum, aðeins í aðkomuhrút sem þar var um skemmri tíma.