Færslur: sveitarfélagið hornafjörður

Ferfættur ruslaplokkari á Höfn í Hornafirði hlaut styrk
Kötturinn Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, hefur vakið nokkra athygli í sumar en hún er sérstaklega öflugur ruslaplokkari í bænum. Birta plokkar rusl á hverjum degi og færir eiganda sínum, Stefaníu Hilmarsdóttur. Kisan Birta hefur ekki tekið sumarfrí frá plokkunarstörfum þetta árið en hún hefur þegar fyllt heilan plastpoka af rusli, það sem af er ágústmánuði.
Ruslasafn heimiliskattar til sýnis á Hornafirði
Kisan Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, á sérstakt áhugamál. Kisan plokkar rusl og hluti sem hafa verið skildir eftir eftirlitslausir í gríð og erg og nú hefur verið opnuð sýning með afrakstrinum í Menningarmiðstöð Hornafjarðar.