Færslur: Svartur föstudagur

Unnið myrkranna á milli við að koma pökkum til skila
Það er mikið að gera í sendingarþjónustu við að koma pökkum til skila eftir jólainnkaup síðustu daga. Í dag er svokallaður netmánudagur þar sem verslanir keppast við að bjóða vörur á sérstökum kjörum á netinu.
28.11.2022 - 12:37
Segir snörur lagðar fyrir neytendur á afsláttardögum
Formaður neytendasamtakanna biður neytendur um að vera á varðbergi, talsvert beri á afsláttarsvindli þetta árið. Netsvindlarar nýta sér líka afsláttartíðina til að herja á neytendur. 
Sjónvarpsfrétt
Svartur föstudagur sex mánuði í undirbúningi
Annasamasti tími ársins er hafinn hjá verslunum og Póstinum með tilboðsdögum í aðdraganda jólanna. Sorpa fær líka smjörþefinn af hátíðaneyslu landans.
24.11.2022 - 20:12
Dæmi um verðhækkanir fyrir stóra söludaga
Forstjóri Neytendastofu segir dæmi um að verð á vörum sé hækkað rétt fyrir mikla söludaga, eins og svokallaðan svartan föstudag, og síðan lækkað viðkomandi dag, en í mörgum tilvikum sé afslátturinn góður og verðið sanngjarnt. Almenningur sé duglegur að láta vita ef hann telur brögð í tafli. 
22.11.2022 - 18:57
Lífleg viðskipti á svörtum föstudegi vestra
Jólaverslunin í Bandaríkjunum hófst formlega í dag, á svörtum föstudegi, sem svo er nefndur. Samtök verslunareigenda reikna með að viðskiptin verði töluvert meiri í ár en í aðdraganda jóla í fyrra, en þá setti farsóttin strik í reikninginn.
26.11.2021 - 17:44
Starfsmenn Amazon ætla í verkfall á morgun
Starfsmenn vöruhúsa vefverslunarkeðjunnar Amazon í tuttugu löndum ætla að leggja niður störf og mótmæla á morgun. Morgundagurinn er meðal allra stærstu netverslunardaga hvers árs, svokallaður svartur föstudagur.
25.11.2021 - 17:28
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Tilboðsvörur á svörtum föstudegi jafnvel ódýrari áður
Um 85% breskra tilboðsvara á svörtum föstudegi voru fáanlegar á sama eða lægra verði fyrr á árinu. Þetta kemur fram í könnun bresku neytendasamtakanna Which? sem greint er frá í dag.
24.11.2020 - 13:32

Mest lesið