Færslur: Svartsengi

Hættan á skakkaföllum í Svartsengi kallar á viðbrögð
Raunveruleg hætta er á að orkuverið í Svartsengi verði fyrir skakkaföllum í því eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem virðist hafið. Þetta kemur fram í samantekt viðbragðsteymis ráðuneytisstjóra, sem unnin var í júní. Talið er mikilvægt að greina orkuþörf á Suðurnesjum, bæði heitavatns og rafmagns, og undirbúa áreiðanlegar varaleiðir.
Nokkuð dregið úr skjálftavirkni undanfarinn sólarhring
Nokkuð virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands mældust um 150 skjálftar við fjallið Þorbjörn og Svartsengi undanfarinn sólarhring. Enn sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af því.
Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.
Jarðskjálfti 3 að stærð við Svartsengi
Jarðskjálfti þrír að stærð mældist klukkan rúmlega hálf tólf í morgun tæpa fimm kílómetra norð-norðaustur af Grindavík. Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Viðtal
Íslensk fyrirtæki áhugalaus um íslenskt rafeldsneyti
Verksmiðja í Svartsengi gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann segir talsmaður Carbon Recycling International. Áhugann vantar hins vegar í hópi kaupenda. Þess vegna liggur öll framleiðsla niðri. Engu að síður skilaði fyrirtækið hagnaði í fyrra og er það vegna áhuga í Kína og Noregi á tækniþekkingunni hér á landi.
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22

Mest lesið