Færslur: Svartahaf

Fyrstu kornflutningaskipin tilbúin til brottfarar
Fyrstu skipin sem flytja korn frá Úkraínu gætu lagt upp þegar á morgun föstudag. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna greina frá þessu en þó á enn eftir að ákveða siglingaleið skipanna.
Zelensky: Rússar standa aldrei við samninga og loforð
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa um að hafa svikið enn einn samninginn sem þeir hafi gert við Úkraínumenn frá stríðsbyrjun, þegar rússneski innrásarherinn gerði eldflaugaárás á úkraínsku hafnarborgina Odesa við Svartahaf á laugardagsmorgun.
Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju
Úkraínsk yfirvöld hafa aftur náð yfirráðum yfir Snákaeyju í Svartahafi sem hertekin var af rússneska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Úkraínu.
30.06.2022 - 11:55
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Heita öruggum siglingaleiðum til og frá Úkraínu
Rússnesk varnarmálayfirvöld heita því að heimila frjálsa för erlendra skipa um örugga siglingaleið til og frá úkraínskum höfnum við Svartahaf. Sérstök siglingaleið verður líka tryggð um Azov-haf fyrir skip sem sigla frá Mariupol.
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Segja minnst 40 hafa farist með beitiskipinu Moskvu
Um fjörutíu skipverjar á rússneska beitiskipinu Moskvu létu lífið, allnokkurra er saknað og margir slösuðust þegar eldsvoði og mikil sprengingu urðu í skipinu á dögunum, með þeim afleiðingum að það sökk í Svartahafið þegar verið var að draga það í land. Þetta er fullyrt í Evrópuútgáfu hins óháða, rússneska dagblaðs Novaya Gazeta, og haft eftir móður skipverja á Moskvu.
18.04.2022 - 00:23
Myndskeið
Flaggskip Svartahafsflotans yfirgefið
Beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflota Rússa, hefur verið yfirgefið eftir eldsvoða og sprengingu um borð. Úkraínumenn segjast hafa hæft skipið með tveimur flugskeytum. Stjórnvöld í Moskvu segja að sprenging hafi orðið um borð eftir að eldur komst í skotfærageymslu og að áhöfnin hafi yfirgefið það.
14.04.2022 - 11:50
Rússneskt beitiskip stórskemmt eftir sprengingu um borð
Eitt af flaggskipum rússneska flotans, beitiskipið Moskva, er stórskemmt eftir að mikil sprenging varð þar um borð. Rússneskir ríkisfjölmiðlar staðfestu þetta seint í kvöld og höfðu eftir varnarmálaráðuneytinu að eldsvoði um borð hafi orsakað sprengingu í vopnabúri skipsins. Fram kom að búið væri að flytja áhöfnina frá borði og rannsókn hafin á eldsupptökum.
14.04.2022 - 01:43
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Segir Rússa hafa sökkt skipi undir panömskum fána
Þrjú skip sem sigla undir fána Panama hafa orðið fyrir rússneskum flugskeytum þar sem þau sigldu um Svartahafið, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hinn 24. febrúar. Eitt þeirra sökk, en mannbjörg varð í öllum tilfellum. Siglingastofnun Panama greindi frá þessu á miðvikudag.
17.03.2022 - 01:42
Rússum brýnt að ná yfirráðum Mariupol
Rússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Mariupol í Donetsk héraði sunnanvert í Úkraínu. Í borginni bjuggu á fimmta hundrað þúsund fyrir innrásina en hún er tíunda stærsta borg landsins. Íbúarnir eru að stærstum hluta rússneskumælandi.
Tyrklandsforseti heitir bótum eftir hamfaraflóð
Hamfaraflóð í norðanverðu Tyrklandi hafa orðið 27 manns að bana. Flóðin skullu á skömmu eftir að náðist að hemja mikla skógarelda sem urðu átta að bana. Forseti landsins heitir því að íbúum verði að fullu bættur skaðinn.
13.08.2021 - 14:11
Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli
Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Suður-Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta. 
27.06.2021 - 11:56
Heimsglugginn
Vopnaskak Breta og Rússa á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.