Færslur: Svandís Svavarsdóttir

Stór spurning hvort blóðmerahald sé þess virði
Matvælaráðherra segir allar hliðar blóðmerahalds verða skoðaðar áður en upp úr verður kveðið um hvort því verður haldið áfram hér á landi. Stóra spurningin sé hvort það sé þess virði fyrir  ímynd Íslands út á við að halda blóðmerabúskap áfram eður ei.
Reynir á alla flokka í ríkisstjórn segir Svandís
Ljóst er að ríkisstjórnin hefur mætt mótbyr síðustu vikur að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Hún hefur engu að síður trú á að stjórnin standi af sér storminn sem fylgt hefur í kjölfar sölu hluta í Íslandsbanka.
Farþegaskip í rússneskri eigu væntanlegt til landsins
Farþegaskip í rússneskri eigu er væntanlegt til hafnar nú í júní. Yfirhafnsögumaður segir hafnir hafa móttökuskyldu við skip. Matvælaráðherra tilkynnti nýverið um afturköllun löndunar- og umskipunarleyfi fyrir rússneska togara.
Svandís segir fátt rökstyðja hvalveiðar
Fátt styður áframhaldandi hvalveiðar eftir að núverandi veiðiheimildir renna út og sýna þarf fram á efnahagslega réttlætingu fyrir þeim. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Meta á áhrif þess að hætta hvalveiðum alfarið.
04.02.2022 - 10:17
Viðtal
Svandís á eftir að sakna Þórólfs
Svandís Svavarsdóttir segist taka við nýju ráðuneyti full tilhlökkunar. Það sé stór ráðuneyti fyrir grænan ráðherra að vera yfir ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún kveðst þó eiga eftir að sakna heilbrigðisráðuneytisins, þá sérstaklega minnisblaðanna frá Þórólfi og smáskilaboðanna frá honum.
Má ætla að annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu?
Fundur stendur nú á þingi, þar sem til stendur að afgreiða útgáfu kjörbréfa og um leið leiða til lykta talningarmál í Norðvesturkjördæmi.
Segjast munu bregðast við mismunun gegn óbólusettum
Samtökin Frelsi og ábyrgð kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu. Samtökin kveðast sömuleiðis fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem skikki starfsfólk sitt til bólusetningar.
Viðtal
Grímuskylda strax en samkomutakmarkanir í næstu viku
500 mega koma saman og opnunartími skemmtistaða verður styttur um tvær klukkustundir. Þessar takmarkanir taka gildi á miðvikudag í næstu viku.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Óvíst um kostnað við hraðpróf
Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Lagt til að samkynhneigðir karlar megi gefa blóð
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt til breytingu á reglugerð, sem yrði til þess að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum vegna kynhneigðar. Í dag er reglan sú varðandi blóðgjafir, að karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann má ekki gefa blóð.
Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Sjónvarpsfrétt
Landspítali semur við Klíníkina
Landspítali hefur samið við Klíníkina um aðstöðu til gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður og forstjóri Landspítala segir að frekara samstarf sé til skoðunar. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikilægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.
Ráðherra vill breyta 2ja ára ákvæði talmeinafræðinga
Félag talmeinafræðinga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þess er farið á leit að heilbrigðisráðherra felli niður tveggja ára starfsreynsluákvæði þeirra líkt og gert var í tilviki sjúkraþjálfara þann 31. ágúst.
Skilyrði um tveggja ára reynslu sjúkraþjálfara afnumið
Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi umdeilt skilyrði um að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu til að ríkið taki þátt í kostnaði sjúklings.
Með okkar augum
„Ég held ég sé mildur, feminískur kommi“
„Við erum allt of oft að skilja einhverja hópa eftir,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hún vill að allir í samfélaginu fái að njóta jafnræðis og segir að þættir eins og Með okkar augum skapi rödd fyrir hópa sem þurfi að heyrast í, enda séu þeir stórskemmtilegir og fræðandi.
11.08.2021 - 13:00
Aðgerðir framlengdar um tvær vikur
Gildandi sóttvarnaaðgerðir verða framlengdar um tvær vikur. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Duus-húsi í Keflavík nú fyrir skemmstu. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Sjónvarpsviðtal
Brýnt að styrkja spítalann og efla varnir á landamærum
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að styrkja heilbrigðiskerfið og auka möguleika Landspítalans á að bregðast hratt við faraldrinum, þétta varnir á landamærunum og bæta bólusetningastöðuna. Hún áréttar hugmynd sína um sérstaka covid-einingu við spítalann.
Sjónvarpsfrétt
Svandís: Runninn upp nýr veruleiki
Heilbrigðisráðherra segir að nú sé runninn upp nýr veruleiki í baráttunni við kórónuveiruna. Mikilvægt sé að hugsanlegar sóttvarnaaðgerðir í framtíðinni nái yfir lengra tímabil en hingað til hefur verið. Líklega verði rætt um breyttar aðgerðir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn.
Hafa ekki áhyggjur af mótmælum gegn bólusetningu
Mótmæli fyrir utan bólusetningastöðina við Suðurlandsbraut vöktu mikla athygli í síðustu viku. Mótmælin voru fámenn en hávær og fóru fram þegar þungaðar konur á höfuðborgarsvæðinu höfðu verið boðaðar í bólusetningu.
Aðgerðir á landamærum sambærilegar og hjá öðrum þjóðum
Hafi markmið stjórnvalda í faraldrinum að halda landinu smitlausu hefði harðari takmarkanir verið í gildi á landamærunum að sögn Svandísar Svavarsdóttur. Hún segir að takmarkanir hér á landi séu samskonar og þær sem löndin í kringum Ísland nota. 
Vill grímuskyldu í verslunum til að forðast rugling
Samtök verslunar og þjónustu munu óska eftir því við heilbrigðisráðherra að almennri grímuskyldu verði komið á í verslunum. Nokkurs ruglings hefur gætt um það hvort grímuskylda gildi þar eða ekki, enda þykir ný reglugerð heilbrigðisráðherra ruglandi að þessu leyti.
Ísland mun gefa afgangsbóluefni
Verið er að undirbúa að Ísland gefi þeim þjóðum sem á þurfa að halda afgangsbóluefni. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem fékk síðari bólusetningu sína í Laugardagshöll í morgun. Síðasti skipulagði bólusetningardagurinn var þar í dag og Svandís segir að sig hefði ekki órað fyrir því á sama tíma í fyrra að ári síðar hefði þessi árangur náðst í bólusetningum. Það hafi verið kraftaverki líkast.
Listar VG í Reykjavík staðfestir
Fjórar konur og tveir karlar skipa fyrstu sætin á listum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða listana sem voru samþykktir á félagsfundi í kvöld.