Færslur: Svalbarði

Viðtal
Efast um að aðrir lögmenn viti um tvöfalt líf hennar
„Ég svaf í föðurlandi og svo vaknaði maður á morgnana, fór úr föðurlandinu og í jakkafötin og niður í dóm,“ segir Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögmaður sem seldi af sér spjarir og heimili og flutti í skútu sem var bundin niður í Reykjavíkurhöfn.
10.02.2021 - 09:15
Lést eftir árás hvítabjarnar á Svalbarða
Hvítabjörn varð manni að bana á tjaldsvæði við Longyearbyen, stærsta bænum á Svalbarða, í nótt. Þetta er fimmta dauðsfallið vegna hvítabjarnar á Svalbarða síðan 1971.
28.08.2020 - 07:43
Svalbarði er nú heitasti staður Noregs
Búist er við að meira en 40 ára gamalt hitamet falli á Svalbarða í dag. Eyjarnar, sem liggja miðja vegu á milli Noregs og Norðurpólsins, eru norðlægasti staður Noregs, á 77°N breiddargráðu, mælast nú heitasti staður Noregs.
25.07.2020 - 15:56
Frætegundir í Dómsdagshvelfingunni fleiri en milljón
Stór sending af fræjum er væntanleg til Spitsbergen á Svalbarða í dag, þar sem hún verður varðveitt í iðrum Dómsdagshvelfingarinnar svonefndu, sem líka er kölluð Örkin hans Nóa. Um 60.000 fræsekkir eru í sendingunni, víðsvegar að úr heiminum. „Nú þegar herðir á loftslagsbreytingum og líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar sem aldrei fyrr, er það brýnna en nokkru sinni að bjarga nytjaplöntum í útrýmingarhættu,“ sagði Stefan Schmitz, framkvæmdastjóri Dómsdagshvelfingarinnar af þessu tilefni.
25.02.2020 - 03:29
Myndband
Bregðast við loftslagsbreytingum á Svalbarða
Íbúar á Svalbarða horfa nú til umhverfisvænna lausna til að bregðast við lofstlagsbreytingum. Þeir fara nú um með ferðamenn á rafknúnum vélsleðum og vilja setja upp sólarrafhlöður og vindmyllur. Svalbarði er nyrsta byggða ból jarðar og þar hefur meðalhitinn hækkað níu ár í röð.
27.12.2019 - 19:48
Ísbjörn heimsótti íbúa á Svalbarða
Ísbjörn fór um Longyearbæ í dag. Um tvö þúsund manns búa í bænum sem er á eyjunni Spitsbergen á Svalbarða í Noregi. Sýslumaðurinn á Svalbarða kallaði út allan tiltækan mannskap og nýtti meðal annar þyrlur við að fæla björninn frá bænum.
26.12.2019 - 17:42
Fréttaskýring
Kuldinn eitt það allra heitasta í dag
Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á næstu árum tíu milljónir gesta til Rovaniemi árlega. Mikil aukning hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Svalbarða og Rússar sjá tækifæri í að byggja upp ferðaþjónustu á Frans Jósefslandi.