Færslur: Svala Björgvinsdóttir

Lestin
„Ég átti mitt eigið líf ekki sjálf“
„Það sem ég var að upplifa var brjálæðislegt en fólk á Íslandi gerði sér ekki grein fyrir því,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona. Á fyrstu stigum ferils síns, þegar hún bjó í Los Angeles í Bandaríkjunum, stóð til að gera hana að risastórri poppstjörnu. Hún hékk með Puff Daddy, í sömu partíum og Sean Penn og Mark Wahlberg þegar flugvélar hæfðu tvíburaturnana og ferill hennar hrundi um skeið.
14.12.2021 - 14:27
Myndskeið
Hvítvínskonan stýrir fjöldasöng á netinu úr eldhúsinu
„Um daginn sögn 20 manna hópur öll saman Í síðasta skipti með Frikka Dór í gegnum netið. Og ég sem Hvítvínskonan. Þetta var mjög súrt móment og krakkarnir inni í hinu herberginu að leika,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og Hvítvínskonan. Hann hefur haft nóg að gera í faraldrinum og sendir út sínar skemmtanir heiman frá sér. Sumir skemmtikraftar nýta sér streymi og aðrir fara með skemmtun til fólks.
Laugardagslög Svölu Björgvins
Söngkonan Svala Björgvins tók saman stórkostlegan lagalista fyrir helgina fullan af lögum sem hún hefur hlustað mikið á undanfarið. Sjálf gaf hún nýlega út lagið Running Back ásamt Dr. Victor.
13.07.2019 - 12:08
„Við settum smá rjóma út í kaffið“
Þann 9. febrúar fer fram fyrri undankeppni í Söngvakeppni sjónvarpsins þar sem Íslendingar kjósa sinn fulltrúa í Eurovision. Ein ástsælasta söngkona landsins, Svala Björgvinsdóttir, tekur nú þátt í keppninni í þriðja sinn, að þessu sinni í hlutverki lagahöfundar ásamt Bjarka Ómarssyni.
Sex með Svölu Björgvins og Baggalúti í Vikunni
Hljómsveitin Baggalútur hefur boðað jólin með sínum árlegu jólatónleikum og útgáfu nýrra jólalaga síðustu ár. Núna fá þeir Svölu Björgvins með sér í lið og flytja hér lagið Sex í Vikunni með Gísla Marteini.
15.12.2018 - 10:54
Mynd með færslu
SVALA – For The Night
Nýjasta lag Svölu, For The Night, fjallar um freistingarnar og þegar maður heldur maður sé komin yfir einhvern en um leið og hann verður á vegi þínum þá getur þú ekki staðist hann.
23.07.2018 - 14:37
Nýtt myndband frá grímuklæddri Svölu
Svala Björgvinsdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið heitir Find a way og er eftir Svölu, Einar Egilsson og Lester Mendez, sama teymi og samdi lagið Paper sem sigraði Söngvakeppnina í fyrra.
Fyrsta lag Svölu síðan Paper
Svala Björgvinsdóttir sendi í dag frá sér sitt fyrsta nýja lag frá því hún flutti Paper í söngvakeppninni.
24.08.2017 - 14:15
Viðtal
„Ég er náttúrulega bara sönnun fyrir því“
Hér má horfa á allt viðtalið við Svölu Björgvinsdóttur í Kastljósinu í kvöld en hún lauk þátttöku sinn í Eurovision í gær þegar hún komst ekki upp úr fyrri undankeppninni. Henni segist líða vel og vera í góðu jafnvægi eftir gærdaginn.
10.05.2017 - 16:18
„Ég er rosalega spennt og líður fáránlega vel“
Svala Björgvinsdóttir er tilbúin fyrir stóru stundina en í kvöld stígur hún á svið og flytur lagið Paper í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ég er rosalega spennt og líður fáranlega vel, með góð fiðrildi í maganum“ segir Svala tveimur klukkustundu áður en keppnin byrjar en sjónvarpsútsending hefst kl.19 að íslenskum tíma.
09.05.2017 - 17:10
Blaðamenn spá Svölu fimmta sæti í kvöld
Veðbankar í blaðamannahöllinni í Kænugarði hafa fært Svölu upp í fimmta sæti eftir dómararennslið í gær. Aðrir veðbankar eru ekki eins bjartsýnir.
09.05.2017 - 10:36
Allt gekk upp hjá Svölu á dómararennslinu
Svala lauk rétt í þessu flutningi sínum á dómararennslinu í Eurovision-höllinni í Kænugarði. Atkvæði dómnefndar vega helming á móti atkvæðum áhorfenda á morgun. Flutningurinn var því afar mikilvægur og Svala stóð sig stórkostlega.
08.05.2017 - 20:45
Myndskeið
Fáninn sem Svala áritaði sveif 160 kílómetra
Setningarhátíð Eurovision fór fram í gær við hátíðlega athöfn. Allir keppendur árituðu þjóðfána sinn og slepptu honum lausum.
08.05.2017 - 16:43
Myndskeið
Grátbað pabba um að fá að syngja á plötu
„Ég byrja í fyrsta skipti að taka upp í stúdíói sjö ára,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem hefur átt langan og lagskiptan feril í tónlistinni. Hún fékk mjög ung áhuga á að búa til tónlist en foreldrar hennar vildu frekar að hún ætti eðlilega æsku en að hún yrði barnastjarna.
08.05.2017 - 14:25
Dómarar gera upp hug sinn í kvöld
Svala Björgvinsdóttir er mætt í Eurovision-höllina í Kænugarði en eftir örfáar mínútur stígur hún á svið. Þetta verður fyrri æfing dagsins en klukkan átta að íslenskum tíma fer seinni æfingin fram. Sú æfing er afar mikilvæg en dómarar hverrar þjóðar horfa á þá æfingu og gera upp hug sinn. Atkvæði þeirra vega helming á móti atkvæðum áhorfenda á þriðjudag.
08.05.2017 - 13:32
Måns Zelmerlöw spáir Svölu meðal fimm efstu.
Veðbankar hafa ekki verið bjartsýnir um gengi Íslands í Eurovision í ár og spá Svölu ekki í úrslit.
07.05.2017 - 20:29
Myndskeið
„Enginn kvíði, bara spennt“
Svala Björgvinsdóttir, ásamt 43 fulltrúum þeirra þjóða sem taka þátt í Eurovision í ár, gekk eftir rauða dreglinum á setningarathöfn keppninnar í dag.
07.05.2017 - 15:18
Svala í íslenskri hönnun á rauða dreglinum
Setningarhátíð Eurovision hefst innan skamms og verður í beinni útsendingu á ruv.is. Svala klæðist íslenskri hönnun á rauða dreglinum, samfestingi úr síðustu línu Ýrar Þrastardóttur, Another Creation.
07.05.2017 - 14:02
Mynd með færslu
Svala á rauða dreglinum í Kænugarði
Setningarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í beinni útsendingu. Svala Björgvinsdóttir gengur rauða dregilinn ásamt keppendum þeirra 43 þjóða sem taka þátt í keppninni í ár.
07.05.2017 - 11:37
Finnsku keppendurnir grétu þegar Svala söng
Íslenski konsúllinn í Kænugarði, Konstantyn Malovanyi, hélt boð fyrir íslenska Eurovision-hópinn í gær.
06.05.2017 - 16:40
Íslenski bakraddahópurinn sendir kveðju
Íslenski bakraddahópurinn hefur vakið verskuldaða athygli í Kænugarði en hópinn skipa þau Óskar Einarsson, Íris Lind Verudóttir, Hrönn Svansdóttir, Fanny Kristín Tryggvadóttir og Anna Sigríður Snorradóttir. Hópurinn þykir hljóma einstaklega vel með Svölu. Gaman er að segja frá því að Óskar Einarsson, sem útsetur raddirnar, hefur útsett bakraddir fyrir Jólagesti Björgvins síðustu 10 ár en Svala hefur verið hluti af þeim tónleikum síðustu ár. Hér syngur hópurinn Lean on me með Bill Withers.
06.05.2017 - 13:40
Elly fær nýjan sýningartíma vegna Eurovision
Sýningartími hinnar vinsælu leiksýningar Elly hefur verið færður. Það er gert til þess að leikhúsgestir og leikarar Borgarleikhússins geti fylgst með Svölu Björgvinsdóttur, sem vonandi kemst í úrslit Eurovision þann 13.maí.
06.05.2017 - 09:46
Eurovision
„Einstök tilfinning að fá að vera með í þessu“
Þau Óskar Einarsson, Íris Lind Verudóttir, Hrönn Svansdóttir, Fanny Kristín Tryggvadóttir og Anna Sigríður Snorradóttir syngja bakraddir í laginu Paper. Hópurinn er vel stemmdur og segir að það komi notalega á óvart hversu frábær þjónusta er í Kænugarði og hvers vinalegt fólkið er.
04.05.2017 - 09:49
Svala frumsýnir Eurovision búninginn
Svala Björgvinsdóttir kynnti í dag til sögunnar fötin sem hún mun klæðast á sviðinu í Eurovision keppninni í næstu viku „Búningurinn er hvítur, sem stendur fyrir birtu, von og jákvæðni. Þegar ég klæðist honum finnst mér ég vera sterk og óttalaus,“ segir Svala.
03.05.2017 - 18:40
Svala æfir Vetrarsól
Svala Björgvinsdóttir undirbýr sig nú fyrir hinar ýmsu uppákomur sem framundan eru í tengslum við Eurovision. Næstkomandi laugardag kemur hún fram, ásamt fulltrúum norrænu þjóðanna, í norrænu boði. Þar hyggst hún flytja lögin Paper og Vetrarsól.
03.05.2017 - 17:21