Færslur: Súrnun sjávar

Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
Flatarmál jökla minnkaði um 500 km² á 18 árum
Langjökull gæti verið búinn að tapa 85 prósentum af rúmmáli sínu við lok þessarar aldar, gangi spár um loftslagsbreytingar eftir. Samkvæmt þeim gætu Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls tapað 60 prósentum rúmmáls síns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kynnt var í húsi Veðurstofu Íslands í dag. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra var afhent fyrsta eintak skýrslunnar.
Hvað bíður þín beitukóngur?
Mannkynið er með bensínbílaakstri, kjötáti og annarri koltvísýringslosandi hegðun að gera fordæmalausa tilraun á lífverum hafsins. Íslenskir vísindamenn eru í fremstu röð þegar kemur að því að vakta sýrustig í hafinu við Ísland en lítið sem ekkert er vitað um áhrif súrnunar á vistkerfið og þar með nytjastofna. Það hafa ekki orðið hraðari breytingar á efnafræðilegri samsetningu sjávar í tugmilljónir ára, aðlögunartími lífvera er nær enginn. Hvað bíður beitukóngs, rækju og vængjasnigils?